Eitt furðulegasta mál sinnar tegundar

Hvernig gat það verið að erlendur braskari eignaðist reiturnar úr Geysi Green Energy?

Það fyrirtæki virðist hafa verið stofnað af einum mesta braskara landsins í þeim eina tilgangi að hafa fé af litlu hluthöfunum og sýna þeim langt nef.

Geysir Green var stofnað með miklum látum. Það keypti af almenningshlutafélaginu Atorku Jarðboranir sem var bæði trtaust og vel rekið fyrirtæki og ein verðmætasta eign sem litlir hluthafar gátu átt. En allt var rænt í skjóli myrkurs og litlu hluthafarnir rúnir inn að skinninu.

Var GGE undirbúningur að koma eignum litlu hluthafanna og aðgangi að mikilvægum orkulindum undir erlend yfirráð?

Sá erlendi braskari sem stýrt hefur þessa Magma fyrirtæki hefur bæði leynt og ljóst sýnt að hann hafi haft fjöldann af samstarfsmönnum sínum innlendum sem erlendum sem sýnt hafa rekstri hans sérstakan skilning.

Magma málið er mikið hneykslismál og er ekki auðvelt að finna aðra hliðstæðu.

Til þess að koma í veg fyrir brask og misneytingu valds í hlutafélögum er að setja í hlutafélagalögin ákvæði sem takmarkar atkvæðisrétt á hluthafafundum. Þar þarf að vera skýrt kveðið á um a.m.k. tvö skilyrði fyrir atkvæðisrétti:

1. Að hlutafé fyrir hlutinn hafi raunverulega greiddur til hlutafélagsins.

2. Að hlutafé sé ekki veðsett og svo hafi verið undanfarna 24, 36, 48 o.s.frv. almanaksmánuði. Um þetta má sjálfsagt rífast einhverjar vikur eða mánuði á Alþingi.

Varðandi fyrra skilyrðið þá hefði aldrei komið til að Bakkabræður næðu meirihluta í Exista, stærsta tryggingafélagi landsmanna. Þeir komu með hlutafé sem nam 50 milljörðum inn í Exista án þess að ein einasta króna væri greidd til félagsins!! Í framhaldi buðu þeir öðrum hluthöfum kaup á hlutafé gegn 2 aurum fyrir hverja krónu nafnverðs!!! Líklegt er að þarna sé ekki aðeins Íslandsmet heldur heimsmet í afskriftum um hlutafé.

Íslenskur hlutafélagamarkaður er mjög brothættur eftir bankahrunið.

Þar þarf víða að taka til,setja skýrar og sanngjarnar reglur en ekki láta hrægammana hafa öll ráð.

Magma hneykslið þarf að skoða í kjölinn. Hverjir nutu góðs af því að litlu hluthafarnir í Atorku töpuðu öllu sínu sparifé?


mbl.is Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband