Af hverju má aldrei ræða faglega um þessi mál?

Aðild að ESB eða á móti aðild að ESB hefur verið ofarlega á baugi undanfarin misseri. Því miður hleypur allt of mörgum kapp í kinn að tjá skoðanir sínar einkum að þeir séu á móti aðild og tefla fyrst og fremst tilfinningarökum þar sem fullyrt að verið sé að „fórna“ sjálfstæðinu hvorki meira né minna.

Því miður eru þetta ekki haldbær rök. Þar eru dregnar dökkum litum ef af aðild verður og kappkostað með hræðsluáróðri að fylgja því eftir án þess að efnislegar ástæður liggja frammi.

Fremur verður að greina nákvæmlega hvaða kostir fylgja og hvaða gallar eru á.

Ljóst er, að ýmsum hagsmunaaðiljum telja vegið að sér sérstaklega þeir sem í skjóli valds og auðs telja sig missa spón úr aski sínum.

Hugsanleg aðild Íslendinga að ESB er byggð á frjálsum samningum þar sem báðir aðilar setja fram sín sjónarmið, forsendur og fyrirvara. Ljóst er að í dag eru allt önnur viðhorf og þau mun vinsamlegri gagnvart smáþjóð en áður var. Á meðan ekki hefur verið samið erum við ekki á leiðinni í ESB. Það er ekki fyrr en samningar liggja fyrir og raunverulegar umræður geta hafist um efni samningsins sem enginn veit í dag hvert efni verður nema í stórum dráttum.

Það er einkennilegt að ofurkapp sé núna lagt á að reka fleyg í einn besta og skynsamlegasta stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur þó átt veg og vanda af að koma okkur út úr hamförum bankahrunsins í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins.

Ótal rök eru fyrir aðild okkar að ESB þó ýmsir vilja ekki sætta sig við staðreyndir.

Þessir aðilar vilja kaqnnski að Ísland verði innlimað í Kína eins og voru örlög Tíbet fyrir rúmri hálfri öld? Kannski að aðild okkar að ESB treysti betur sjálfsstæði okkar en nokkuð annað hvað sem tautar og raular.

Góðar stundir!


mbl.is Skylda VG að grípa í taumana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vælið í ESB sinnum tekur á sig síbreytilegar myndir. Eftir áralangar tilraunir við einhæfar og innihaldslausar fullyrðingar um að ESB sé æðislegt, algerlega árangurslaust, þá hefst óskiljanlegt væl um skort á "faglegri" umræðu andstæðinga ESB.

Og þessu til stuðnins, þá röflar höfundur um "tilfinningarök", "hræðsluáróður", að verið sé að reka fleyg í æðislegasta flokk Íslands (sem er náttúrulega hlynntur ESB) sem hvorki meira né minna en bjargaði Íslandi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, að andstaðan sé fyrst og fremst vegna annarlegra hagsmuna "einhverra" og röflar svo af tilfinningahita um að Íslandi bíði hugsanlegu sömu örlög og Tíbet, verði innlimað af Kína.

Af einhverjum ástæðum, gleymdi höfundur þó að ræða "faglega" um kosti aðildar að ESB. Nema að það sé "faglegt" að ESB komi til með að bjarga Íslandi frá Kína.

Eitt má höfundur eiga, og það er að skemmtanagildið í innslaginu hans er ótvírætt. Ekki þó af þeim sökum sem höfundur vildi.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hilmar staðfestir það sem Guðjón skrifar og bætir engum rökum við andstöðu sína við ESB. Hjólar í manninn og er ómálefnalegur, eins og ég hef kynnst einnig í mínum kröfum um að samningur liggi fyrir áður en við tjáum okkur um hann! Var einu sinni kölluð "þjóðnýðingur" af Guðmundi á mbl-blogginu, vegna afstöðu minnar um að rökræða samninginn sjálfan.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 16:52

3 identicon

Æ.. Anna mín. Þú vilt fá að sjá "samninginn" áður en fólk tjáir sig um hann, en vilt samt fá að "rökræða" samninginn (sjálfan)?

Skilur þú sjálf þetta endemis bull?

Það er náttúrulega ekki rétt hjá þessum Guðmundi, hvur sem hann nú er, að kalla þig þjóðnýðing.

Ef ég væri þessi Guðmundur, þá hefði ég hreinlega bara kallað þig vitleysing.

En ég er náttúrulega ekki Guðmundur.

En svona í leiðinni, þá er ekki um neinn "samning" að ræða.

Annað hvort kyngir Ísland stjórnarskrá ESB, eða ekki.

Aðlögunarviðræðurnar eru til þess að kanna hvursu vel Íslendingum gengur að innleiða reglur ESB, ekkert annað.

Það verður því enginn "samningur"

Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 17:05

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér málefnalega skoðun Anna. Mér finnst Hilmar taka ansi stórt upp í sig án þess að færa góð og gild rök fyrir sjónarmiðum sínum sem eru ansi nálægt einhverjum æsingum.

Auðvitað eru samningar við erlenda aðila mjög flókið fyrirbæri sem ber að standa mjög vel að. En hvernig ætli sé að standa í erfiðum samningaviðræðum þegar einhver hamast eins og naut í flagi og gagnrýnir án málefnalegra sjónarmiða?

Ætli væri ekki hyggilegra að leggja eitthvað skynsamlegra til málanna?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2012 kl. 17:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að það séu "ótal" rök fyrir innlimun í ESB, forðar þér þá líklega að nefna nokkurt þeirra, því ekkert blogg rúmaði þessar ótlejandi ástæður?  Það er ekki málefnaumræða að kalla á málefnaumræðu. Ef þú vilt vekja hreinni og beinni umræðu um þessa hluti, þá skora ég á þig að byrja.  Þú þarft ekki að nefna ótal rök.  Prófaðu bara að nefna þau helstu að þínu mati og við skulum sjá hvort það er fótur fyrir þeim. Mér segir svo hugur um a' þú eigir ekki eina óhrekjandi staðreynd um ágæti aðildar og þess vegna nefnirðu enga.  Það er lítill grunnur fyrir málefnaumræðu ef annar aðilinn hefur ekkert að segja um málið, svo þú getur sleppt því að eyða bleki í svona grát.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 17:52

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón:

Fyrir nokkrum árum gerðu blaðamenn Morgunblaðsins undir stjórn Styrmis Gunnarssonar mjög vandaða úttekt á kostum sem göllum við inngöngu í ESB. Birtist greinaflokkur þessi í nokkrum tölublöðum Morgunblaðsins. Þar voru hlutirnir vegnir og metnir mjög vel og varpaði þessi umræðu upp á hærra plan. Þessa úttekt þyrfti að endurbirta en fara yfir stöðu mála með hliðsjón hvort einhverjar forsendur hafa breyst. Óvissan vegna landanna í Suður Evrópu hafa t.d. sett strik í reikninginn sem gæti breytt einhverju.

Ekki skil eg hvað þú átt við með: „þú getur sleppt því að eyða bleki í svona grát“. Hvaða blek er notað veit eg ekki en ætli það virðast ekki aðrir vera kjökrandi og kveinandi en við sem viljum tengjast Evrópu nánar.

Til að hugga þig og þína þá mætti benda á að við eigum langt í land að ganga í ESB og upptöku Evru. Við fullnægjum engum þrem meginskilyrðum Maastricht sáttmálans sem fjallar um hallalaus fjárlög, lága dýrtíð og lágmark á opinberum skuldum. Hins vegar væru þessi markmið öll okkur mjög holl, hvort sem við göngum í ESB eða stöndum utan við.

Því miður hafa hægri öflin verið ansi seig að draga kjarkinn úr áhuga landsmanna með lúmskum og lævíslegum áróðri og væri verðugt verkefni fræðimanna að fara ofan í þá sauma.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2012 kl. 18:38

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Að fá samninginn í hendur hjálpar vitleysingum eins og mér og fleirum að taka málefnaslaginn!

Vil taka það fram að við áttum að rökræða þetta fyrir amk 20 árum, á undan AusturEvrópu...en svona er málið statt núna.

Ég vil benda fólki á  http://evropuvefur.is ef á að takast virkilega á í málefnaumræðu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2012 kl. 20:59

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

til dæmis.....

 Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% umfram það sem öðrum aðildarríkjum er heimilt. Markmiðið er að tryggja áframhaldandi landbúnaðarframleiðslu á norðlægum svæðum. Styrkveitingar eru meðal annars háðar því skilyrði að þær mega ekki leiða til aukinnar framleiðslu. Þær eru alfarið fjármagnaðar af viðkomandi ríki og byggjast á sérstakri grein í aðildarsamningi þess við ESB.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Finnar nýttu sér það ákvæði til að semja við ESB um tímabundinn sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Í meirihlutaáliti utanríkimálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að ESB segir að ástæða sé til að ætla að unnt verði að skilgreina allt Ísland sem svæði norðurslóðalandbúnaðar, þar sem það liggi allt norðan við 62. breiddargráðu. Í álitinu, sem lagt er til grundvallar í aðildarviðræðum stjórnvalda við sambandið, er í þessu ljósi lagt upp með að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að fá að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, umfram almennar reglur ESB."

Heildarsvarið er hér, sem unnið er af Vilborgu Á. Guðjónsdóttur, starfsmann vefsins.

Vert er að benda á að ALLIR geta sent inn spurningar sem snúa að ESB til vefsins og það er gert með því að fara inn á þessa slóð: http://evropuvefur.is/hvers_vegna.php

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2012 kl. 21:19

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tökumst nú á? ESB-skoðanasinnar.

Vil endilega taka fram að þetta er ákvæði um landbúnað og ég er, eins og flestir, algerlega í tóminu um sjávarútveginn.

Hlakka til að lesa um hann (sjávarútveginn) og hef ekki gert upp hug minn um "já" eða "nei". Hef "nei - ið " sterklega í huga. Ég segi ekki "nei" og meina það án þess að vita um hvað er verið að tala. Þegar ég veit það mun ég vega málefnalega rökin, eins og ég er fær um.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2012 kl. 22:37

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við sitjum á auði, orku, fiski og eldgamalli menningu (íslenska er eldri en Íslandsbyggð og ætti að vera útdauð....þess vegna barðist ég fyrir því í kosningu um stjónmálaþing að færa tungumálið í stjórnarskrana, vegna þess að ég telst varla "fasisti" verandi íslensk af slavneskum ættum)?)

Málið er....í framtíðinni verður Island að eiga stóran VIN, sem er tilbúinn að vernda tungumálið okkar og menningu!

Allir ásælast auðinn okkar, sjáið bara LÍú í gær! ...og það eru "landsmenn".

Væri hægt að koma á sterku sambandi á milli Íslands, Kanada, Grænlands, Noregs og Færeyja myndi það gleðja mig frekar en ESB.

Framtíðin er svo mikilvæg.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband