Agalaust samfélag

Ökukennsla er yfirleitt til mikillrar fyrirmyndar þar sem ökukennarar leggja áherslu á að aldrei sé brotin nein umferðarregla. Eins og lýst er í fréttinni þá veitist maður án nokkurs löglegs tilefnis að ökukennara sem er við störf sín og beitir hann fantabragði.

Mörg dæmi eru um að samfélagið okkar er meira og minna án nokkurs aga. Sumir líta á það sem frelsisskerðingu að fá ekki að gera það sem þeim sýnist. Þetta dæmi er ef til vill örlítið sýnishorn af því sem hefur veerið að þróast í samfélagi okkar.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók sér oft furðulegt vald til að leyfa uppivöðslusömum braskaralýð að gera það sem þeim sýndist. Bönkunum var stjórnað eins og spilavíti og saman við Kárahnjúkaævintýrið varð allt að martröð þjóðarinnar. Meira að segja innstu koppar í búri þáverandi ríkisstjórnar voru mjög nálægt æðstu braskarakokkunum í bankahruninu og sitja jafnvel enn á þingi.

Þá var umdeild stuðningsyfirlýsing við einkastríð Bush og Blair 2003 furðuleg í alla staði og stóð engan veginn nokkra reglu innan stjórnsýslu né stjórnarfarsréttar.

Gamalt orðatiltæki segir að frelsi eins endar þar sem nefið á næsta manni er. Það væri æskilegra að sem flestir læri að haga sér fremur til fyrirmyndar en skammar.

Góðar stundir!


mbl.is Veittist að prófdómara í ökuprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég sé nú ekki hvernig bankahrunið, Kárahnjúkar og Íraksstríðið tengist þessum atburði og því hvernig komið er fram við ökukennara í starfi.  Langt þykir mér seilst ef þetta er Davíð Oddsyni að kenna :)

Í mínum huga afsakar ekkert svona hegðun eins og þessi maður sýndi af sér gagnvart ökukennara og ökumenn sem uppvísir verða af svona hegðun eða sýna merktum ökukennslubifreiðum óeðlilegt tillitsleysi og geta með hegðun sinni jafnvel orðið valdir að slysum, á einfaldlega að sekta með háum sektum og jafnvel svipta ökuréttindum.    Mér sýnist t.d. á fréttinni að þessi maður sem réðst á ökukennarann hafi þurft sennilega meira á ökukennslu að halda heldur en sá saklausi nemandi sem var að taka ökuprófið.

Jón Óskarsson, 4.9.2012 kl. 13:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón: Pistill minn fjallar um agaleysi og þetta er allt af sama meiði.

Hvet þig að skoða betur sem skrifað er.

Agaleysi er mjög víða og eftir höfðinu dansa limirnir.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2012 kl. 09:57

3 identicon

Ég er þessi ökumaður sem um ræðir og vil ég leiðrétta nokkur atriði:

Ég er að koma akandi úr Grafarholti og verð var var við hvíta subaru bifreið sem er stopp á gatnamótum við hálsabraut og var á leið niður hálsabraut. Þetta eru sirka 300+ metrar á milli mín og bifreiðarinnar þegar ég kem auga á hana fyrst

Fljótlega eftir að ég sé bílinn blikka ég ljósunum en bifreiðin hreyfist ekki. Þegar ég kem upp að bílnum flauta ég á hann en eiginlega á sama tíma kem ég auga á litla aukaspegla sem segja mér að þetta sér ökukennslu eða prófbifreið. Þess má geta að það var lítil umferð niður Hálsabraut og því nægur tími tilað aka af stað. En allavega, þegar ég sé aukaspeglana og var búinn að flauta þá fýkur hleypur þónokkur pirringur í mig. Elti ég bílinn niður að Frumherja þar sem hann leggur í stæði og ég legg þar við hliðina. Drep á bílnum hjá mér og bíð eftir því að nemandinn og prófdómarinn stígi út úr bílnum sem og þeir gera eftir smá stund.

Kalla ég þá til dómarans og bið hann að tala við mig. Býð honum góðan daginn og spyr hann síðan hverju það sæti að bíllinn sé ekki merktur. Svarar hann því á þá leið að þar sem nemandinn sé búinn að ljúka kennslu þá megi hann ekki vera á merktum bíl í prófi. Læt ég mér það svar duga þar sem ég vet ekki betur um það mál. Spyr þá dómarinn af hverju ég spyrji og lýsi ég því sem ég er búinn að vera að skrifa hér fyrir ofan. Og bæti svo við að það sé hans skylda að láta nemandann tefja ekki umferð að óþörfu þótt hann sé í prófi. Svarar dómarinn á þá leið að ég viti ekki hvað hann sé búinn að skrifa niður. Mitt svar við því var að það skipti ekki máli heldur á hann að koma bílstjóranum af stað og síðan gefur dómarinn mínusstig eftir hvað á við hverju sinni. Það eru nú einu sinni umferðarreglur sem segja það að það eigi ekki að tefja umferð að óþörfu og prófdómarar njóta EKKI neinna forréttinda þar.

Þetta samtal var nú að renna sitt skeið og hefði gert það í góðu án neins dónaskaps, frekari pirrings eða láta þegar dómarinn ætlar að láta vera loka orðin " já já vinur" og teygir hendina inn í bíl hjá mér og klappar mér nokkrum sinnum á beint á eyrað ( er viðkvæmur hvað það varðar).

Þá fyrst verð ég reiður og ríf í hendina á honum og sný upp á hana. Læt hann svo vita af því að þetta er eitthvað sem menn gera ekki við aðra ókunnuga menn og halda að þeir komist upp með það. Ég hef verið dyravörður á skemmtistöðum í 6 ár og ef einhver hefði gert þetta þá þá hefði hann fengið sömu meðferð auk þess að vera vísað út af staðnum.

En dómarinn biðst afsökunar á þessu (greinilega meiningarlítil afsökunarbeiðni) og ég sleppi hendinni. Segi honum svo að passa sig á þessu í framtíðinni og bað þá báða dómarann og nemandann að eiga góðan dag. Í framhaldi af því ræsi ég bifreiðina og ek á brott.

Það getur verið að ég sé bitur yfir því að ég lenti í því þegar ég tók meiraprófið að dómarinn byrjaði að blaðra og benda til að láta mig missa athyglina þegar við vorum stopp á rauðu ljósi. Féll ég fyrir því og fékk fyrir það mínusstig. En aðalmálið er að margir eru svo utan við sig í umferðinni í Reykjavík og eru drollandi hér og þar. Þvælast svo fyrir þeim sem hafa eitthvert að fara og vita hvert þeir eru að fara og hvernig á að komast þangað.

Þess vegna flauta ég óhikað á svoleiðis lið en finnst það hart að hafa flautað á nemanda í prófi þegar það hefði ekki átt að gerast.

Það eru nokkur aðalatriði hérna:

Ég var ekki dónalegur, með læti eða neitt slíkt.

Ég fór ALDREI út úr bifreið minni.

Ég hafði ekki í huga að gera neitt stórmál úr þessu heldur einugis að ræða við manninn.

Og alls ekki hafði ég í hyggju að veitast að manninum enda getur það varla talist að veitast að einhverjum þegar maður situr í bílnum allan tímann.

Þetta er einhliða fréttaflutningur byggður á rangri frásögn sem þið greinilega lepjið upp þó það skíni í gegn að þetta er nú bara hálf sagan!!!

Haukur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 16:54

4 identicon

Þess má geta að ég er búinn að hafa samband við Svanberg hjá frumherja og honum þótti ekki tilefni til frekari aðgerða enda slíkt ekki fyrir hendi!

Haukur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 17:01

5 Smámynd: Jón Óskarsson

@Haukur.  Bílflautuna á ekki að nota í tíma og ótíma, hvað sér þér kann að finnast persónulega um aksturslag annarra ökumanna.   Ég sé líka á umfjöllun þinni að þú ert einn af þeim dyravörðum sem fær eitthvað mikilmennskukast við að vera í því starfi og hika ekki við að snúa menn niður við minnsta tilefni og jafnvel að tilefnislausu.   Sjálfur hef ég unnið bæði sem barþjónn og dyravörður og ekki lent í vandræðum með neinn mann enda aðhyllist ég ekki ofbeldi, hvorki á skemmtistöðum né í umferðinni, né heldur á öðrum stöðum.   Að snúa upp á höndina á manninum er ekki að "ræða við hann" né getur það flokkast undir að þú hafir "ekki verið með læti".

Teldu næst upp að 10 áður en þú brunar í vonskukasti á eftir ökunemum og prófdómurum eða öðrum sem þér er í nöp við umferðinni.   Get hins vegar tekið undir með þér að mjög margir eru utan við sig í umferðinni og hvergi eins og hér eru menn jafnlengi að koma sér af stað á grænu ljósi.  Við mættum margt læra af Hollendingum, Dönum, Svíum og fleirum í sambandi við umferðarmenningu.

Jón Óskarsson, 21.9.2012 kl. 13:19

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigum við ekki að aka og hegða okkur skynsamlega í umferðinni?

Faðir minn sálugi vildi alltaf meina að við skyldum ætíð vera varkár í umferðinni enda fullt af vitleysingum í umferðinni!

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2012 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243030

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband