Er sundurleysisfjandinn laus?

Greinilegt er að örvænting mikil ríkir í herbúðum hægrimanna. Í heil þrjú ár hefur vinstri stjórninni tekist að halda sjó, þrátt fyrir endalausar hremmingar og tilraunir að grafa undan trausti hennar, m.a. með málþófi um nánast hvert einast mál ríkisstjórnarinnar.

Þannig mátti ekki breyta framkvæmdavaldinu, ekki stjórnarskránni, né ákæra Geir. Ekki mátti semja við Breta og Hollendinga um uppgjör vegna bankahrunsins þó svo að vitað var allan tímann að þessar skuldir myndu aldrei lenda á þjóðinni enda nægar innistæður í vörslum Englandsbanka fyrir skuldunum eins og samningarnir tóku til. Meira að segja forseti lýðveldisins hefur verið dreginn inn í þessar uppákomur og hann anaður út í vafasamar stjórnvaldsákvarðanir. Og allt hefur verið gert til að vekja tortryggni gagnvart ríkisstjórninni. En ætli það verði verkin sem tala en ekki glamrið um svik og önnur ósmekkleg diguryrði sem ekki virðast byggjast á djúpum rökum. Athygli vekur að þeir sem hæst gala, tengjast braskaralýðnum sem stuðluðu að

Sú var tíðin að stjórnarandstaðan studdi ríkisstjórn til allra góðra mála. Nú er hún á móti öllu og tínir öllu til.

Þessi undirskriftarsöfnun virðist ekki byggð á neinum skynsamlegum sjónarmiðum heldur fremur með áróður gegn ríkisstjórninni í huga.

Þetta eru öflin sem eru harðastir andstæðingar viðræðna stjórnvalda við Efnahagsbandalagið. Þeir vita að þá er tími blekkinga að baki, því í Efnahagsbandalaginu er lögð meiri áhersla að menn vandi betur pólitíska umræðu og byggi hana á rökum en ekki einhverju tímabundnu tilfinningavæli.

Góðar stundir!


mbl.is Krafist þingrofs og kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Guðjón Mosfellingur !

Ég hygg; að þú getir alveg sparað þér digurbarkann, gagnvart dugnaðar konunni Ástu Hafberg, sem ásamt öðru hugsjónafólki, er að leitast við, að opna augu landsmanna fyrir, hversu raunverulega er ástatt, á landi hér, ágæti drengur.

Ætli; fólkið, sem bíður matarúthlutana- og annarrar hjálpar ósérhlífinna samtaka ýmissa, sé nokkuð; að velta fyrir sér : svokallaðri ríkisstjórn - ESB, eða öðrum fígúruverkum, svo sérstaklega ?

Nema; það velti fyrir sér, kannski, smákónga lifnaði ráðherra- og ráðherfa, svo og þingmanna, sem lifa lúxus lífi, á okkar ALLRA kostnað - keyrandi um á drossíum, sem vart standa að baki bílaflota Duvalier feðganna, suður á Haíti forðum, Guðjón minn.

Þú ættir; að biðja samlanda þína afsökunar, á þessu yfirklóri þínu, til handa rotinni valdastétt; ALLRA flokka, íslenzkra, Guðjón minn.

Með; ágætum kveðjum, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 18:27

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þú gleymir því að fólk úr öllum flokkum stiðja þessa undirskriftasöfnun

Þórólfur Ingvarsson, 23.5.2012 kl. 18:29

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek heilshugar undir með Ó.H.H

Þórólfur Ingvarsson, 23.5.2012 kl. 18:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðjón, kommúnisminn og sveppaát fara ílla saman. Legg til að þú fáir þér lúr og slakir vel á. Lýðræðið mun sigra hér á Íslandi.

Sigurður Þorsteinsson, 23.5.2012 kl. 18:33

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Þórólfur !

Þakka þér fyrir; hárréttan skilning, minna sjónarmiða - sem og þess framtaks, sem þau Ásta standa fyrir, af einurð og ósérplægni, mikilli.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:55

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ja hérna! Er þetta það sem koma skal?

Ekki skil eg í því þegar gamlar íhaldssálir eins og a.m.k. ein sem tjásir sig grípa alltaf í kommúnistastimpilinn þegar þeir verða rökþrota. Hvers konar lýðræði sumir vilja tileinka sér veit eg ekki. Mér sýnist á öllu að það eigi að segja fólki hvað það eigi að velja án þess að efnisrök séu fyrir hendi til að taka skynsamlega afstöðu.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 20:28

7 identicon

Sælir; á ný !

Guðjón Mosfellingur !

O; jú. Svarið liggur, í augum uppi. III. valkostur; Glussa- og Gírolíulyktandi fólks, að stjórnarborðum - í stað hinna svikulu ilmvatna lyktandi 63ja,  ágæti drengur.

Hefir það; vafist eitthvað fyrir þér, Guðjón Sigþór ?

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu; vitaskuld /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:16

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á þetta að vera fyndið Óskar? Greinilegt er að málefnaleg viðhorf og sjónarmið eru þér ekki að skapi.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 09:39

9 identicon

Sælir; sem fyrr !

Guðjón Sigþór !

Nei; hvergi hugðist ég hafa uppi gamanmál, í þessarri umræðu, síðuhafi góður.

En; kannski þú sért of snobbaður til, að viðurkenna góða eiginleika fólks, sem halda uppi fræðurum og specúlöntum eins og þér, með vinnu sinni; MEÐ HÖNDUNUM; einum og sér.

Vertu þá sá maður; að viðurkenna það, í stað þess að svara mér, með þótta og þjósti, Mosfellingur góður.

Grunnmenntun; BURÐARÁSA íslenzks samfélags, til sjós og lands, er kannski ekki nógu ''fín'', fyrir þig - og þína líka, Guðjón minn ?

Sömu kveðjur; sem seinustu, þrátt fyrir stærilæti síðuhafa /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband