9.9.2012 | 12:28
Gustar á þingi
Ekki er fyrir nema sterk bein og mikið úthald að sitja á þingi. Þar takast oft á ólík sjónarmið.
Eftir bankahrunið eftir eitt léttlyndasta stjórnartímabil Sjálfstæðisflokksins blasti við harkaleg lending eftir umdeilda ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Við bættist að allir bankarnir fóru tæknilega á hausinn og við blasti gríðarlegir erfiðleikar. Þrátt fyrir allt hefur vinstri stjórninni tekist að rétta þjóðarskútuna af þannig að nú siglir hún jafnvel betur og öruggar en áður.
Og það var gert án þess að meiri einkavæðing varð! Þetta er eitt merkasta afreksverk ríkisstjórnarinnar og mættu landsmenn lesa pistil Jóns Steinssonar í Fréttablaðinu s.l. fimmtudag þar sem hann vekur athygli á hve vinsældir núverandi ríkisstjórnar virðast vera fremur litlar miðað við þann árangur sem við blasir.
Nú eru breytingar á þingliði Sjálfstæðisflokksins þegar Ólöf Nordal ákveður að yfirgefa þingsamkomuna. Hún hefur verið einn mesti talsmaður aukins áliðnaðar á Íslandi sem er mjög umdeilanlegt. Hún er jú gift fyrrum álforstjóra Alkóa á Íslandi sem nú tekur á sig aukin og meiri verkefni erlendis.
Áliðnaður er vægast sagt mjög umdeildur. Sérstaklega þegar haft er í huga að um 75-80% af raforkuframleiðslu landsins fer í eþssa starfsemi. Nú eru Bandaríkjamenn að vakna til lífsins með endurvinnslu og má á næstu árum að hlutfall endurunnins áls fari hraðvaxandi í BNA. Það magn sem nú er urðað, er meira en sem nemur framleiðslu allra álbræðslna á Norðurlöndunum og jafnvel víðar! Má rétt geta sér nærri að öll álver sem ekki skila eigendum sínum nægan arð, verði lokað.
Um það leyti sem Alkóa hóf starfsemi á Reyðarfirði, lauk starfsemi 2ja álbræðslna sama fyrirtækis á Ítalíu. Þá urðu mikil mótmæli og mikill grátur hófst þar syðra.
Hvenær kemur að álbræðslunum á Íslandi skal ósagt látið. Sú stund getur runnið upp að rekstur álbræðslu á Íslandi svari ekki kostnaði. Þá er allt tal um aukinn áliðnað eins og hvert annað hjóm.
Þingkonunni Ólöfu er óskað góðrar ferðar. Verst er að þau hjónin geti ekki tekið álstassjónina með sér enda hefur álbræðsla þessi haft mikil ruðningsáhrif á Austurlandi og skilið marga aðra starfsemi í dróma og vandræðum.
Góðar stundir!
![]() |
Skilur vel ákvörðun Ólafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2012 | 12:08
Eitt furðulegasta mál sinnar tegundar
Hvernig gat það verið að erlendur braskari eignaðist reiturnar úr Geysi Green Energy?
Það fyrirtæki virðist hafa verið stofnað af einum mesta braskara landsins í þeim eina tilgangi að hafa fé af litlu hluthöfunum og sýna þeim langt nef.
Geysir Green var stofnað með miklum látum. Það keypti af almenningshlutafélaginu Atorku Jarðboranir sem var bæði trtaust og vel rekið fyrirtæki og ein verðmætasta eign sem litlir hluthafar gátu átt. En allt var rænt í skjóli myrkurs og litlu hluthafarnir rúnir inn að skinninu.
Var GGE undirbúningur að koma eignum litlu hluthafanna og aðgangi að mikilvægum orkulindum undir erlend yfirráð?
Sá erlendi braskari sem stýrt hefur þessa Magma fyrirtæki hefur bæði leynt og ljóst sýnt að hann hafi haft fjöldann af samstarfsmönnum sínum innlendum sem erlendum sem sýnt hafa rekstri hans sérstakan skilning.
Magma málið er mikið hneykslismál og er ekki auðvelt að finna aðra hliðstæðu.
Til þess að koma í veg fyrir brask og misneytingu valds í hlutafélögum er að setja í hlutafélagalögin ákvæði sem takmarkar atkvæðisrétt á hluthafafundum. Þar þarf að vera skýrt kveðið á um a.m.k. tvö skilyrði fyrir atkvæðisrétti:
1. Að hlutafé fyrir hlutinn hafi raunverulega greiddur til hlutafélagsins.
2. Að hlutafé sé ekki veðsett og svo hafi verið undanfarna 24, 36, 48 o.s.frv. almanaksmánuði. Um þetta má sjálfsagt rífast einhverjar vikur eða mánuði á Alþingi.
Varðandi fyrra skilyrðið þá hefði aldrei komið til að Bakkabræður næðu meirihluta í Exista, stærsta tryggingafélagi landsmanna. Þeir komu með hlutafé sem nam 50 milljörðum inn í Exista án þess að ein einasta króna væri greidd til félagsins!! Í framhaldi buðu þeir öðrum hluthöfum kaup á hlutafé gegn 2 aurum fyrir hverja krónu nafnverðs!!! Líklegt er að þarna sé ekki aðeins Íslandsmet heldur heimsmet í afskriftum um hlutafé.
Íslenskur hlutafélagamarkaður er mjög brothættur eftir bankahrunið.
Þar þarf víða að taka til,setja skýrar og sanngjarnar reglur en ekki láta hrægammana hafa öll ráð.
Magma hneykslið þarf að skoða í kjölinn. Hverjir nutu góðs af því að litlu hluthafarnir í Atorku töpuðu öllu sínu sparifé?
![]() |
Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2012 | 17:12
Hermangið byrjaði mun fyrr
Styrmir fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins telur að umdeild viðskipti hafi hafist 1998 varðandi braskið kringum Kögun.
Þess má geta að spillingin byrjaði með komu hersins og reyndu ýmsir að auðgast verulega.
Þannig var m.a. að þekktur athafnamaður í Keflavík sem var verkstjóri hjá hernum með alla ættina sína, lifandi sem dauða, meira og minna á launaskrá hjá hernum. Ýmsir auðguðust á ævintýralegan hátt og beisinn varð brátt vettvangur furðulegra athafna.
Einna þekktast varð angi af svonefndu Olíumáli. Olíufélagið Esso í eigu Framsóknarmanna hafði mjög náin samskipti við ameríska herinn. Þessi samskipti gengu út á að innflutningur á olíu og olíuvörum var meira og minna undir sömu hendi. Því var komið í kring að olíuloki á geymum Varnarliðsins var unnt að opna og tappa olíu á geyma Olíufélagsins án þess að nokkur yrði var við neitt. Herinn borgaði brúsann. En upp komst þegar innflutningur og sala stóðst ekki á og við rannsókn málsins höfðu forsvarsmenn Olíufélagsins útbúið nótur.
Þetta faktúrufölsunarmál varð eitt af mörgum málum sem upp komumst. Merkilegt er að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn voru margir hverjir flæktir í ansi gróf mál. Þar voru prettir uppi og allt gert til þess að auðga sjálfa sig.
Saga spillingarinnar á Íslandi hefur tekið á sig margar myndir. Sumt er löngu fyrnt meðan annað er enn í gangi. Kögunarmálið virðist enn vera á ferðinni þar sem einn einstaklingur virðist hafa náð undirtökum í þessu fyrirtæki sem veltir gríðarlegu fé.
Og formaður Framsóknarflokksins tengist þessu glæfrafyrirtæki traustum böndum.
Góðar stundir en án spillingaraflanna!
![]() |
Gunnlaugur ekki beðinn afsökunar að sögn Styrmis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 23:24
Hvaðan voru víkingarnir?
Víkingaöld er tímabilið 800-1000 gjarnan nefnt í sögu Evrópu.
Þessi ribbaldalýður sem olli miklum vandræðum á Bretlandseyjum, Normandí og ströndum Vestur - Evrópu kom frá héruðunum suður af núverandi höfuðborg Noregs, Óslóarfirði.
Fyrrum hét fjörður þessi Víkin og þar af var þessi vandræðalýður nefndur og kallaðist víkingar.
Sjálfsagt eimir eitthvað af góðum vísbendingum um þennan forna ribbaldahátt í sögubókum eins og Íslendingasögum. En þess ber að geta að þær eru flestar færðar í letur þegar nokkuð er um liðið að þessi skelfilegi ribbaldatími var liðinn. Þó var Sturlungaöldin síðara blómaskeið ribbaldanna sem töldu sér allt heimilt. Jafnvel að taka með sér bændasyni og egna þeim í sinni þágu í grimmúðleg vígaferli á borð við Örlygsstaðabardag þar sem tugir manna voru vegnir og hundruðir særðir.
Ofbeldi á sér enga málssvara og er gott til þess að vita að þessar gömlu frásagnir eru greindar til þess að fá betri skilning á þessum hroðalegu voðaverkum.
Góðar stundir!
![]() |
Víkingarnir illa liðnir heima fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 19:03
Fyrsti tunglfarinn?
Spurning er hvort þessi maður hafi nokkurn tíma stigið fæti á tungli og nokkur eftir hann. Af hverju hafa tunglferðir lagst af eftir nálægt 40 ár fyrst þær áttu að hafa tekist 1969?
Það ár var einn umdeildasti forseti USA Richard Nixon við völd sem lét sér ekkert ómögulegt. Á þessum árum var umdeilt stríð í Víetnam og sami forseti beitti sér fyrir vægast sagt mjög sóðalegri byltingu í Chile 1973.
Sagt er að mjög fær kvikmyndaleiksstjóri, Steven Spielberg hafi verið fenginn til að sviðsetja tunglheimsóknina sumarið 1969. honum hafi yfirsést nokkur atriði. T.d. þykir tortryggilegt að birta skuli hafi komið úr tveim gagnstæðum áttu eins og ljóskösturum hafi verið beitt til að ná sem ákjósanlegustu myndum af afrekinu mikla.
Richard Nixon var einhver umdeildasti og furðulegasti forseti BNA sögunnar og spurning er enn hvaða umdeildu ákvarðanir hann hafi tekið á embættisferli sínum. En eitt er víst: Áróðurstríð gegn Rússum stóð sem hæst og mikilvægt að auglýsa sem mest ágæti BNA.
Eg vil taka fram að BNA er í mörgum atvikum fyrirmyndarríki. En það truflar mig þegar sífellt er verið að vísa til mannréttinda í því ríki þegar hugmyndir koma fram um að takmarka byssueign. Það er eins og það teljist til mannréttinda að fá að skjóta fyrst en spyrja svo.
Við megum auk þess minnast þess að ekkert ríki heims er tengt jafnmikið hernaðartækjasölu og BNA. Talið er að sala þeirra um þessar mundir sé um 75% af allri vopnasölu heims í dag. Hagsmunir hernaðartækjabraskara er því gríðarmikill og er miður.
Af hverju taka Bandaríkjamenn ekki betur þátt í flóttamannavandanum sem fyrst og fremst bitnar á ríkjum Evrópu?
Góðar stundir!
![]() |
Armstrong borinn til votrar grafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 18:40
Auðvitað viljum við rækta góð tengsl
Sjálfsagt er að rækta góð tengsl en án hernaðarumsvifa.
Herstöðin Ísland var furðulegt fyrirbæri á dögum Kalda stríðsins. Svo virðist sem hagsmunir vissra hagsmunaafla hér á landi að hafa herstöðina, hafi verið fyrst og fremst verið fjárhagslegir enda herstöðin rót mikillrar fjármálaspillingar sem tengdust Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki á sínum tíma. Eina leifin af þeirri starfsemi tengist Gunnlaugi fyrrum alþingismanni og aðaleigenda í fyrirtækinu Kögun og nú er í umdeildum málaferlum við blaðamann.
Við eigum að huga að framtíðinni: Herlaust land er staðreynd síðan 2003 sem sýnir og sannar að við getum búið hér í friði og spekt við allar þjóðir. En eigum við ekki að vera varkár smáþjóð: Kínverjar eru t.d. að byggja upp gríðarmikið flotaveldi. Þeir hafa verið að koma sér fyrir á þessari eyju. Þeir hafa viðskiptahagsmuni, hafa keypt Járnblendisverksmiðjuna af Norðmönnum og eru með mjög fjölmennt sendiráð hér á landi. Sagt er að í því sé jafnvel fjölmennara sendisveit en sem tengist Bandaríkjamönnum og Rússum sameiginlega.
Við eigum að tengjast í náinni framtíð betur þeim þjóðum sem standa okkur sem næst í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. En umfram allt:
Friðsamleg samskipti við alla sem vilja hafa þann háttinn á!
Góðar stundir!
![]() |
Nauðsynlegt að loka herstöðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 18:08
Merk saga
Ferðaþjónustan á sér fjölbreytta og merka sögu.
Lengi vel voru hestar aðalfaraskjótinn og mjög oft voru kirkjur gististaðir erlendra ferðamanna meðan á ferðum þeirra var hér um landið. Gististaðir voru engir fyrr en um um 1880 þegar fyrsti vísirinn kemur fram.
Fjöldaferðamennska hefst sumarið 1905 þegar þýska Hapag skipafélagið sendir 2 skip til Íslands með milli 700 og 800 ferðamenn. Þetta skipafélag hóf fyrst skipulagðar siglingar til Suðurlanda 1890 og sló sú hugmynd strax í gegn.
Fyrir nær 20 árum hóf eg að skoða þessa sögu en eg lauk prófi frá Leiðsöguskóla Íslands vorið 1992. Eigi hefi ekki orðið var við mikinn áhuga af þessari sögu fram að þessu. Það er því gleðiefni að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ákveðið að hefja skrif á sögu ferðaþjónustunnar sem er mjög forvitnileg í alla staði.
Góðar stundir.
![]() |
Skrifa sögu ferðaþjónustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2012 | 11:34
Rökleysa þingmannsins
Í fréttinni segir:
Í niðurlagi greinarinnar spyr Birgir: Hvað er orðið um sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjórninni þegar bankastjórinn stýrir stefnumótunarvinnu fyrir stjórnina í einu viðkvæmasta og umdeildasta álitamáli íslenskra stjórnmála?
Fram kemur að seðlabankastjóri er formaður viðræðunefndarinnar. Ætli honum sé ekki manna best treystandi að gæta hagsmuna þjóðarinnar og þar með bankans einnig?
Grein Birgis Ármannssonar eru vangaveltur byggðar meira og minna á rökþrotum. Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum, núna síðast eftir að þingflokksformaðurinn var settur af og fulltrúi braskaranna settur inn.
Sennuilega er eina sem máli virðist skipta að braskið geti haldið áfram á kostnað okkar hinna.
Góðar stundir en án leiðsagnar Sjálfstæðisflokksins.
Mosi
![]() |
Gjaldmiðill og sjálfstæði Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2012 | 10:06
Fulltrúi svartasta íhaldsins
Jón Gunnarsson hefur lengi verið iðinn við að túlka skoðanir og sjónarmið svartasta íhaldsins á Íslandi.
Hann virðist ekki átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá því braskarar stýrðu landinu og nú þegar völd þeirra hafa verið skorin verulega niður.
Jón vill greinilega vera talsmaður úr myrkasta skoti samfélagsins þar sem afturhaldsöflin eru.
Að tala um blekkingar núverandi ríkisstjórnar ætti hann að skoða betur þann blekkingarleik sem viðgekkst varðandi einkavæðingukvótans og bankanna. Kárahnjúkabilunin magnaði upp braskið í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með allt of hátt skráðri krónu. Svo hrundi spilaborg blekkinganna miklu.
Góðar stundir en án leiðsagnar Jóns Gunnarssonar!
![]() |
Ár hinna glötuðu tækifæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2012 | 12:32
Upplausn í Sjálfstæðisflokknum?
Mikið virðist hafa gengið á í Walhöllu höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að þar virðist ekki vera samhugur um nokkurn skapaðan hlut enda hafa ýmsir þingmenn hanns vægast sagt skrautlegan feril að baki. Sumir hafa tengst fjármálabraski, aðrir grunaðir um ansi frjálslega aðkomu að bankahruninu og a.m.k. einn með refsidóm að baki.
Hér virðist vera tilraun um að stilla upp liðinu á nýjan leik í aðdraganda kosninga að vori. Hvort hún takist eða að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi af sviðinu í þeirri mynd sem hann er nú í, skal ósagt látið.
Sjálfstæðisflokkurinn er upphaflega samruni tveggja flokka: Íhaldsflokks Jón Þorlákssonar og Borgaraflokksins sem þótti fremur veigalítill á sínum tíma.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru einstaklingar sem hafa reynst vel einkum þeir sem hafa komið við sögu sveitarstjórnarmála. Aðrir hafa mun þrengri og afmarkaðri reynslu í stjórnmálum, kannski meira af fjármálum og þar með vafasömu braski.
Góðar stundir.
![]() |
Illugi aftur þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 244189
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar