12.12.2012 | 12:34
Innherjaviðskipti með hlutafé
Ýmsum þykir afarslæmt þegar góður kunningi og vinur til margra ára er dæmdur til refsingar. Dómurinn kann kannski að vera nokkuð harður en eru þetta ekki dæmi um þegar einn græðir, tapar annar? Skyldu þeir sem keyptu hlutabréfin af Baldri hafa verið ánægðir þegar í ljós kom að þeir höfðu keypt köttinn í sekknum?
Innherjasvik og sala hlutabréfa, byggð á vitneskju sem ekki er á allra vitorði er mjög alvarlegt afbrot. Sjálfsagt hefðu flestir hlutafjáreigendur sem misstu sparifé sitt í formi hlutafjár í hruninu, viljað hafa búið yfir sömu vitneskju og Baldur. Rétt er að hann einn hefur fengið ákæru og dóm. Fleiri en hann mættu sæta ákæru og vera dæmdir. Dæmi er t.d. þegar einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf á viðunandi verði sömu daga og Baldur seldi sín hlutabréf í Landsbankanum. Allir sem hefðu haft sömu upplýsingar um raunverulega stöðu fyrirtækisins hefðu gjarnan viljað selja. Í kjölfarið var þetta almenningsfyrirtæki nánast einskis virði og afhent kröfuhöfum, mjög umdeild ákvörðun enda er bókhaldið gjörsamlega falið fyrir eigendum fyrirtækisins, fyrrum hluthöfum, nema þeim sem sátu í stjórn og gátu haft einhverjar hugmyndir um stöðu mála. Þess má geta að fyrrum stjórnarformaður Atorku, Þorsteinn Vilhelmsson sem auðgaðist gríðarlega af kvótabraski, hefur nú fengið afhent fyrirtækið Björgun sem áður var í eigu Jarðborana og síðar Atorku.
Ljóst er að ýmsir innherjar íslenskra fyrirtækja útnýttu aðstöðu sína til hins ítrasta. Þess má geta að Örn þessi virðist vera í fullkominni ró yfir þessu. Hann gegnir mikilvægu starfi innan íþróttahreyfingarinnar og virðist ekki hafa neinar áhyggjur. En spurning hvenær kastljósinu verði beint að svona athafnamönnum.
Hvort þetta jaðrar við svik eða markaðsmisnotkun er ekki gott að fullyrða. Um það verða sérfræðingar á sviði refsiréttar að skoða og rannsaka.
Hverjir innherjar aðrir en Baldur Guðlaugsson seldu hlutabréf sín í aðdraganda hrunsins þarf Sérstakur saksóknari að rannsaka.
Góðar stundir.
![]() |
Æpandi þögn fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 12:16
Mörg eru spilavítin
Að leika sér með spilafíkn er grafalvarlegt mál.
Mjög áþekkt þessu er sú fíkn sumra manna að leika sér með trúgirni og traust annarra. Þannig voru hundruðir milljarðar sviknir út úr samfélaginu með ýmsum hætti. Aðferðin var einkum þessi:
Efnt var til almenningsfyrirtækis sem virtist vera í góðum rekstri. Hliðstæð starfsemi var keypt og yfirtekin. Eignir og hlutafé keypt og veðsett, oft fyrir mun meira fé en reyndist raunverulegð verðmæti eignar. Þannig var ásókn mikil í jarðir sem þóttu sérstaklega vel til þess fallnar skrúfu upp markaðsverð til að veðsetja. Svo keyptu menn bankana til að auðvelda sér allt þetta.
Síðan voru grunlausir sparifjáreigendur allt í einu rúnir inn að skyrtunni, annað hvort misstu eignir og sparifé sitt.
Þessir þokkapiltar flúðu land og telja sig ekki meiri karla en það en þurfa að fara huldu höfði.
Þegar lögreglan grípur fjárhættuspilara við iðju sína eru menn staðnir að glæpnum. Því miður svaf Fjármálaeftirlitið í aðdraganda hrunsins. Var þeim kannski byrlað svefnmeðal svo höfgi þeirra truflaði ekki gamlið með fjármuni sem öðrum tilheyrði.
Braskaranir og fjárplógsmennirinir eiga ekki að fá frið.
![]() |
Spilavíti lokað og 8 handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2012 | 11:29
Ríkisstyrktur sóðaskapur?
Ömurlegt er til þess að vita að menn eru það brattir að ætla sér að hýsa um helmingi (50%) fleiri kýr í fjósi en það er hannað og byggt fyrir. Þetta ástand virðist hafa verið varandi um allanga hríð en farið versnandi. Eftirlit virðist ekki vera fullnægjandi.
Spurning er hvernig þessum málum sé háttað innan Efnahagssambands Evrópu. Þar er að öllum líkindum mun virkara eftirlitskerfi þar sem menn vinna meira eftir verklagsreglum og stöðlum. Hvernig má þetta gerast hér? Kannski þetta sé enn ein ástæðan fyrir því að ganga í ESE og tengjast betur nútímareglum varðandi matvæli og dýravernd.
Augljóslega stafa þessi vandræðamál vegna kunningjaskapar og nálægðar íslensks samfélags. Menn vilja síður grípa inn í með afskiptasemi og kærum þó fyllsta ástæða sé til.
En þetta mál er í eðli sínu þannig að mjög slæm auglýsing er fyrir mjólkurframleiðslu og ímynd hreinleika og heilbrigðis.
Ein hlið þess víkur að ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þeir eru gríðarlega miklir og margt furðulegt sem verið er að styrkja með opinberu fé. Þannig hefur verið sýnt fram á með mörgum dæmum hvernig framleiðsla og flutningar á kostnað skattfjár er á vægast sagt mjög óhagkvaæman hátt hér á landi. Dæmi um mjög langar flutningaleiðir.
Og ekki þarf að styrkja sóðaskap sérstaklega!
Ríkisstyrki þarf að veita með sanngjörnum og skýrum skilyrðum. Þannig ætti tafarlaust að svipta menn greiðslum fari þeir ekki eftir verklagsreglum, sem og lögum og reglugerðum.
Sem betur fer eru þessi mál í góðu lagi hjá langsamlega flestum bændum. Þar er lögð áhersla á hreinlæti og þeir meðvitaðir um eins og góður kaupmaður: aðeins einu sinni er léleg framleiðsla afhent og seld.
Skussunum í landbúnaðinum má fækka umtalsvert sem og öllum öðrum atvinnugreinum.
Góðar stundir en án sóðaskaps.
![]() |
Þetta er hörmulegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2012 | 12:37
Hvað eru Kínverjar að aðhafast?
Nú stefnir í mjög alvarlega milliríkjadeilu milli Kínverja annars vegar og nágrannaríkja þeirra, Víetnam, Filippseyja, Taiwan og Japan. Kínverjar sýna nokkuð harkalega framkomu vegna landhelgi. Kínverjar eru að byggja upp mikinn flota og her þeirra er mjög öflugur.
Þegar kínverskur fjárfestir sem vitað er um að hafi tengsl við kínverska valdhafa, lýsi íslensk stjórnvöld hafa mismunað sér, þá er hér um nokkuð alvarlega fullyrðingu að ræða af hendi þessa manns. Áhugi hans hlýtur að vera tengdur hagsmunum Kína alla vega af einhverju leyti. Þá hefur komið í ljós að athafnir þessa manns beggja megin Atlantshafs gefa tilefni til tortryggni þeirra sem hafa skoðað þessi mál betur en eg.
Það er því alveg út í hött að þessi athafnamaður telji sig hafa verið fórnarlamb mismunar vegna kynþáttar, trúar, litarháttar, kynferðis eða uppruna.
Að bera sig illa undan íslenskum stjornvöldum við breska fjölmiðla er allt að því hlægileg. Hún er móðgandi gagnvart Íslendingum sem hafa haft mjög dapra reynslu af ævintýralegum fjárfestum á undanförnum árum.
Ef maðurinn telur sig hafa verið hlunnfarinn af íslenskum yfirvöldum, ber honum að bera sín mál upp við Íslendinga, ekki Breta.
Við viljum ekki taka við fjárfestum með óljós markmið þó þeir séu klyfjaðir gulli. Þar skiptir kynþáttur, litarháttur, kynferði eða trúarbrögð akkúrat engu máli.
Góðar stundir.
![]() |
Huang Nubo segir stjórnvöld vera fordómafull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2012 | 19:07
Að koma SÉR undan skatti
Útrásarvarganir og fjárglæframenn reyndu allt hvað þeir gátu að koma sér undan skattgreiðslum hér á landi. Oft hefur reynt á hvar menn væru raunverulega búsettir. Hátekjumenn hafa reynt allt til að koma sér undan skattgreiðslum og höfðu meira að segja sér mjög vilhalla stjórnmálamenn sem höfðu skilning á að hátekjumönnum ætti að hlífa umfram ungu lágtekjufólki sem er að basla við að koma sér upp húsnæði fyrir sig og börnin sín ásamt eldri borgurum sem hafa þurft að greiða að tiltölu mjög háa skatta.
Þessir hátekjumenn hafa ekki viljað taka þátt í rekstri þjóðfélagsins en vilja eftir sem áður njóta þess.
Þessir hátekjukarlar hafa enga samúð. Það hefur þurft að auglýsa eftir þeim hjá Interpol svo að þeir mættu í réttarhöld. Af þeirra sjónarhóli er íslenska ríkið eitthvað sem álíka virði og skíturinn.
En nú er loksins að komast skikk á þessi mál. Vonandi!
![]() |
Jón heimilisfastur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2012 | 18:05
Vísitölufjölskyldan
![]() |
Útgjöldin 443 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2012 | 12:41
Má treysta Landsneti?
Fram að því að til þessa fyrirtækisrekstrar var stofnað, voru háspennulínur reknar af Landsvirkjun og Rarik ásamt nokkrum öðrum orkuveitum. Að efna til nýs fyrirtækis með öllum þeim stofn- og rekstrarkosnaði er allt á kostnað neytenda.
Rafmagnssamningar til stóriðjunnar eru negldir niður til lengri tíma. Að vísu rokkar verðið oft í takt við álverð. Nú stefnir í allmiklar framkvæmdir m.a. vegna miður illa ígrundaðs álvers á Suðurnesjum. Þessar framkvæmdir verða væntanlega velt yfir á neytendur ef ekki strax þá fáum við það síðar þó ráðamenn Landsnet segi annað.
Það eru engin heilbrigð rök fyrir því að efna til enn eins álvers. Nú þegar gleypa álverin um 80% af öllu rafmagni í landinu en hverjar eru tekjur landsmanna af þessari miklu rafmagnssölu?
![]() |
Landsnet: Ekki hækkun til almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2012 | 18:01
Gula pressan
Um nokkuð langa hríð hefur tíðkast að sum blöð slái upp stórum fyrirsögnum. Hafa slíkar fyrirsagnir oft verið kenndar til stríðs og jafnvel þaðan af verra.
Það verður að gera þá kröfu til þess fréttamiðils að rétt sé farið með þegar frétt er sett fram rétt eins og stríðsfrétt. Ef svo er ekki er það auðvitað grafalvarlegt mál og þá þarf miðillinn að draga í land og birta afsökun á sama hátt og fyrri frétt.
Hins vegar getur verið álitamál ef frétt er sett fram á sérstaklega grófan og meiðandi hátt. Þá er nánast verið að vega mjög ámælisvert að æru einstaklingsins. Í doktorsritgerð Gunnars Thoroddsens Fjölmæli er fjallað um æruna og vernd hennar sem ættu að vera öllum fjölmiðlamönnum skyldulesefni og jafnvel þeim skylt að taka próf í. Þar eru nefnd fjölmörg dæmi úr íslenskum og erlendum dómapraxís hvað talið hefur ærumeiðingar og hvað ekki, hvaða aðferðum kann að vera beitt o.s.frv.
T.d. sá verknaður að senda einhverjum 30 smápeninga með tilvísun í svik Júdasar, kann að vera mjög ærumeiðandi fyrir þann sem hefur t.d. staðið í einhverjum umdeildum ákvörðunum sem varðar almannahag. Sjálfsagt hefði mátt koma áþekkri uppákomu í íslenskri pólitík t.d. við umdeilda samningsgerð við erlenda aðila eða t.d. vegna einkavæðingar sem er alltaf umdeild. Var ekki Sementsverksmiðjan seld eða öllu fremur afhent einhverjum sem gátu nýtt hana í gróðabralli, hvað þá bankana hvers stjórnendur skildu allt í rjúkandi rúst?
Blaðamenn verða auðvitað að kunna þá list að gæta hófs. Betra er að draga úr fremur en að bæta í þó freistingin kunni að vera mikil. Ekki dugar að segja eftir á eins og þeir félagar í Gerplu eftir að hafa höggvið mann í herðar niður: Hann lá svo vel við höggi!
Góðar stundir!
![]() |
DV hafnar beiðni Stefáns Einars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2012 | 17:24
Handónýtur gjaldmiðill
Í meira en öld hefur íslenska krónan verið handónýtur gjaldmiðill. Jafnskjótt og Landsbankanum var komið á fót árið 1886 varð íslenska krónan til. Kaupmenn vildu ekki sjá hana í viðskiptum, þeir vildu annað hvort danskar krónur eða góðmálma eins og silfur og gull. Þess vegna héldust vöruskipti áfram, bændur lögðu vörur í verslunina og seinna kaupfélögin þegar þau komu til sögunnar. Um þetta má lesa í grein eftir mig um Eirík bókavörð í Cambridge og birtist í Kirkjuritinu frá því nú í vor.
Það eru 3 ríki í heiminum sem hafa svipað verðtryggingarkerfi. Utan Ísland eru það Brasilía og Ísrael! Sérkennilegt er að öllum þessum löndum er gjaldmiðill sem enginn treystir. Verðtrygging í þessum löndum byggir á því að gjaldmiðillinn fellur jafnt og þétt en hækkun skuldbindingar reiknaðar út frá verðlagsþróun sem verður. Víxláhrif eru viðvarandi og ekki hefur tekist að rjúfa þennan vítahring. Í öllum löndum aðlaga vaxtakjör dýrtíðinni sem var vegna fordildar kennd við verðbólgu.
Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge gagnrýndi á sínum tíma mjög seðlaútgáfu Landsbankans og Landsjóðs sem var forveri Ríkissjóðs. Í nálægt 100 greinum sem hann birti í íslenskum, enskum, dönskum, þýskum og frönskum blöðum og tímaritum á árunum 1885 og fram yfir 1890 náði hann ekki að sannfæra ráðamenn um meinlokuna sem íslenska krónan var byggð á. Fyrir vikið uppskar Eiríkur ritskoðun og var aðeins einn ritstjóri sem birti greinar hans og tók undir þær. Það var Skúli Thoroddsen sýslumaður, ritstjóri og þingmaður en einhver undarlegasta herferð var hafin gegn honum, hann flæmdur úr embætti eins og kunnugt er fyrir engar sakir aðrar en þær að hafa rofið ritskoðun gegn Eirík.
Fyrir löngu er ljóst að við verðum að tengjast öðrum gjaldmiðli sem unnt er að treysta. Tekjur og útgjöld verða að vera í gjaldmiðli þar sem við getum strax í upphafi gert okkur ljóst hvaða kjör eru á lánum. Lán er í raun ekkert annað en að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram sem virðist vefjast fyrir sumum.
Hér neðar má lesa greinina um Eirík í Cambridge í Kirkjuritinu (10MB).
Með bestu kveðjum.
![]() |
Hann er oft að leika sér í ræðustól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2012 | 16:53
Bjarni og braskaranir
Sjálfstæðisflokkurinn réri því öllum árum að einkavæða sem mest og einnig heilbrigðiskerfið. Var ekki Vífilsstaðaspítali lagður niður sem liður í þeim áformum?
Þá stóð til að byggja stóran einkarekinn spítala í Mosfellsbæ en ekki fer neinum sögum af þeim áformum. Og ekki má gleyma dekurverkefni Guðlaugs Þórs stórbraskara og fl.: Hátæknisjúkrahús!!!
Þegar ekki tekst að reka lágtæknihús hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að byggja og reka hátæknisjúkrahús. Símpeningarnir sem áttu að verja í bygginguna hurfa í höndum braskliðs Framsóknar og Sjálfstæðismanna.
Bjarni mætti tala skýrar. Hvar eru símapeningarnir?
Góðar stundir en án braskara.
![]() |
Vandi sem stjórnin gæti ekki leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af hverju svara ekki þessi rúm 42%? Áhugaleysi? Leti? Tómlæti? Kæruleysi? Sinnuleysi?
Þegar svörun er ekki betri, þá er veruleikinn að öllum líkindum annar.
Góðar stundir.