20.6.2012 | 17:52
Er aftur byrjað á braskinu á kostnað annarra?
Eftir bankahrunið þegar sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa urðu að engu ásamt hlutabréfaeignum lífeyrissjóða þá er fyllsta ástæða til varfærni. Hrunið varð vegna þess að hér á landi var ekkert gert til þess að forðast svonenfd krosseignatengsl og önnur brögð í viðskiptum.
Í fyrirtækinu Exita var t.d. hlutafé í fyrirtækinu aukið um 50 milljarða án þess að ein einasta króna rynni inn í fyrirtækið. Hins vegar var bréfssnifsi, hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki sem enginn kannast við, lagt inn í fyrirtækið rétt eins og innlegg bænda í Kaupfélagið í fyrri tíð.
Tilgangurinn var auðvitað að sýna öðrum hluthöfum langt nef enda var þeim boðið að hver króna hlutafjár væri greidd með 2 aurum!
Í tíð hermangsins og brasksins kringum herlið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli var Reginn h.f. stofnað fyrir um 50 árum. Lengi vel deildu fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins völdum í því fyrirtæki sem m.a. byggði stór hús við Höfðabakka í Ártúnshverfinu í Reykjavík. Þessi hús blasa við öllum sem leið eiga um Vesturlandsveginn austan Elliðaárbrekku, minnisvarði um einstaka aðferðafræði hvernig unnt er að auðgast fljótt og vel gegnum hermang. Síðan hafa umsvif þessa fyrirtækis að því virðist hafa aukist.
Ef eg ætti sparifé teldi eg því betur komið á nánast vaxtalausum reikning í bönkunum en að kaupa hlutabréf í fyrirtæki þessu. Að öllum líkindum verða örlög sparifjár þeirra sem sjá möguleika á góðri ávöxtun verða að engu rétt eins og gerðist áður þegar braskaranir léku sér að almúgafólki með því að féfletta það fljótt og auðveldlega.
Eg minnist hlutabréfanna í bönkunum, Atorku, Existu og öllum þessum fyrirtækjum sem nú eru týnd og tröllum gefin. Þau virðast vera einskis virði þó fyrir þau hafi verið greidd með beinhörðum peningum, sparnaði þúsunda í áratugi.
![]() |
Vildu kaupa fyrir 10,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 15:58
Þokukennt orðalag
Sumir vilja hafa sem flest eins óljóst og jafnvel villandi. Þeir telja jafnvel að það sé gegn hagsmunum sínum að þurfa að fara eftir einhverjum reglum sem öðrum þykja sjálfsagt að fara eftir.
Skynsamar og sanngjarnar reglur eru alltaf til bóta.
Í þessu tilfelli hvernig koma megi í veg fyrir mengun þ. á m. á hafinu þarf að gæta ítrustu varkárni sem Bandaríkjamönnum virðast ekki vera sáttir við.
Á Íslandi er verið að reyna að koma á skynsömum og sanngjörnum reglum varðandi náttúruvernd, m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur og gera þá aðila ábyrga fyrir þeim spjöllum sem þeim valda. Í stað þess að vinna saman, blæs hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins upp eins og gamall hvalur og vill engar reglur! Er þetta eðlilegt?
Í Fréttablaðinu í dag er komið inn á þessi mál í mjög vel ritaðri grein eftir Véstein Ólason: Hver er þriðja leiðin? Þar bendir höfundur á dapra sögu Evrópu þegar óbilgirni og skammsýni reif álfuna upp í tveim heimsstyrjöldum og skildi bókstaflega lönd og þjóðir í rústum. Reglur eru til að fara eftir en svo virðist sem ýmsum þyki þær trufla frelsi sitt til einhverra athafna og koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra.
Þessir aðilar vilja engar reglur fyrir sig sjálfa en aðrir mega setja sér sínar reglur og fara eftir þeim. En það eru auðmennirnir, fjármagnseigendurinir sem telja sig vera hafna yfir lög og rétt.
Því miður bera þessir aðilar oft furðu mikið úr bítum, kannski þeir beiti aðferðum lýðskrumarans að afla sér aukinna valda og hagnaðar á kostnað okkar hinna.
Góðar stundir!
![]() |
Texti yfirlýsingarinnar ekki nógu skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 15:34
Að blása upp smámál
Margnota barnableyjur eru yfirleitt keyptar einu sinni. Hvort á einni eða tveim pakkningum sé greiddur venjulegur 25,5% virðisaukaskattur eða eitthvað lægra skiptir ekki höfuðmáli.
Þetta mál er dæmi um þau fjölmörgu smámál sem eru blásin upp til að gera úlfalda úr mýflugu. Að draga fram eina vörutegund út úr og hafa í lægri skattflokk, er vont fordæmi og er aðeins til að hvetja að tína út nánast hvað sem er til að lækka skatt.
Hver er tilgangurinn? Að vekja athygli á sjálfum sér og gera sig að einhverjum göfugum riddara sem er að berjast við vonda drekann er allt að því broslegt að ekki sé dýpra tekið í árina.
Því miður stökk þingkona þessi fyrir borð hjá VG þar sem nánast hvern einasta dag stendur stjórnarliðið baki brotnu að ausa Þjóðarskútuna. Á meðan leyfa sumir sér að agnúast út í nánast hvað sem er. Aðrir að grafa sem hraðast undan fylgi ríkisstjórnarinnar en verður það ekki sú niðurstaða sem í ljós kemur þegar talið verður úr kjörkössunum að ári?
Ríkisstjórnin á allt betra skilið en að verið sé stöðugt að rugga skútunni og jafnvel reyna að sökkva henni.
Góðar stundir!
![]() |
VG vildi ekki ódýrari bleiur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 14:28
Þröngsýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt ótrúlega þröngsýni í þessum málum. Skynsamlegar reglur m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur þarf að setja og gera þau lögbrot betur undir viðurlög þegar það á við.
Af hverju mátti ekki breyta lögum um náttúruvernd?
Skyldi það vera af sömu rótum að það sé einkamál Sjálfstæðisflokksins að breyta stjórnarskrá lýðveldisins og breyta skipulagi og fyrirkomulagi Stjórnarráðsins?
Fyrrum voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins mun skynsamari en þeir eru í dag. Má nefna mörg dæmi um það, t.d. svonefnt Dreifibréfamál í ársbyrjun 1941 þar sem þeir sýndu mjög mikla skynsemi. Þá voru ritstjórar Þjóðviljans handteknir af Bretum og haldið nauðugum um nokkurra mánaða skeið í fangabúðum í Bretlandi. Bæði Jónas frá Hriflu og forsvarsmenn Alþýðuflokksins fögnuðu að andstæðingar þeirra væru teknir úr umferð. Það var Ólafur Thors sem beitti sér einkum að fá Einar Olgeirsson sem var einnig þingmaður og Sigfús Sigurhjartarson lausa úr breska fangelsinu. Hann gerði sér ljóst að þarna var mjög alvarlegt brot gegn Íslendingum að handtaka þingmann, brot á stjórnarskránni. En bresk yfirvöld tóku engum vettlingatökum á þessu máli og það gerði ólafur sér ljóst.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mættu skoða söguna betur áður en þeir missa sig gjörsamlega í þröngsýnum skúmaskotum.
Þröngsýni og hagsmunagæsla fyrir fárra v irðist því miður vera orðið þeirra sérgrein. Þeir vilja t.d. ekki viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign og að nauðsynlegt sé að breyta kvótakerfinu þannig að það sé afnotaréttinum að auðlindinni sé úthlutað en ekki kvótanum sjálfum og gera hann að andlagi eignarréttar eins og varð 1983. Nei hún skal hann vera áfram féþúfa kvótabraskara.
Er þetta kannski alvarleg siðblinda? Alla vega er komin upp alvarleg skekkja í kompás forystu Sjálfstæðisflokksins.
Góðar stundir!
![]() |
Ófyrirleitni sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2012 | 17:18
Handónýt stjórnarandstaða
Sumir hafa allt á hornum sér um þau mál sem ríkisstjórnin vill koma í gegn. Stjórnarandstaðan gerir allt til að koma öllum málum í hnút ýmist með endalausu bulli í formi umræðna eða beitir fyrir sig forseta lýðveldisins og LÍÚ sem virðast vera meira og minna í vasanum á vandræðagemlingum sem tengjast braski og hruni.
Athyglisvert að ærlegir útgerðarmenn eins og þeir HBGranda menn koma ekki nálægt þessu bulli. Þeir reka fyrirtæki með mikillri fyrirhyggju og taka ekki þátt í svona dellu eins og áróðursstríð LÍÚ manna sýnir okkur.
Við þurfum á betri stjórnarandstöðu að halda sem sýnir ábyrgð en ekki léttúð og jafnvel ómerkilegum óþverrahætti eins og stundum hefur komið fram.
Nægir þar að nefna þetta Icesave mál sem nú væri úr sögunni með sóma hefði forsetinn staðfest lögin. Nóg er af fjhármunum að borga þessa skuld en hún liggur vaxtalaus í vörslum Englandsbanka. Það gætu þeir fengið vitneskju um sem nenna að kynna sér þessi mál betur en ekki taka undir rætna áróðursbragð stjórnarandstæðunnar.
Það er nefnilega svo að útistandandi lán gamla Landsbankans hafa verið að skila sér og það sér hver vitiborinn maður sem setur sig inn í bankastarfsemi. Icesavereikningarnir komu til þess að mæta erfiðri lausafjárstöðu Landsbankans þegar hagstæð skammtímalán á markaði voru ekki lengur fyrir hendi. Þessir fjármunir eru ekki glataðir eins og áróðursmeistarar hafa haldið fram með forsetann í broddi fylkingar.
En lygin hefur þótt vera þægilegri en sannleikurinn. Verst er þegar fólk trúir lyginni fremur en staðreyndum málsins.
Kannski við þurfum betri stjórnarandstöðu sem sýnir ábyrgð fremur en glannaskap.
Góðar stundir.
![]() |
Treystum ekki ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2012 | 11:21
Hvar voru útgerðarmennirnir?
Einkennilegt er að þeir sem skipulögðu þessi mótmæli virðast hvergi hafa verið nærri. Og talsmenn kvótaeigenda á Alþingi voru heldur hvergi nærri, létu ekki sjá sig hvað þá bregða sér út smástund frá þrasinu á þingi.
Taka má undir sjónarmið Marðar: þessi mótmæli voru missheppnuð. Þau hafa kostað sitt, siglingakostnað tuga skipa til Reykjavíkur. Engar tekjur koma á meðan. Og allur auglýsingaflaumurinn? Ætli sá kostnaður hefði ekki betur verið varið til að skrapa upp í veiðileyfigjaldið?
Veiðileyfigjald er eðlileg greiðsla fyrir afnotarétt að kvótanum. Því miður líta margir útgerðarmenn á kvótann sem eign en ekki afnotarétt. Halldór Ásgrímsson setti kvótakerfið á til bráðabirgða haustið 1983. Illu heilli var það festi í sessi án þess að eigandinn, íslenska þjóðin væri spurð um það.
Nú nær 3 áratugum síðar vill þjóðin fá greiðslu fyrir þennan afnotarétt.
Þetta kvótamál er eitt furðulegasta fyrirbæri Íslandssögunnar og þá sérstaklega sá kafli þegar útgerðarmenn sáu möguleika á að gera sér kvótann að féþúfu og selja hann hæstbjóðenda. Þar áttu stjórnvöld að segja stopp fyrir löngu.
Góðar stundir!
![]() |
Segir fund LÍÚ misheppnaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2012 | 08:53
Beiting ofbeldis er heimska af versta tagi
Því miður telja ýmsir ofbeldi vera auðveldustu leiðina til að ná einhverjum árangri í lífi sínu. Þar fara menn villu leiðar og láta reiðina taka völdin af skynseminni.
Menn kunna að telja sig hafa frelsi til að aðhafast hvað sem er en þar sem nefið á samborgaranum byrjar, þar endar frelsið!
Beiting ofbeldis hefur oft skelfileg áhrif eins og sýndi sig þegar maður sem skuldaði innan við 100.000 krónur veitti manni lífshættulega áverka á lögfræðistofu s.l. vetur. Oft er tilefnið nánast ekkert en ofbeldishneygð stundum mikil og þörfin mikil fyrir að láta til sín taka. Stundum dettur manni í ug hvort þessum mönnum væri ekki gerður möguleiki að fá útrás t.d. að dreifa skít í þágu landbóta? Þar er af nógu af að taka t.d. eru fjallháir skítahaugar sem flytja þarf frá hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Þennan skít mætti nýta til eflingar gróðri, þ. á m. trjágróðri á gróðurvana svæðum á Reykjanesskaga. Þar gæti verið unnt að beina þessum mönnum að verkefnum sem nýtast samfélaginu og þeim einnig til einhvers lofs og framdráttar.
Ofbeldi hefur aldrei borgað sig. Þó svo að menn telji sig komast upp um það um stund, þá kemur beiting þess þeim yfirleitt alltaf í koll.
Góðar stundir!
![]() |
Ruddust inn á lögfræðiskrifstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2012 | 20:14
Koma þarf í veg fyrir glæpi gegn börnum og unglingum
Það er vægast sagt mjög ámælisvert þegar fullorðnir einstaklingar hafi í hyggju að afvegaleiða unglinga og jafnvel börn til að fullnægja físnum sínum. Sjálfsagt er að gefa þessu aukinn gaum en við skulum ætíð hafa í huga að ekki þarf svo alltaf að vera. En séu vísbendingar traustar og að viðkokmandi hafi í hyggju eitthvað mkisjafnt, þá þarf að grípa í taumana og gera tilhlíðilegar ráðstafanir.
Smáábending:
Blaðamaður sá sem ritar textann hefur greinilega ekki áttað sig á því að internet og stytting þess orðs er ekki sérheiti sem reglur kveða á um að riota beri með stórum upphafsstað. Það er allútbreidd meinloka hjá mörgum, kannski vegna einhverrar aðdáunar og virðingar fyrir tækninni að skrifa Netið í staðinn fyrir netið. Ef svo væri ætti að gæta samræmis og rita með stórum upphafstaf önnur orð sem tengjast tækni og samgöngum: Flugvél, Bíll, Skip, Járnbrautarlest, Sími, Fjarskipti, o.s.frv. sem engum dettur í hug.
Vinsamlegast.
![]() |
Vara við tælingu á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2012 | 19:54
Hver á kvótann?
Þingmaður og fyrrum sjávarútvegsráðherra bókstaflega gaf útgerðinni kvótann á sínum tíma. Þessi maður er Halldór Ásgrímsson sem er Hornfirðingum sennilega ekki ókunnugur. Halldór fór mikinn og var nánast einvaldur í þessum málum, þessi ákvörðun var ekki borin undir neinn, hann var meira að segja á öndverðum meiði við þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson sem vildi fara aðra leið. Lesa má um það í ævisögu Steingríms sem og í grein eftir Skúla Helgason þingmann í Fréttablaðinu í dag: Skemmdarverk.
Fyrir þá sem vilja kynna sér betur aðdragandann að gjafakvóta Halldórs Ásgrímssonar ættu að lesa grein Svans Kristjánssonar prófessors um þessi mál í Skírni hausthefti 2011 sem ætti að vera unnt að lesa á öllum betri bókasöfnum landsins. Grein Svans nefnist: Varð þjóðþingið að þjófþingi? : lýðræðið og kvótakerfið 1983.
Prófessorinn bendir á mjög alvarlega annmarka við þessa ákvörðun Halldórs sem sjómenn á Hornafirði mættu gjarnan kynna sér betur áður en þeir gerast verkfæri í höndum þeirra sem ranglega hafa verið færður kvóti að því virðist fremur að gjöf en afnota.
Í raun er eðlilegt að líta svo á að þjóðin eigi kvótann og útgerðin hafi afnotarétt að honum. Þar er mikill munur á, beinum eignarrétti og afnotarétti.
Braut Halldór rétt á þjóðinni með því að afhenda eignarrétt sem hann hafði ekki ráðstöfunarrétt á?
Á þetta kann að reyna og Halldór hefur auðvitað rétt á að verja hendur sínar. Hann átti persónulega gríðarlega hagsmuni af þessu máli sem síðar hefur komið í ljós.
Góðar stundir!
![]() |
Hornfirskir sjómenn fordæma vinnubrögð stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 13:52
Hávaxnasta illgresið
Aspir eru góð skógartré þar sem jarðvegur er votur. Einnig á opnum svæðum þar sem engar lagnir eru í nánd. Meira að segja geta þær fallið vel sem breiðgötutré en tilhneyging aspanna að skjóta upp rótum hingað og þangað getur gert þau óvinsæl.
Gamalt húsráð að losna við ösp í nágrannagarðinum er að grafa sín megin í garðinum niður á rót, negla þar í koparnöglum og moka síðan yfir. Koparinn veðrast í moldinni og spanskgrænan leitar inn í rótina sem annar vökvi og smám saman vinnur koparinn vinnu sína, hægt en bítandi. Eftir nokkur ár fer öspin að veslast upp vegna eyðingarmátt koparsúlfatsins. Eigandi asparinnar veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, kallar kannski til sérfræðings sem lítur á ástandið. Hann sér kannski styrax hvað um er að ræða en kveður upp samstundis dauðadóm yfir öspinni.
Íslendingar eru fremur lítið fyrir trjárækt, hvað þá skógrækt, því miður. Það þarf töluverða faglega þekkingu á þessum lífverum sem við útplöntun eru agnarsmá en vaxa okkur oft á örfáum árum langt upp fyrir haus og þá þarf að grípa til óspilltra ráða.
Sjálfur þurfti eg að fella stórt tré rétt utan við húsið mitt nú í vor. Það var gljávíðir sem hafði á aldarfjórðungi vaxið hátt yfir húsið. En ræturnar leituðu sér raka og vökvunar sem fannst í frálögninni.
Trjárækt og skógrækt eru skemmtilegar tómstundir. En gott er að afla sér sem mestrar fræðslu. Til þess er kjörið að kaupa áskrift að Skógræktarritinu og Garðyrkjuritinu. Þessi tímarit eru endalausir fræðslubrunnar um þessi efni, hvaða trjágróður er hentugastur á hverjum stað.
Góðar stundir!
![]() |
Aspir valda miklum usla í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 244191
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar