Rótin að vandanum

Allt skynsamlegt fólk vill friðsamlega sambúð, bæði milli einstaklinga, fjölskyldna og þjóða.

Því miður er friðarhreyfing og friðsamlegar lausnir sem „eitur“ í huga þeirra hagsmunaafla sem viulja stuðla sem mest að tortryggni og koma í veg fyrir friðsamlegar lausnir. Þar eru hernaðarframleiðendur og sölumenn hergagna sem flestir hverjir tengjast Bandaríkjunum en USA er langumfangmesti vopnaframleiðandi heims í dag. Talið er að sala hergagna frá USA hafi numið yfir $80 milljörðum. Rússar sem komu næstir á eftir USA seldi fyrir tæpar $5 milljarða eða um 6% af veltu Bandaríkjanna. Aðrar hergagnaþjóðir eins og Kínverjar, Svíar og Þjóðverjar seldu enn minna.

Talið er að mest af vopnum fari til uppbyggingar herveldum kringum Ísrael og austur með Asíu. Er þar væntanlega „arfur“ frá George Bush sem með flausturslegri innrás sinni í Írak hafi hlotist af fleiri vandræði en talin eru hafa verið leyst. Alla vega hefði ekki verið útilokað að koma Saddam Hussein frá völdum með mun ódýrarri aðferð, t.d. að styðja við bakið á Kúrdum sem lengi áttu í samskiptaerfiðleikum við þann vandræðamann.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á allt gott skilið en því miður virðast orð hans falla í grýttan farveg hjá þeim sem stýra mestu hergagnabröskurum heims.

Með ósk um friðsamlegri framtíð.


mbl.is Friður í fjársvelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband