Er einu núlli ekki of mikið?

Ef hér á landi er 7% atvinnuleysi og um 200.000 manns gróflega áætlað þá eru um 14.000 atvinnulausir á Íslandi. Það er nokkuð einkennilegt að slá tölu upp sem er meira en þrisvar sinnum hærri en raunverulegt atvinnuleysi. Því er spurningin þessi: voru áætlanir ekki miðaðar við 5.000 ný störf fremur en 50.000?

Þessir Hægri grænir virðast vera með áróðurstaktíkina sem sína sérgrein en það verður að gera þá kröfu til þeirra sem vilja láta taka eitthvað mark á sér, sýni samborgurum sínum þá augljóslegu virðingu að fara með rétt mál.

„Skammarlegt lýðskrum“ segir í fyrsögn. Er þessi vafasama fullyrðing ekki í eðli sínu eins og búmangið, vopn frumbyggja í Ástralíu, sem átti til að lenda í hausnum á þeim sem illa kastaði?

Ef menn eins og Franklín þessi væri við stjórn landsins væri eftir þessu landið komið á hausinn.

Við höfum reynslu af góðum árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem við ættum að betur að meta en ódýrar, ábyrgðarlausar og innihaldslitlar yfirlýsingar sem þessa frá formanni Hægri grænna!

Góðar stundir!


mbl.is „Skammarlegt lýðskrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Við höfum reynslu af góðum árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur" Er þetta brandari? Núverandi ríkistjórn er í hópi verstu (ríki)stjórna frá landnámi, við eigum allt okkar að þakka krónuni sem Jóhanna hefur miskunnlaust ráðist á, sennilega af því að gjaldmiðillin er einn um að reyna að gera fólki og fyrirtækjum gott með að halda í störf og jafnvel að fjölga þeim í útflutningi sem er einmitt það sem við þurfum.

Kosnaður á hvern þann sem er atvinnulaus er ekki undir 300.000 kr á hvern, þannig að 300.000*14.000*12*4= er rúmlega 200 miljarðar en atvinnuleisið hefur verið hærra. Ríkistjórn Jóhönnu hefur fengið fleiri tækifæri en nokkur önnur ríkistjórn og klúðrað þeim öllum, Gagnaverin t.d. við blönduós er eitt og koltrefjhaverksmiðjan í skagafirði er annað. Hvar stendur kísilflöguverksmiðjan(fyrir sólarraforkuna) eða etanólverksmiðjan sem átti að reisa 2009 og breyta gufunni úr álverinu í hvalfirði í etanóls? Þetta er allt strand í stjórnkerfinu þar sem það kemst ekki yfir annað en aðildarumsóknina að ESB sem og vegna þess að Jóhanna og steingrímur standa í vegi fyrir því.

 "...voru áætlanir ekki miðaðar við 5.000 ný störf fremur en 50.000?" 5000 árið  haustið 2008 5000 veturinn 2009, 5000 sumarið 2009 5000 veturinn 2009-2010, 5000 sumarið 2010 . Jóhanna hefur lofað þessum 5000 störfum ansi lengi og ég trúi því ekki að það sé verið að tala um sömu störfin, eða er þessi ríkistjórn bara svona mishepnuð?

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.5.2012 kl. 16:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Atvinnuleysi er ekki  mælt svona eins og þú skrifar í færslunni.  Þú skalt kynna þér hlutina áður en þú ferð að tjá þig um hluti sem þú veist greinilega ekkert um.

Jóhann Elíasson, 24.5.2012 kl. 16:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Brynjar: Ansi dæmir þú hart ríkisstjórn sem þó hefur komið okkur út úr verstu hremmingunum.

Þú segir: „Núverandi ríkistjórn er í hópi verstu (ríki)stjórna frá landnámi“. Ætli sagan eigi ekki eftir að meta starf ríkisstjórnar Jóhönnu betur en þetta. Það er mikið afrek að koma ríkisfjármálunum út úr því sökkvandi feni spillingar, blekkinga og svika sem var arfur fyrri ríkisstjórnar. Meira að segja Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn fór miklu lofsyrði hvernig tekið var ás málum og vildi að Steingrímur J. væri sendur til Grikklands að rétta kúrsinn af í því landi þar sem algjör glundroði ríkir.

Með því að leggja saman endalaust sömu töluna er unnt að fá stjarnfræðilega summu, rétt eins og bandarískir dómstólar dæma sakamenn jafnvel í margra alda fangelsi fyrir fjöldamorð þó svo mannsævin er yfirleitt ekki lengri en 70-90 ár í Vesturheimi.

Jóhann: Auðvitað er þetta slembiútreikningur, mjög grófur til þess fallinn að sýna fram á með einföldu móti hversu staðhæfing Franklíns er fáranleg. Hver maður þarf ekki nema en eitt starf og þó svo áætlanir yfirvalda séu endurskoðaðar með einhverjum nýjum upplýsingum þá er aðferðafræðin hans ekki raunveruleikanum samkvæm. Hvernig viltu reikna þetta út og hver verður raunverulegur munur á minni aðferð og þinni?

Að lokum þetta:

Hatursáróður gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður í framtíðinni sjálfsagt sérstakt rannsóknarefni meðal félagsfræðinga, sagnfræðinga og annarra. Engin ríkisstjórn hefur mátt þola jafn ósanngjarnar, ómálefnalegar og ekki síst móðgandi aðdróttanir frá óvönduðu fólki sem virðist telja sig hafið yfir raunveruleikann, hvað þá sanngjarna og uppbyggilega gagnrýni. Áróðursmeistaranir virðast búa í einhverjum draumaheimi þar sem allt virðist geta gengið betur í höndunum á öðrum en ríkisstjórninni en ekki er bent á neinar ásættanlegar leiðir aðrar en einhverjar óskiljanlegar blindgötur. Í raun getum við verið stolt yfir þeim áfangasigrum sem þó hefur tekist þrátt fyrir alla erfiðleikana og stjórnarandstaðan hefur ekki auðveldað þá vinnu. Hún lagt megináherslu að leggja heilu björgin í veginn fyrir farsæla lausn þeirra efnahagserfiðleika sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á í aðdraganda bankahrunsins.

Vona að einhvern tíma renni upp ljós fyrir ykkur tveim.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 21:08

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, "Með því að leggja saman endalaust sömu töluna er unnt að fá stjarnfræðilega summu" um hvað ert þú að tala? "300.000*14.000*12*4= er rúmlega 200 miljarðar" þetta? (kosnaður á hvern atvinnulausan x fjöldi atvinnulausra (sem þú nefndir) x mánuðir í árinu x árin sem vinstristjórnin(samfylkingin) er búinn að eiða.

 "Ætli sagan eigi ekki eftir að meta starf ríkisstjórnar Jóhönnu betur en þetta." Þú ert ekki vel að þér í sögu Guðjón er það? Á krepputímum dæmir sagan menn aðeins í tvennt, Hæfa og Óhæfa. Jóhanna hefur ýmist klúðrað öllu eða skemmt.Eins og ég sagði þá hefur enginn ríkistjórn fengið jafn mörg tækifæri en þau hafa klúðrað þeim öllum.Ég veit ekki um neinn Forsætisráðherra sem hefur verið dæmdur í starfi og það fyndna er að nokkrum árum fyrr hvatti hún annan aðilasem var lægra settur til að segja af sér fyrir vægara brot sama eðlis.

" Meira að segja Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn fór miklu lofsyrði hvernig tekið var ás málum og vildi að Steingrímur J. væri sendur til Grikklands" Hrósið á krónan skilið fyrir að hafa skapað fyrirtækjum þessa lands tækifæri á stórauknum útflutningi án þess að skerða kjör almennings mikið meira en hjá löndum td Grikklandi sem þó er enn í brasi og sér engan endi á. Ekki veit ég hvort boðið sem Steingrímur fékk sé raunverulegt en ég veit að honum myndi ekki takast að ná landinu upp þar sem slagkraftur Grísk atvinnulífs er ekki nægur auk þess sem Grikkir sitja enn sem komið er uppi með Evruna.

Og þetta að lokum, held að þú ættir að taka samfylkingargleraugun niður og lesa þetta aftur, því þetta á betur við þig en okkur, það er ekki áfangasigur að atvinnuleysi lækki vegna fólksflótta, að fólki sé hent af atvinuleysisskrá eða af því að það fer í skóla þó þú teljir það en þau störf sem orði hafa til, eru tilkominn vegna atvinnuvegum sem Jóhanna hefur verið hvað duglegust að ráðast á.

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.5.2012 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband