20.8.2012 | 12:57
Gamla tuggan
Margt hefur farið öðruvísi eftir hrunið hefði Framsóknarflokkurinn undir forystu fulltrúa braskaraaflanna í Framsóknarflokknum, verið í ríkisstjórn. Ætli hefði ekki verið farið harkalega að heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu sem tókst að forða nokkurn veginn.
Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn lagði mikla áherslu á gríðarlega lækkun ríkisútgjalda, m.a. með að skera niður heilbrigðiskerfið og skólakerfið. Ekki var farin sú leið heldur kappkostað að reyna mildari leiðir.
Hrunið var endapunktur margra áratuga spillingar í skjóli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tókst það sem enginn þorði að vona: að þjóðin væri leidd út úr ógöngunum ekki á kostnað litla mannsins, heldur þjóðarinnar allrar. Braskaranir ætluðu sér alltaf að sleppa og lögðu lengi steina ío götu þeirra sem vilja rannsaka og eru jafnvel enn að.
Forystusauður Framsóknarmanna er mikill auðmaður en fjölskylda hans auðgaðist gríðarlega á hermangi og hamförunum í kringum hrunið.
Ekki er furða að Ásmundur Einar sjái gull í ranni Framsóknarflokksins, einu af megin spillingarbæli Íslandssögunnar. Hann hefur verið að reyna fyrir sér á þessum vettvangi og virðist vera nokkuð efnilegur í þessum efnum. Einn liðurinn í að afla sér trausts meðal forystunnar er að rægja þá sömu ríkisstjórn sem hann átti þó hlut í að mynda. Óhætt má segja um Ásmund Einar að sjaldan launar kálfur ofeldi sitt.
Formaður Framsóknarflokksins er eins og Mörður Valgarðsson endurborinn. Hann kemur ósjaldan fram í fjölmiðlum og með ísmeygjulegu fasi reynir hann að koma sjónarmiðum betur á framfæri.
Óskandi er að sem flestir sjái gegnum þennan blekkingavef þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem ýmist með fagurgala eða rógtungu reyna að afla hinum margspillta Framsóknarflokki fjöldafylgis.
Góðar stundir en án tilstuðlan þeirra sem frjálslega fara með fullyrðingar sem reynast vera byggðar meira og minna á sandi.
![]() |
Framsókn er flokkur samvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2012 | 18:53
Ólafur Ragnar og þingræðið
Ólafur Ragnar hefur verið talinn vera pólitískur refur. Honum hefur tekist það ótrúlega: vafið Sjálfstæðisflokknum um fingur sér jafnframt að gefa þingræðinu langt nef án þess að hann hafi fengið gagnrýni fyrir.
Þegar 70% þingmanna vildi samþykkja samkomulag við Breta og Hollendinga varðandi Icesave, þá fannst honum sjálfsagt að leggja stein í þá braut sátta og farsællrar lausnar. Þá var alveg ljóst að nægir fjármunir voru til að greiða Icesave.
Hann vissi eða mátti vita að hann var að draga þjóðina með sér útí afarvafasaman leiðangur þar sem tilfinningaleg rök og táradalurinn voru meginstefið. Það stóð aldrei til að þjóðin borgaði Icesave.
Sú vafasama söguskoðun virðist hafa orðið til við óskiljanlega rangtúlkun á staðreyndum sem við eigum sennilega eftir að verða okkur mun dýrari leið þegar öll kurl hafat verið dregin til grafar.
Þingræðið var innleitt 1904. Var það afnumið af Ólafi Ragnari? Veit hann betur en yfirgnæfandi meirihluti þingsins?
![]() |
Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2012 | 11:43
Dýrustu menn Íslandssögunnar
Hannes Hólmsteinn hefur reynst þessari þjóð dýr. Hann var með vægast sagt mjög umdeildar skoðanir um frjálshyggjumennina í Chicago og víðar sem stóðu á bak við byltingu Pinochets herforingja gegn Allende stjórninni í Chile haustið 1973, einhverju bíræfnasta valdaráni heimssögunnar. Hannes taldi að þar væri nauðsynlegt að fari fram hagfræði tilraunir hvort þetta frjálshyggju módel skilaði árangri.
Ísland varð síðar í röðinni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tróð Hannesi bakdyramegin inn í Háskólann. Undirbúinn var jarðvegurinn og valdataka Sjálfstæðisflokksins enn betur undirbúin brátt með Davíð Oddsson og félaga í fararbroddi. Afrekaskráin er þessi: Flaustursleg einkavæðing bankanna, Kárahnjúkavirkjun þar sem 30 fögrum fossum á Austurlandi ásamt öðrum merkum náttúruminjum fórnað á altari Mammons. Við þetta má bæta einstakri stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar við innrásarstríð George Bush í Írak án þess að bera þá ákvörðun undir nokkurn annan.
Hversu oft þarf að rifja upp þessar staðreyndir fyrir Hannesi Hólmsteini án þess að hann þræti á einn eða annan hátt fyrir þröngsýni sína skal ósagt látið.
Í öllu falli er hann ásamt þeim Davíð og Dóra einn dýrasti maður Íslandssögunnar.
Nú er Ólafur Ragnar orðinn hetja íhaldsins og Hannesar Hólmsteins. Óafur fyllir upp í það tómarúm sem Davíð Oddsson skyldi eftir sig í aðdraganda hrunsins. Þó hann hafi verið dubbaður upp í ritstjórastöðu Morgunblaðsins eru áhrif hans á þeim stóli ekki nema skugginn af þeim völdum sem hann hafði.
Því miður virðast allt of margir sem aðhyllast hægri flokkana vilja sjá sterkan mann við stjórnvölinn.
Hefur þessi stóri hópur gleymt hruninu, og aðdraganduanum: græðgisvæðingu þeirri sem Davíð, Dóri og Hannes Hólmsteinn áttu þátt í að koma af stað?
Nú verður haldið áfram að hengja krossa á þjófana. Fyrrum voru ræningjar krossfestir en nú eru þeir heiðraðir með krossum og áþekku fánýti.
![]() |
Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2012 | 00:13
Hvernig verður Ólafs forseta minnst í sögunni?
Margir samfagna Ólafi velgengni í yfirstandandi kosningum en byggist niðurstaðan á réttu mati á aðstæðum?
Enginn forseti hefur nokkru sinni fyrr klofið þjóðina í jafn afmarkaðar fylkingar og Ólafur Ragnar. Hann hefur tekið svari fjárglæframanna og útrásarvarganna. Hann hefur lagt stjórnarandstöðunni vopn í hendur til að grafa undan vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og gert henni mjög erfitt fyrir. Er hann ábyrgðarlaus valdafíkill sem vill leika sér lengur að valdinu í trássi við helming þjóðarinnar? Hinn helmingurinn virðist elska hann út af lífinu rétt eins og hann sé ímynd hins sterka manns í samfélaginu og fylli upp í tómarúmið sem Davíð Oddsson skildi eftir sig í Sjálfstæðisflokknum og landsmálunum. Vonin mikla hjá íhaldsmönnum í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum er bundin við áframhaldandi stuðning ÓRG að grafa undan vinstri stjórninni. Aðeins stigsmunur er á lýðræðinun og dulbúnu einræði Ólafs þegar hann setur 70% þingheims á hliðarlínuna þegar hann telur sig hafa meiri rétt á að stjórna landi og þjóð. Það gerðist í seinna Icesave málinu.
Pétur læknir á Akureyri orkti í þessu samhengi:
Að þjóðin Láfa færi fórn
finnst mér heldur meinlítið
af því næsta íhaldsstjórn
uppi situr með helvítið.
Heimurinn hefur oft átt í basli við sterka menn sem sýna andstæðingum sínum hörku og óbilgirni. Óskandi væri að við gætum dregið einhvern lærdóm af þeim hörmungum sem þessir sterku hafa leitt yfir land og þjóð. Nægir að nefna Napóléon, Hitler, Mússólíni og Stalín þó svo að þeir hafi verið öllu stórtækari í sínum myrkraverkum en aðrir minni spámenn.
Góðar stundir!
![]() |
Barátta byggð á ósannindum og níðrógi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2012 | 22:22
Á forseti að vera tilraunamaður með valdið?
Doktorsritgerð Ólafs Ragnars fjallar um þróun valds í íslenskri stjórnsýslu á árunum 1845-1918. Upphaf tímabilsins er frá hinu endurreisna Alþingi sem var ráðgefandi þing og endalog tímabilsins er fullveldi Íslands við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þessu tímabili þróaðist valdið frá tímum danskra yfirvalda og að viðurkenningu Dana fyrir sérstöðu landsins í vissum málum. Um mitt tímabilið fær landið stjórnarskrá og Alþingi fjárforráð. En valdinu eru sett viss mörk, m.a. með því fyrirkomulagi að þinginu er skipt í tvær malstofur og konungur hefur rétt að skipa helming þingmanna í efri deild. Þarna var mjög einkennilegt fyrirkomulag sem átti að tryggja forréttindi yfirstéttarinnar. Í upphafi tímabilsins voru einkum jarðeigendur sem höfðu kosningarétt og kjörgengi en smám saman er kosningaréttur útvíkkaður og stefnt að auknu lýðræði.
Ólafur Ragnar hefur brotið blað í sögu þings og þjóðar. Hann ákvað að taka af skarið ekki einu sinni heldur margsinnis að láta reyna á málskotsrétt forseta með því að neita undirritun laga og vísa máli í þjóðaratkvæði. Í fyrsta skipti beitti Davíð krók á móti bragði, í stað atkvæðagreiðslu ákvað Davíð Oddsson að leggja fram annað lagafrumvarp um sama efni mun mildara en það fyrra. Í bæði seinni skiptin ákvað Ólafur að leggja millilandasamning undir þjóðaratkvæði og mun það vera einsdæmi í lýðræðisríki að svo sé gert.
Með tilfinningaríkum málalengingum um táradal niðurlægingar íslensku þjóðarinnar tókst Ólafi að kljúfa þjóðina með og á móti. Aldrei var minnst á innihaldið og það sem máli skipti heldur voru einhver formsatriði látin ráða för. Þess má geta að forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus aðili rétt eins og ómálga barn sem kann að gera einhvað af sér.
Ólafur hefur breytt Bessastöðum í tilraunastofu hvernig unnt er að leika sér með valdið. Þó 70% þingmanna hafi viljað sýna skynsemi og ljúka Icesave málinu, þá tekst Ólafi öðru sinni að vekja tilfinningalega reiði gagnvart samningunum og nær að kolfella hann. Þó bendir allt til þess að á þeirri stundu hafi verið nægt fé til að greiða upp hverja einustu krónu í þessu skuldamáli og hefði það vissulega komið okkur vel í alla staði að leysa það í eitt skipti fyrir öll. En skammsýnin virðist hafa borið skynseminni ofurliði.
Ýmislegt bendir til að hluti þjóðarinnar vilji lifa í einhverjum furðulegum blekkingaheim þar sem unnt sé að hunsa allt og grafa í sandinn það sem þarf að leysa. Forsetinn hefur sýnt að hann lifir í allt öðrum heimi en flestir Íslendingar. Fyrir honum virðist gilda einu hvort hann taki ábyrgðarlausa ákvörðun eða ekki. Hann talar nokkuð frjálslega um hlutverk sitt sem n.k. öryggisventil sem virðist stundum eiga að virka en annars ekki. Sem dæmi má nefna að þessi öryggisventill virkaði ekki þegar bankarnir voru einkavæddir og hvorki þegar ákvörðun var tekin um Kárahnjúkavirkju né um stuðning tveggja manna um innrásarstríð í Írak. Voru mörg Evrópuríki sem tóku ekki afstöðu eins og Þýskaland sem var mjög lofsvert í alla staði.
Óskandi er að tilraunum um valdið ljúki sem fyrst á Bessastöðum. Forseti á ekki að vera stríðsherra sumra Íslendinga eins og hægri manna eins og fram hefur komið. Hann á ekki að vera í vasanum á auðmönnum sem leggja ofurkapp að eiga sinn forseta og vilja dubba upp á hann sem lengt og hafa við völd. Ætli ekki sé kominn tími á að breyta til og koma tilraunastofunni til hliðar en hafa forseta sem helst af öllu lætur sem minnst fyrir sér fara. Kannski það sé vænlegast til að sameina þjóðina eftir þær hremmingar sem núverandi forseti virðist hafa kappkostað með gjörðum sínum og athöfnum.
Góðar stundir en án Ólaf Ragnar sem forseta!
![]() |
Vilja draga úr umsvifum forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2012 | 12:55
Áróðursbragð íhaldsins
Í grein Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hagnaður útgerðarinnar hafi numið 51 milljarði króna 2010. Undanfarninn áratug hafi tekjuskattur útgerðarinnar numið um 1 milljarði árlega eða um 2% af rekstrarhagnaði útgerðarinnar 2010.
Margir útgerðarmenn falla í þá gryfju að kenna ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer í samfélaginu og tekur fulltrúi braskaranna í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson undir þá skoðun, sbr. viðtal við hann í hádegisfréttum RÚV núna rétt áðan.
Og viðtalið við forystusauð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum bendir til að hann er við sama heygarðshornið, steytir hnefana gegn ríkisstjórninni, segir upp rúmlega 40 manns og hyggst selja nýja veiðiskipið. Er þetta eitthvað sem þjóðin þarf að hafa áhyggjur af?
Nei, mjög líklegt að braskhugsunarhátturinn sem er landlægur meðal íhaldsmanna verði viðvarandi. Væntanlega verður stofnað nýtt útgerðarfélag kringum kaup og útgerð þessa skips í eigu sömu aðila til þess fallið að flækja reksturinn í hagræðingarskyni. Lengi vel var þekkt að útgerðin var rekin með reikningslegu tapi í áratugi, alla vega man eg ekki til annars á fyrri árum að nokkuð vit væri í útgerð sem rekin var með bullandi tapi uns kvótabraskið kom til sögunnar. Samt tókst útgerðarmönnum ætíð að berast mikið á og gátu sýnt veldi sitt og auð margsinnis.
Vitað er að útgerðin skuldar yfirleitt fremur lítið vegna skipa og annarra fjárfestinga utan kvótabrasksins. Skuldir útgerðarinnar eru fyrst og fremst vegna kvótakaupa en hverjir seldu? Eru brögð í tafli? Verið að fela gróðann?
Athygli vekur að forsvarsmenn stærsta útgerðarfyrirtækisins almenningshlutafélagsins HBGranda taka ekki þátt í þessari ómerkilegu rógsherferð gegn ríkisstjórninni. Á síðasta aðalfundi greindi Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður frá þessum málum og þó hann hafi dregið fram fremur dökka mynd af veiðileyfagjaldinu þá kom fram í máli hans skilningur gagnvart hugmyndum um það. Enda hefur ríkisstjórnin breytt og dregið allverulega í land frá upphaflegum hugmyndum.
En útgerðin mun halda áfram að sækja sjóinn af kappi hvað sem pólitík líður og færa áfram mikil aflaverðmæti að landi í þágu þjóðarinnar. Kvótinn er eign þjóðarinnar en ekki útgerðarmanna þó svo að honum hafi verið úthlutað af stórhuga stjórnmálamanni að því virðist vera til eignar á sínum tíma en hann hafði engar heimildir að afsala þjóðinni eign sem hann hafði ráðstöfunarrétt á. Réttur til kvóta á að vera afnotaréttur en ekki undirorpinn eignarrétti. Til þess skorti Halldór Ásgrímsson fullkomlega heimildir. Alla vega hefði verið rétt að bera undir þjóðaratkvæði hvort þjóðin væri samþykk að afsala eignarréttinum til kvótagreifanna. Því miður var kvótinn gerður að féþúfu sem stjórnmálamaður eins og Halldór ber fyrst og fremst ábyrgð á. Við hann er að sakast og krefja reiknisskil gjörða sinna.
Áróðursbragð nokkurra íhaldsmanna er eins og hvert annað vindhögg, klámhögg sem hittir fremur þá sem því beita.
Góðar stundir undir farsælli ríkisstjórn! Hún er á réttri leið út úr erfiðleikunum enda hagvöxtur óvíða jafnmikill og hér á landi þrátt fyrir allt svartarausið!
![]() |
Vinnslustöðin segir upp 41 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2012 | 07:51
Tónlistahúsið Harpa
Dapurlegt yrði ef fasteignagjöld af Hörp verði til þess að leggja starfsemi þess í dróma.
Nú eru heimildir í landslögum að fella niður fasteignagjöld af kirkjum, félagsheimilum á áþekkri starfsemi sem er öllum opin. Af hverju ekki tónlistarhúsum þó ekki væri nema að hluta?
![]() |
Hrakspár vegna Hörpu að rætast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2012 | 01:13
Skilningur Ara Trausta eðlilegastur
Getur forseti lagt sjálfstætt fram lagafrumvarp á þingi?
Sumir frabjóðendur telja svo vera aðrir að um sé að ræða tæknilegt atriði án þess að útlista það nánar.
Ari Trausti bendir réttilega á að forseti þurfi að vinna saman með forsætisráðherra og ríkisstjórn enda fara þessir aðilar saman með framkvæmdavaldið.
En löggjafarvaldið er formlega hjá forseta og þingi.
Ljóst er að forseti á skv. stjórnarskrá ekki sæti á Alþingi þó formlega séð setji hann þing og slíti því. Hann á ekki hvorki málfrelsi né atkvæðisrétt á þingi. Hvernig Andrea vill komast fram hjá þessu er ekki ljóst. Forseti verður ætíð að fá einhvern til þess að flytja mál sitt á þingi og fylgja því eftir.
Það málefni sem Andrea bendir á er góðra gjalda vert. Mikið hefur verið rætt um þessi mál og sitthvað hefur verið gert til að leiðrétta aftur í tímann sem aflaga fór en ekki allt. Þannig hefur t.d. ekki verið komið neitt á móts við þær tugi þúsunda Íslendinga sem töpuðu áratuga sparnaði sínum í formi hlutabréfa. Og ekkert hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir undanfara nýrra hruna. Af hverju má ekki koma í veg fyrir krosseignatengsl sem voru meginorsök bankahrunsins?
Því miður eru sumir allt of bundnir við fortíðina án þess að átta sig á því að við verðum að huga meir að framtíðinni en því liðna. Forseti á að sinna hlutverki sínu betur að leiða okkur fram hjá skerjunum og boðunum allt í kring en ekki vera sífellt að líta á hlutverk sitt sem n.k. aðila sem tekur til eftir aðra.
Þjóðaratkvæðið um Icesave er af þessum sama meiði. Þar var ákvörðun tekin meir af tilfinningarökum fremur en staðreyndum. Svo einkennilegt sem það nú er, þá mátti aldrei minnast á frystu innistæðurnar í vörslum Englandsbanka. Það átti að láta þær ganga upp í greiðslur en því miður voru það formsatriðin í þessum samningum sem urðu aðalatriðið.
Forsetinn er ábyrgðarlaus af embættisathöfnum sínum en á að hafa samvinnu með ríkisstjórninni eins og hún er skipuð á hverjum tíma. Hlutverk hans er ekki að vinna gegn henni eins og gerðist í Icesavemálinu. Enda einkenndist ákvörðun hans af fullkomnu ábyrgðarleysi og allt að því skilningsleysi á eðli þessarar deilu og starfsemi banka.
Góðar stundir!
![]() |
Andrea myndi leggja fram frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2012 | 09:17
Depurð dópsins
Eitt sinn var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem setti fram stefnuyfirlýsingu: Ísland án eiturlyfja 2000.
Frá því að sú yfirlýsing var sett fram hefur aldrei flætt jafnmikið inn af þessum hryllingi með skelfilegum afleiðingum.
Fyrir aldarfjórðungi ók eg um nokkurra ára skeið leigubifreið í Reykjavík. Mér fannst alveg nóg af depurð og vandræðum vegna brennivínsins en nú hefur eiturlyfjaneyslan bæst við. Sárafáir farþegar neyttu eiturlyfja á þessum árum og kappkostuðu að leyna neyslunni.
Sá stjórnmálaflokkur sem vildi eiturlyfjalaust Ísland um aldamótin er Framsóknarflokkurinn. Því miður var þetta mikilvæga markmið eins og hvert annað skrum til þess að afla atkvæða. Á meðan var unnið leynt og ljóst á þessum tíma að festa kvótakerfið í sessi sem var gert að féþúfu siðblindra fjársýslumanna og braskið komst á nýtt stig rétt eins og eiturlyfainnflutningurinn og neyslan með öllum þeim skelfingum sem fylgdu. Þá var eitt af uppáhaldsmálum Framsóknarflokksins á þessum tíma að undirbúa mikið ævintýri á Austurlandi sem á þeirra máli er nefnd uppbygging atvinnulífs. Um 30 fögrum fossum voru afmáðir, friðuð lönd og sérstök náttúra sömuleiðis í þeim tilgangi að byggja upp atvinnu fyrir nokkur hundruð manns. Þetta kostaði þenslu og sérstaklega hagstæð skilyrði fyrir braskara. Kosningasmali Halldórs Ásgrímssonar fékk jörðina Hól í Fljótsdal á vildarkjörum og er það tilviljun að stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar var reist í landi þeirrar jarðar?
Framsóknarmenn kunna sitt fag út í ystu æsar og meira en það. Þeir eru meira að segja það ósvífnir að nánast afneita ábyrgð sinni á kvótakerfinu, þenslunni, hruninu og öllu því sem af þessu öllu stafaði.
Og í höndunum á þeim flæddu eiturlyfin inn í landið en þúsundir kjósenda treystu Framsóknarflokknum að hann gerði eitthvað til að sporna við innflutningi eiturlyfja í landið og neyslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig brugðist mjög illa í þessum mikilvægu málum.
Nú er svo komið að eitt af meginverkefnum löggæslu í landinu er að hemja vandræðin sem af misnotkun eiturlyfja hafa í för með sér.
Já depurð dópsins er mikil. Framsóknarflokkurinn setti fram markmið sem því miður hafa endað með skelfingu. Kannski er einnig dapurlegt að þessi flokkur komist aftur og aftur upp með að setja fram yfirlýsingar til þess gerðar að efla völd sín og áhrif.
Meðan lögreglan er upptekin af afleiðingum depurð dópsins, er von að unnt sé að koma hratt og vel lögum yfir þá sem brutu lög og reglur á öðrum sviðum?
![]() |
Dópaður og braut rúðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2012 | 11:18
Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður
Í nánast öllum réttarríkjum eru lög um skoðanankannanir þar sem skýrar reglur eru um hverjum er heimilt að efna til skoðanakannanna, hvenær og hvernig þær fari fram.
Í mörgum skoðanakönnunum hérlendis eru hagsmunaaðilar sem efna til skoðanakannanna og oft misbrestur að aðferðin sé í samræmi við sanngirni og byggist á réttri og viðurkenndri aðferðafræði.
Þannig þarf að vera tryggt að þeir sem spurðir eru, séu ekki valdir fyrirfram t.d. ur hópi fólks sem vitað er haða skoðun þeir hafa á málefni. Þá er ekki sama hvernig spurt er en veiðandi spurningar eru ekki viðurkenndar. Með veiðandi spurningu er átt við að líklegasta svarið sé falið í spurningunni. Eg hefi t.d. verið spurður í skoðanankönnun þar sem eg vildi ekki gefa upp svar hvort líklegt væri að eg kysi Sjálfstæðisflokkinn!!!!
Spurning eins og þessi er með öllu á skjön við allar þær fræðilegu réttu aðferðir sem almennt eru viðurkenndar. Er furðulegt að þeir hagsmunaaðilar sem standa á bak við skoðanakönnun leyfi sér að setja fram spurningu sem þessa. Spyrillinn á að vera algjörlega hlutlaus og ekki hafa neina möguleika að fá einhverja niðurstöðu sem er þeim í hag sem vill styrkja sig.
Hér á landi er jafnvel verið að framkvæma skoðanakannanir misjafnlega vandaðar fram á síðasta dag. Hagsmunaaðili birtir hana einkum ef niðurstaðan er honum hagstæð annars kannski alls ekki!
Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður settur fram til að móta skoðanir og ákvörðun þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og eiga jafnvel erfitt með að taka ákvörðun á eigin spýtur.
Skoðanakannanir hafa því gríðarmikið áróðursgildi og skekkja oft val þeirra sem ekki hafa ákveðið sig.
Við lifum í landi þar sem fjármagnið og völdin hafa lengi átt samleið. Þeim hefur liðist margt en er ekki rétt að tryggja lýðræðið sem best og koma í veg fyrir misnotkun?
Þörf er á lögum um skoðanankannanir hér á landi eins og víðast er í réttarríkjum sem lengra eru komin í þróun lýðræðis en við.
Góðar stundir!
![]() |
Ólafur Ragnar heldur forystunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 244191
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar