Auðvitað viljum við rækta góð tengsl

Sjálfsagt er að rækta góð tengsl en án hernaðarumsvifa.

Herstöðin Ísland var furðulegt fyrirbæri á dögum Kalda stríðsins. Svo virðist sem hagsmunir vissra hagsmunaafla hér á landi að hafa herstöðina, hafi verið fyrst og fremst verið fjárhagslegir enda herstöðin rót mikillrar fjármálaspillingar sem tengdust Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki á sínum tíma. Eina leifin af þeirri starfsemi tengist Gunnlaugi fyrrum alþingismanni og aðaleigenda í fyrirtækinu Kögun og nú er í umdeildum málaferlum við blaðamann.

Við eigum að huga að framtíðinni: Herlaust land er staðreynd síðan 2003 sem sýnir og sannar að við getum búið hér í friði og spekt við allar þjóðir. En eigum við ekki að vera varkár smáþjóð: Kínverjar eru t.d. að byggja upp gríðarmikið flotaveldi. Þeir hafa verið að koma sér fyrir á þessari eyju. Þeir hafa viðskiptahagsmuni, hafa keypt Járnblendisverksmiðjuna af Norðmönnum og eru með mjög fjölmennt sendiráð hér á landi. Sagt er að í því sé jafnvel fjölmennara sendisveit en sem tengist Bandaríkjamönnum og Rússum sameiginlega.

Við eigum að tengjast í náinni framtíð betur þeim þjóðum sem standa okkur sem næst í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. En umfram allt:

Friðsamleg samskipti við alla sem vilja hafa þann háttinn á!

Góðar stundir!


mbl.is Nauðsynlegt að loka herstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

,,Herlaust land er staðreynd síðan 2003" ? Ha ?

Börkur Hrólfsson, 7.9.2012 kl. 19:16

2 identicon

America, america, http://www.youtube.com/watch?v=lyHSjv9gxlE

Sumir íslendingar ættu einfaldlega bara að flytja til Ameríku fyrst söknuðurinn er svona sár.  Allt á uppleið í ameríku um þessar mundir.

Jonsi (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 22:18

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Börkur: jú ætli það ekki svona nokkurn veginn?

Sem Íslendingur af friðsamari sortinni skil eg eingann veginn að hingað þurfi að senda herflugvélar og nokkra tugi ef ekki hundruð herþræla.

Að mínu viti gera kríurnar nákvæmlega sama gagn. Meðan kríurnar koma hingað þarf ekkert varnarlið!

Joni: Kannski að braskaralýðurinn ætti að athuga sinn gang. Þeir eru alla vega ekki í rétta landinu um þessar mundir enda engan „hermangs-bisness“ hér að ræða.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband