Einu sinni var skrifborðsskúffa....

Já einu sinni var ein skúffan í skrifborði Vilhjálms Þórs bankastjóra Landsbankans merkt „Seðlabanki“. Á dögum Vilhjálms hefur skúffuna sjálfsagt dreymt um að verða stór þegar ár og dagar líða. Nú er skúffan að tarna orðin að risabákni, nokkurs konar finngálkni sem minnir einna mest á dreka einn mikinn og ófrýnilegan sem hefur örlög þjóðarinnar meira og minna í höndum sér.

Því miður virðist Parkinsonlögmálið hafa sannað sig í þróun skúffunnar. Sennilega hefði verið betra að skúffubankinn hefði átt að vera áfram eins og hver önnur skúffa en ekki eitthvert bákn sem hefur örlög heillrar þjóðar í hendi sér.

Meðan Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri var hann sagður vera valdamesti maður landsins. Ekki var nóg að hann væri seðlabankastjóri, hann var formaður stóriðjunefndar sem leiddi þjóðina inna á stóriðjustefnuna og hann var stjórnarformaður Landsvirkjunar þar sem virkjanastefnan var mótuð m.a. gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Nú vil eg ekki fullyrða neitt án þess að hafa vandlega athugað þessi mál í þaula hvort þetta hafi verið rétt stefna. Hins vegar er mjög óeðlilegt að svo mikil völd hafi verið samankomin hjá einum og sama manninum.

Spurning er hvort Ólafur Ragnar hafi skákað Jóhannesi sem valdamesti maður landsins. Með seinni neitun sinni á Icesave lögunum greip Ólafur Ragnar fram fyrir þingræðið í landinu, 70% þingheims. Var Ólafur Ragnar þar með að brjóta niður þingræðið og gerast þar með valdamesti maður landsins?

Var þetta meginglæpur gagnvart þinginu og þjóðinni?

Góðar stundir!


mbl.is Rekstrarkostnaður Seðlabankans hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vert að benda á að ef að þingræðið hefði fengið að ráða, hefði það þýtt nú þegar, eins og komið hefur fram áður, greiðslur af Icesave samning upp á rúma að mig minnir nítíu og eitthvað milljarða.

Samning sem var bundinn gengi annars gjaldmiðils og átti að uppreikna eins skjótt og mögulegt var um leið og þrotabúið yrði gert upp og sæist þá hvað mikið bæri á milli. Þrotabúið er enn ekki búið að gera upp og liggur ekkert á því, að því er virðist.

Síðan líka það að ef að við værum með þingræðið til að hafa vit fyrir okkur alltaf .. að þá hefðum við fengið flýtimeðferð inn í ESB, og það á meðan Svíar áttu að vera í forsæti, eins og Össur sagði eftirminnilega .. ég held að það hafi verið portúgalar í fyrra og hvort að það séu ekki spánverjar núna.. flettið því upp.. en annars.

þá líka hefðum við fengið skjóta evru inn til landsins, sem hefði leyst þennan samning upp í algjöra vitleysu, og var hann ljótur fyrir og eitt í því samhengi, það voru atriði þarna inn í samningnum sem sem í lagatækni hljóma ekkert alltof vel, eins og stóð í samningnum -- waiver of sovereign immunity --

en það atriði hefði gert allar eignir Íslands aðfararhæfar, hvort sem þær nefnast Landsvirkjun, Orkuveitan, Grímsstaðir á fjöllum ... Gullfoss, Smáralind.. allt.

Ef við hefum ekki staðið í skilum við greiðslur samkvæmt Icesave samning. Voru þar inni meðal annars greinar sem reiknuðu það að við hver 10 milljón pund í vanskil, mætti bæta við einu ári fyrir aftan samningin, mest 35 ár.. Halló.

Og greinilega var gert þá ráð fyrir vangreiðslum og vanskilum því það var hvergi inn í samningnum gert ráð fyrir því hvernig yrði unnið úr kannski milljarða hagnaði ef að þrotabúið stæði sig umfram væntingar.

Og þá til að toppa þessa lagalegu hostile takeover á Íslensku landi lagalega séð... að þá voru atriði inn í samningnum sem að fjölluðu um það að ef að einhverskonar ágreiningur ætti sér stað að þá skyldi dæmt í þeim málum fyrir breskum dómstólum, og menn skrifuðu upp á svona atriði, afsölun á dómsvaldi frá Íslenskum lögum um Íslenska hagsmuni... og flytja það til bretlands, nýlenduveldið og konungskipað stjórnkerfi sem að rekur meðal annars City í London... þetta eru engin lömb að leika sér við og munaði litlu í þetta skiptið.

Nei vinur minn, sem betur fer fór þetta allt öðruvísi, fólk fékk að kjósa um þetta, eftir að hafa kynnt sér málið, hvernig sem fólk fór að því eða djúpt það fór, eða frá hverjum það fékk, því það voru fleiri en Forsetinn sem að reyndu að upplýsa landann um stöðu sína. En það fékk að kjósa nei við vitleysu, algjörri fádæma vitleysu. Helduru að Grikkir hefðu ekki verið til í þetta, nú eða frændur okkar Írar.

Til að bæta við þessa fáranlegu langloku mína.. að það er talið að hvert ár kosti okkur bein minnst 10 milljarða í svona einhversskonar klúbbagjöld en við fáum sporslur á móti sbr. IPA styrkina eða hvað þetta heitir allt saman... en þá við inngöngu í evru, að þá göngum við inn í sambandsríki þar sem við göngumst inn í skuldamál sambandsins og sýnum sambábyrgð gagnvart því... en talið er að sú upphæð væri í Íslands tilviki, um 150 milljarðar nú til dags, en sú upphæð fer hækkandi eins og við vitum.

Mætti því búast við að það þyrfti að ráða til Seðlabankans svona minnst 50 manns í viðbót til að halda áfram að reikna skuldir landans og eignir og halda regnhlifabókhald um þetta samkvæmt ESB og EES lögum.

Var því enginn glæpur framin í þínum skilningi, en hinir glæpamennirnir sem buðu landi og þjóð upp á þetta með ríkisstjórn Íslands sem talsmann, þeir ganga enn lausir. Eða eru enn inni á Alþingi.

Hreinsum út í næstu kosningum, sem betur fer styttist alltaf í þær.

Kveðja

Landvættur (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 01:10

2 identicon

Mjög gott yfirlit hjá þér Landvættur og raunsætt. Ekki víst þó að "allir" hafi rænu og vit til að skilja þetta. Merkilegt annars þetta blogg hér hjá síðuhöfundi m.t.t. þess að það var verið að fjalla um hærri rekstrarkostnað Seðlabankans....svo bloggið er alveg út úr kú.

assa (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband