4.9.2012 | 11:55
Agalaust samfélag
Ökukennsla er yfirleitt til mikillrar fyrirmyndar þar sem ökukennarar leggja áherslu á að aldrei sé brotin nein umferðarregla. Eins og lýst er í fréttinni þá veitist maður án nokkurs löglegs tilefnis að ökukennara sem er við störf sín og beitir hann fantabragði.
Mörg dæmi eru um að samfélagið okkar er meira og minna án nokkurs aga. Sumir líta á það sem frelsisskerðingu að fá ekki að gera það sem þeim sýnist. Þetta dæmi er ef til vill örlítið sýnishorn af því sem hefur veerið að þróast í samfélagi okkar.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók sér oft furðulegt vald til að leyfa uppivöðslusömum braskaralýð að gera það sem þeim sýndist. Bönkunum var stjórnað eins og spilavíti og saman við Kárahnjúkaævintýrið varð allt að martröð þjóðarinnar. Meira að segja innstu koppar í búri þáverandi ríkisstjórnar voru mjög nálægt æðstu braskarakokkunum í bankahruninu og sitja jafnvel enn á þingi.
Þá var umdeild stuðningsyfirlýsing við einkastríð Bush og Blair 2003 furðuleg í alla staði og stóð engan veginn nokkra reglu innan stjórnsýslu né stjórnarfarsréttar.
Gamalt orðatiltæki segir að frelsi eins endar þar sem nefið á næsta manni er. Það væri æskilegra að sem flestir læri að haga sér fremur til fyrirmyndar en skammar.
Góðar stundir!
![]() |
Veittist að prófdómara í ökuprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2012 | 11:41
Ábyrgðarleysi stjórnarandstöðu
Einkennilegt er að núverandi stjórnarandstaða virðist ekki gera sér grein fyrir alvöru þessa mikilsverða máls að styðja dyggilega að baki núverandi ríkisstjórn í samningum við Efnahagssamband Evrópu vegna makríldeilunnar. Svo virðist sem enginn átti sig á því að ríkisstjórnin er að reyna að ná smaningum fyrir alla þjóðina en ekki fyrir ríkisstjórnina eingöngu.
Í öllum landhelgisdeilum okkar stóð þjóðin að baki þeimstjórnvöldum sem vildu gera ítrustu kröfur. Þannig gerðu viðræðuaðilar sér grein fyrir því að öll þjóðin stóð að baki en ekki aðeins ríkisstjórnin. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan ríkisstjórnin fær ekki stuðning okkar allra í þessum samninbgum þá draga væntanlega viðræðuaðilar lappirnar enda engin hvatning að semja við aðila sem er sundraður.
Stjórnarandstæðan hefur sýnt þessu máli eindæma fálæti og kæruleysi. Á þeim bæjum virðist engin skilningur vera fyrir brýnustu þjóðþrifamálum þjóðarinnar. Þeir eru á móti öllu, hverju einasta máli og engu verður þokað.
Ríkisstjórnin á allt gott skilið það sem hún hefur gert vel. Mörg mistök hafa að vísu verið gerð, sum þeirra vegna þess að stjórnarandstaðan hefur ef til vill verið áhugalítil og ekki lagt neina áherslu á samvinnu eða samstarf af neinu tagi.
Og þá er bessastaðavaldið sérkapítuli út af fyrir sig. Spurning hvernig þingræðið verði áfram þróað á Íslandi með þennan afarumdeilda forseta áfram við völd sem líklegur er til að snúast á móti hverju þjóðþrifamáli á fætur öðru.
Góðar stundir!
![]() |
Telja samningaleiðina hafa brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2012 | 12:29
Rótin að vandanum
Allt skynsamlegt fólk vill friðsamlega sambúð, bæði milli einstaklinga, fjölskyldna og þjóða.
Því miður er friðarhreyfing og friðsamlegar lausnir sem eitur í huga þeirra hagsmunaafla sem viulja stuðla sem mest að tortryggni og koma í veg fyrir friðsamlegar lausnir. Þar eru hernaðarframleiðendur og sölumenn hergagna sem flestir hverjir tengjast Bandaríkjunum en USA er langumfangmesti vopnaframleiðandi heims í dag. Talið er að sala hergagna frá USA hafi numið yfir $80 milljörðum. Rússar sem komu næstir á eftir USA seldi fyrir tæpar $5 milljarða eða um 6% af veltu Bandaríkjanna. Aðrar hergagnaþjóðir eins og Kínverjar, Svíar og Þjóðverjar seldu enn minna.
Talið er að mest af vopnum fari til uppbyggingar herveldum kringum Ísrael og austur með Asíu. Er þar væntanlega arfur frá George Bush sem með flausturslegri innrás sinni í Írak hafi hlotist af fleiri vandræði en talin eru hafa verið leyst. Alla vega hefði ekki verið útilokað að koma Saddam Hussein frá völdum með mun ódýrarri aðferð, t.d. að styðja við bakið á Kúrdum sem lengi áttu í samskiptaerfiðleikum við þann vandræðamann.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á allt gott skilið en því miður virðast orð hans falla í grýttan farveg hjá þeim sem stýra mestu hergagnabröskurum heims.
Með ósk um friðsamlegri framtíð.
![]() |
Friður í fjársvelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2012 | 11:36
Mikilvægt að ná sáttum með samningum
Engin þjóð Evrópu er jafnháð fiskveiðum og Íslendingar.
Makríllinn er flökkustofn sem virðir engin mörk, heldur fer þangað sem nægt æti er í sjónum. Nú er hann byrjaður að gera sig heimankominn hér, meira að segja sagður byrja að hrygna og fjölga sér.
Makríllinn er mjög duglegur að eta nánast allt sem fyrir er. Þannig keppir hann við kríuna og lundann um sandsíli og varð líklega meginástæðan fyrir lökum árgöngum undanfarinna ára þar sem þessir fuglar fengu mikla samkeppni um fæðuna. Aðrir fuglar eins og súlan hefur tekið þessu fagnandi og hefur víða mátt sjá súluna veiða makríl sér til matar, jafnvel uppi við ströndina. Þannig hefi eg orðið vitni að því á ströndinni á Snæfellsnesi undanfarin sumur þar sem bæði súla sem háhyrningur hafa verið á makrílveiðum á ströndinni við Langaholt (Garða) á Snæfellsnesi.
Steingrímur J. og ráðuneytisfólkið hans er líklegt til að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið sé allt með felldu. Samningar ganga út á að aðilar gefi eitthvað eftir til að liðka fyrir samningum og sýna gagnaðila skilning á mismunandi sjónarmiðum. Þar er mikilvægt að allar mikilsverðar upplýsingar liggi fyrir.
Því miður er nú svo komið fyrir okkur Íslendingum að þeir sem hafa hæst og stýra umræðunni eru andstæðingar núverandi ríkisstjórnar. Þessum aðilum er mikilvægast að spilla sem mest fyrir, gera okkar menn tortryggilega og nýta hvert tækifæri til að auka óvinsældir ráðamanna.
Þetta eru aðilarnir sem tengjast hrunmönnum beint eða óbeint og eru jafnvel aðilar að þeim skuggalegu skúmaskotum. Núverandi ráðamenn komu hvergi nærri bankahruninu en hafa kappkostað að leiða þjóðina út úr erfiðleikunum og tekist það að verulegu leyti.
Betur hefði tekist til hefði andófið gegn Icesave lögunum ekki komið til. Aldrei stóð til að við Íslendingar borguðu eina einustu krónu nema öll útistandandi útlán gamla Landsbankans væru afskrifuð sem var mjög óraunhæft. Í stað þess að skoða allar hliðar þess máls gaumgæfilega var valin sú leið að draga umræðuna inn í dramatískan og tilfinningaríkan táradal eins og ekki væri nein önnur skynsamleg lausn til. Auðvitað er gert ráð fyrir í milliríkjasamningum þeim möguleika að allt fari á versta veg sem ekki hefur reynst raunin.
Hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave lögin á sínum tíma væru þessi mál nú úr sögunni. En það var áróðursgildið sem vakti fyrir andstæðingum ríkisstjórnarinnar og Ólafur öðlaðist þannig fylgi þriðjungs þjóðarinnar á vægast sagt mjög vafasömum forsendum.
Enn á eftir að leiða þessi Icesave mál til lykta og ekki er líklegt að sú leið verði hagkvæmari þjóðinni þegar öll kurl verða dregin til grafar. Þjóðin átti mest undir því komið að komast sem fyrst út úr erfiðleikunum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnaði til með skammsýnni einkavæðingu bankanna og að ógleymdri Kárahnjúkavirkjuninni sem varð önnur meginrót og forsenda brasksins mikla.
Eg hefi trú á að stjórnvöld okkar finni réttu leiðina til hagstæðra samninga.
Góðar stundir.
![]() |
Enginn samningur betri en slæmur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2012 | 08:33
Hvers vegna að skulda?
Því miður er það allt of algengt hjá Íslendingum að reisa sér hurðarás um öxl og geta ekki staðið undir neinum skyldum. Hvernig væri að innleiða betri hugsunarhátt: fremur spara en ekki eyða um efni fram?
Lengi vel eymdi sá hugsunarháttur að ekki borgaði sig að spara: spariféð gufaði upp enda höfum við verið með handónýtan gjaldmiðil frá stofnun Landsbanka Íslands 1886.
Ríki og sveitarfélög fara í innheimtumál eftir mjög vandaðri lagasetningu þar sem fara verður eftir mjög formlegum reglum. Innheimtan er því mjög formleg en þykir kannski sálarlaus.
Þingmanninum Ragnheiði sem eg þekki ekki nema af góðu einu, virðist hafa yfirsést innheimtuaðferðir mafíunnar og uppivörsluhópa sem kenna sig við allt mögulegt. Þar hefur verið beitt hnúum og hnefum, jafnvel líkamlegum þvingunum og meiðingum sem opinberum aðilum beita að sjálfsögðu aldrei.
Mér finnst að þingmenn mættu vanda betur umræðuna og fremur bæta skilning á nauðsyn innheimtu þess opinberra. Hvers vegna þarf að leggja á alla þessa skatta er jú að við gerum kröfur til þess sama opinbera að veita okkur góða og trausta þjónustu.
Best af öllu er að standa ætíð í skilum og stefna aldrei til óþarfa skulda. Skuldahalar hafa oft verið afleiðing bíræfinnar eyðslu og vafasamra fjárfestinga.
Hugsunarhátturinn: Við borgum ekki ætti ekki að vera í fyrirrúmi, fremur: Við viljum borga en ekki skulda.
Góðar stundir!
Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.
![]() |
Af hverju er ríkið alltaf harðasti innheimtuaðilinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2012 | 08:18
Skógur og Skógarfoss
Þegar einhver villist í íslenskum skógi ætti hann að standa upp var lengi sagt um upphaflegu kjarrskógana. Nú er loksins að vaxa upp almennilegur skógur og fólk fer af stasð í vandlætingu að hneykslast á ef skógur er allt í einu að vaxa og dafna.
Þeir sem sjá vaxandi skógi við Skóga og Skógarfoss ættu að líta fremur á rafmagnslínurnar: eru þær stikkfrí í umræðunni? Af hverju erum við að sætta okkur við rafmagnslínur í beinum æpandi línum en agnúust út í gróður jarðar?
Skógur við Skógarfoss á mjög vel saman. Það er ekki verið að eyðileggja fossinn á neinn hátt þó svo að birkiskógur vaxi við veginn.
Eiginlega ættu Íslendingar að læra að nýta sér kosti skógarins til yndis og skjóls. Við gætum náð margfalt betri árangri við ræktun korns og grass ef skjólskógar eru fyrir hendi. Það sannaði Klemens á Sámsstöðum á sínum tíma en fáir vildu hlusta á.
Við getum einnig hamið vindinn með öflugum skjólskógi á vindasömum stöðum t.d. undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, á Kjalarnesi og Hafnarmelm. Þá eru aðrir vindasamir staðir eins og í Öræfum og sums staðar á Suðausgturlandi eins og í Hamarsfirði fyrir vestan Djúpavog en þar sat eg með ferðahóp í gærdag tepptur vegna storms á þeim slóðum.
Það getur verið skiljanlegt að sýna vandlætingu en hún þarf að byggjast á skynsemi og hófsemi. Vandlæting getur farið út í fyllstu öfgar og skal ekki nein dæmi nefnd um slíkt enda blasa þau víða við í daglegu lífi.
Oft er kannski best að þegja en segja eins og segir í vísunni.
Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.
Góðar stundir!
![]() |
Skógur skyggir á Skógafoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2012 | 08:04
Samanburður við aðstæður á Íslandi
Í gærdag var eg veðurtepptur á Djúpavogi eftir hádegi. Í Hamarsfirði var stöðugur vindur nálægt 25 metrum á sekúndu en fór í hviðum yfir 40 metra á sekúndu.
Nú eru 3600 sek. í klukkutíma hverjum svo auðvelt er að bera saman vindhraða við stöðugan fellibylsvind í Bandaríkjunum. Þegar vindur er stöður 25 m/sek er hraði á klukkustund því 90 km á klukkutíma en hviður hafa farið nálægt fellibylshraða. Við sáum frá Bóndavörðunni við Djúpavog hvernig hafrótið í fjarska þeyttist hátt í loft upp og var tilkomumikið. Ferðahópurinn sem eg var með hafði aldrei lent í öðru eins stormi. Við lögðum af stað skömmu upp úr kl.18.00 þegar vindhviður voru komnar niður fyrir 30 metra og komust vestur í Suðursveit um hálfníu um kvöldið.
Eyðilegging er gríðarleg í Bandaríkjunum í þessum fellibyljum. Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á að byggja sterkbyggð hús sem þola bæði jarðskjálfta og vond veður. Með því drögum við úr hættu af völdum foks enda munu flestir sem verða fyrir meiðslum í Bandaríkjunum þegar hús eða húshlutar fjúka. Með strangri byggingarlöggjöf ætti að vera unnt að koma í veg fyrir stór áföll og undarlegt að svo sé ekki gert þar vestra.
Staddur á Smyrlabjörgum
Góðar stundir!
![]() |
Ísak stefnir á New Orleans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2012 | 21:22
Germönsk arfleifð
Þingin á Íslandi er germanskur arfur frá miðöldum. Sitt hvað hefur verið rannsakað, sumt lítið, annað meira en sennilega flest sama og ekkert.
Germanir héldu þing víðast hvar. Þar kom klanið eða fulltrúar ættbálksins saman. Fyrirkomulagið á Íslandi var að landinu var skipt milli 36 goða og skipuðu 3 goðar sérstakt héraðsþing. Síðar var bætt við þremur goðorðum á Norðurlandi þar sem þeim landsfjórðung verður eðlilega ekki skipt landfræðilega með öðrum hætti en að þar væru 4 héraðsþing.
Þýski réttarsöguprófessorinn Konrad Maurer (1820-1902) var einn merkasti fræðimaðurinn sem rannsakaði þessi mál. Hann var prófessor við háskólann í München í Bæjaralandi, nam íslensku í Kaupmannahöfn veturinn 1857-58 og kom þá um vorið til landsins og ferðaðist víða. Hann ritaði dagbók og vann úr henni afarmerka ferðabók sem kom út að forlagi Ferðafélags Íslands fyrir um hálfum öðrum áratug. Er það ein merkasta heimild um Ísland og Íslendinga frá 19. öld.
Þess má geta að Konráð þessi fékk fyrstur manna viðurnefnið Íslandsvinur en þann titil hafa síðan ýmsir hlotið oft af litlu sem engu tilefni.
Það er fagnaðarefni að þessir gömlu þingstaðir verði rannsakaðir gaumgæfilega með nýjustu tækni og vísindum. Vel fer að erlendir aðilar komi einnig við sögu enda eru rannsóknir þessar bæði dýrar og umfangsmiklar.
Góðar stundir!
![]() |
Fornir þingstaðir rannsakaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2012 | 18:43
Einu sinni var skrifborðsskúffa....
Já einu sinni var ein skúffan í skrifborði Vilhjálms Þórs bankastjóra Landsbankans merkt Seðlabanki. Á dögum Vilhjálms hefur skúffuna sjálfsagt dreymt um að verða stór þegar ár og dagar líða. Nú er skúffan að tarna orðin að risabákni, nokkurs konar finngálkni sem minnir einna mest á dreka einn mikinn og ófrýnilegan sem hefur örlög þjóðarinnar meira og minna í höndum sér.
Því miður virðist Parkinsonlögmálið hafa sannað sig í þróun skúffunnar. Sennilega hefði verið betra að skúffubankinn hefði átt að vera áfram eins og hver önnur skúffa en ekki eitthvert bákn sem hefur örlög heillrar þjóðar í hendi sér.
Meðan Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri var hann sagður vera valdamesti maður landsins. Ekki var nóg að hann væri seðlabankastjóri, hann var formaður stóriðjunefndar sem leiddi þjóðina inna á stóriðjustefnuna og hann var stjórnarformaður Landsvirkjunar þar sem virkjanastefnan var mótuð m.a. gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Nú vil eg ekki fullyrða neitt án þess að hafa vandlega athugað þessi mál í þaula hvort þetta hafi verið rétt stefna. Hins vegar er mjög óeðlilegt að svo mikil völd hafi verið samankomin hjá einum og sama manninum.
Spurning er hvort Ólafur Ragnar hafi skákað Jóhannesi sem valdamesti maður landsins. Með seinni neitun sinni á Icesave lögunum greip Ólafur Ragnar fram fyrir þingræðið í landinu, 70% þingheims. Var Ólafur Ragnar þar með að brjóta niður þingræðið og gerast þar með valdamesti maður landsins?
Var þetta meginglæpur gagnvart þinginu og þjóðinni?
Góðar stundir!
![]() |
Rekstrarkostnaður Seðlabankans hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2012 | 13:12
Verkefni fyrir skákáhugamenn
Frægt er þegar Íslendingar buðu Robert Fischer dvalarleyfi og ríkisfang. Spurning er hvort við gætum ekki boðið Spasskí sömu kjör enda varð Fischer aldrei heimsfrægur án Spasskís.
Ömurlegt er að lesa hvernig Frakkar virðast hafa farið illa með þennan fósturson sinn. Við hefðum líklega getað gert betur en þeir.
![]() |
Ég var smám saman að deyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar