Ábyrgðarleysi

Sjálfsagt væri að ljá máls á þessari áskorun en hún á ekki við þar sem ríkisstjórnin hefur lagt mikla vinnu og fyrirhöfn að koma okkur í skjól undan afleiðingum bankahrunsins sem Sjálfstæðisflokknum tókst engan veginn. Við erum á leiðinni út á lygnari sjó og því engin skynsemi að róa bátnum.

Hins vegar eru öflugir hagsmunaaðilar sem kynda undir óánægju og kappkosta að kynda hvert stórbálið á fætur öðru til þess að grafa sem hraðast undan ríkisstjórninni. Málflutningurinn og rökin eru ekki sérlega traustvekjandi, ekki er minnst aukateknu orði hvað taki við.

Hins vegar hefur aðeins 3000 væntanlegir kjósendur skrifað undir þessa áskorun. Sennilega þeir æstustu, öfgafólkið sem hrópar hæst. En vonandi átta sig fleiri á þessu ábyrgðarlausa flani sem leiðir aðeins til meiri glundroða og aukinna vandræða.

Það sem okkur Íslendinga skortir einna betur er skynsamari og hyggnari stjórnarandstaða en umfram allt meðvituð um þá ábyrgð sem felst í því að fara með eitthvert vald.

Í áskoruninni er dulbúin hótun: að hagsmunaaðilar gegn ríkisstjórninni hafi forseta lýðveldisins í vasanum sem Svanur Kristjánsson benti á í vikunni: Sem lykilmaður í valdaráni tæki forseti á næsta ríkisráðsfundi til baka umboð til ríkisstjórnar að fara með ríkisvaldið í umboði sínu en fæli formanni Sjálfstæðisflokksins myndun nýrrar ríkisstjórnar jafnframt sem þing væri rofið og nýjar kosningar boðaðar. Þetta væri ein grófasta dæmið um misnotkun valds í sögu landsins en það jaðrar við að Ólafgur hafi reynt það áður að neita Icesave samningunum staðfestingar en í þeim samningum var gert ráð fyrir því að sjóðurinn í vörslum Englandsbanka þar sem öllum fjármunum íslensku bankanna var beint, væri notaður til endurgreiðslu Icesave. Það var eins og þeir sem gagnrýndu Icesave vildu aldrei vita það, að í þennan sjóð var komið jafnmikið fé og skuldunum nam.

En hræðsluáróðurinn þykir vera betri en staðreyndir.

Þessi undirskriftarsöfnun er ábyrgðarlaus, byggð meira og minna á blekkingum án nokkurra fyrirheita.

Góðar stundir!


mbl.is Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband