Depurð dópsins

Eitt sinn var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem setti fram stefnuyfirlýsingu: Ísland án eiturlyfja 2000.

Frá því að sú yfirlýsing var sett fram hefur aldrei flætt jafnmikið inn af þessum hryllingi með skelfilegum afleiðingum.

Fyrir aldarfjórðungi ók eg um nokkurra ára skeið leigubifreið í Reykjavík. Mér fannst alveg nóg af depurð og vandræðum vegna brennivínsins en nú hefur eiturlyfjaneyslan bæst við. Sárafáir farþegar neyttu eiturlyfja á þessum árum og kappkostuðu að leyna neyslunni.

Sá stjórnmálaflokkur sem vildi eiturlyfjalaust Ísland um aldamótin er Framsóknarflokkurinn. Því miður var þetta mikilvæga markmið eins og hvert annað skrum til þess að afla atkvæða. Á meðan var unnið leynt og ljóst á þessum tíma að festa kvótakerfið í sessi sem var gert að féþúfu siðblindra fjársýslumanna og braskið komst á nýtt stig rétt eins og eiturlyfainnflutningurinn og neyslan með öllum þeim skelfingum sem fylgdu. Þá var eitt af uppáhaldsmálum Framsóknarflokksins á þessum tíma að undirbúa mikið „ævintýri“ á Austurlandi sem á þeirra máli er nefnd „uppbygging atvinnulífs“. Um 30 fögrum fossum voru afmáðir, friðuð lönd og sérstök náttúra sömuleiðis í þeim tilgangi að byggja upp atvinnu fyrir nokkur hundruð manns. Þetta kostaði þenslu og sérstaklega hagstæð skilyrði fyrir braskara. Kosningasmali Halldórs Ásgrímssonar fékk jörðina Hól í Fljótsdal á vildarkjörum og er það tilviljun að stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar var reist í landi þeirrar jarðar?

Framsóknarmenn kunna sitt fag út í ystu æsar og meira en það. Þeir eru meira að segja það ósvífnir að nánast afneita ábyrgð sinni á kvótakerfinu, þenslunni, hruninu og öllu því sem af þessu öllu stafaði.

Og í höndunum á þeim flæddu eiturlyfin inn í landið en þúsundir kjósenda treystu Framsóknarflokknum að hann gerði eitthvað til að sporna við innflutningi eiturlyfja í landið og neyslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig brugðist mjög illa í þessum mikilvægu málum.

Nú er svo komið að eitt af meginverkefnum löggæslu í landinu er að hemja vandræðin sem af misnotkun eiturlyfja hafa í för með sér.

Já depurð dópsins er mikil. Framsóknarflokkurinn setti fram markmið sem því miður hafa endað með skelfingu. Kannski er einnig dapurlegt að þessi flokkur komist aftur og aftur upp með að setja fram yfirlýsingar til þess gerðar að efla völd sín og áhrif.

Meðan lögreglan er upptekin af afleiðingum depurð dópsins, er von að unnt sé að koma hratt og vel lögum yfir þá sem brutu lög og reglur á öðrum sviðum?


mbl.is Dópaður og braut rúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband