Ekið of hratt miðað við aðstæður?

Oft gleymist að oft er lagt af stað í óvissuna á ökutæki sem er e.t.v illa búið. Og oft ætlar fólk sér of nauman tíma til fararinnar, miða kannski við betri aðstæður. Og þá er ekið stundum of hratt.

Margsinnis hefi eg reynt það t.d. á leiðnni milli Borgarfjarðar og Mosfellsbæjar. Stundum getur orðið hvasst á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Stundum mikil hálka. Á þessum köflum reyna menn oft glannalegan framúrakstur við erfiðar og vægast sagt umdeildar aðstæður. Þessir ökumenn stofna lífi sínu og annarra vegfarenda í lífshættu.

Það er alltaf dapurlegt  þegar óhöpp og slys verða. Og sérstaklega þegar slíkt er óþarfi.


mbl.is Bílvelta á Biskupshálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuhljótt fer af málflutningi

Ljóst er að spilling leynist víða. Utanríkisráðherra Ísraels sefgir af sér vegna ákæru fyrir fjársvik. Skyldu fleiri hafa óhreint í pokahorninu?

Ein hliðin í pólitíkinni í Ísrael er sú dapurlega staðreynd, að hernaðaraðgerðin á Gaza var í tengslum við komandi kosningar í jánúar. Fróðlegt væri að fá fleiri fréttir hvernig stjórnmálaflokkarnir beina sjónarmiðum sínum.

Núverandi stjórnarflokkar styðjast að verulegu leyti við innflytjendur s.l. 2ja áratuga frá Austur Evrópu. Þessir nýbúar eru allt öðru vísi hugsandi en þeir sem vilja velja Verkamannaflokkinn sem talinn er vera mjög hófsamur  ogt vill sýna Palestínumönnum skilning og umburðarlyndi. En það eru harðlínuöflin sem styðja sig við kjósendur sem ekki eiga sér langa lýðræðishefð.

Fyrrum íbúar í kommúnistaríkjunum þekkja fyrst og fremst „sterka manninn“. Þeir vilja sjá aðgerðir og að fá vilyrði fyrir byggingasvæðum og lóðum. Fyrir þessa aðila skiptir engu þó landið tilheyri öðrum. Aðalatriðið að fá land og byggingalóð þó hún sé eign annars aðila.

Yfirgangur er óskiljanlegur.


mbl.is Lieberman segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanleg afstaða

Lengi vel var landsvæði það sem nú er næstfjölmennasta sveitarfélag landsins, Kópavogur, hluti af Seljarnarneshreppi hinum forna. Sveitarfélagið klofnaði úr Seltjarnarneshreppi og varð sjálfstætt sveitarfélag, Kópavogshreppur, um áramótin 1947-48. Þangað flutti fjöldi fólks, einkum láglaunafólk og iðnaðarmenn sem ekki fengu áheyrn hjá „íhaldinu“ í Reykjavík að fá úthlutun lóða. Það var nefnilega svo, að mjög erfitt var að fá lóð í Reykjavík og fór orð á því að lóðir fengju einungis þeir sem studdu Sjálfstæðisflokkinn að málum.

Þegar íbúum fjölgaði í Kópavogi var ígrundað í hreppsnefndinni hvaða leið væti vænlegust til þess að útvega íbúum sem fyrst þjónustu eins og vatnsveitu, rafmagn, skóla og þar fram eftir götunum. Voru 3 leiðir sem komu til greina:

1. að stofna sjálfstætt sveitarfélag og fá kaupstaðarréttindi. Sú leið var talin langdýrust.

2. að sameinast aftur Seltjarnaneshrepp sem síðar öðlaðist kaupstaðarréttindi 1974. Sú leið var talin lökust enda hreppsstjórnarmenn vart færir að veita sínum íbúum þjónustu. Má geta þess að vatnsveita og strætisvagnaþjónusta var veitt með samningum við Reykjavíkurbæ sem var bær til 1957.

3. leiðin sem nær allir hreppsnefndarmenn Kópavogshrepps töldu besta væri að sameinast Reykjavík. Varð uppi miklar umræður í bæjarstjórn Reykjavíkur og var hafnað að verða við þessari ósk.

Úr varð að Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir á Alþingi að Kópavogshreppur fengi kaupstaðarrréttindi og varð það úr að þessi langdýrasta leið var valin 1955. Sagt er að þeim hafi ekki litist á að sameinast Kópavogi enda væri meirihluti Sjálfstæðismanna þá í hættu!!

Lengi vel mátti sjá ómalbikaðar götur í Kópavogi og rafmagnsleiðslur á tréstaurum um allan bæ, rétt eins og í litlum sveitaþorpum úti á landi.

Nú 2012 eða 57 árum eftir kaupstaðarréttindi Kópavogs þá kemur sú ósk um að sameinast Garðabæ sem fékk kaupsstaðarrréttindi 1976. Þessu er hafnað og sjálfsagt með áþekkum rökum og 1954/55. Í Garðabæ býr mikið af hátekjufólki sem gefur miklar tekjur í formi útsvars. Samfélagskostnaður er með því lægsta miðað við íbúa, tiltölulega fáir skólar og önnur dýr samfélagsþjónusta. Skuldir eru því mjög lágar en nú stendur til sameining við Álftanes sem breytir þessu töluvert. Það er því ljóst að þeir eru varkárnir í Garðabænum en í Kópavogi eru skuldir pr. íbúa mun hærri, tekjur af útsvari tiltölulega lægri en útgjöld samfélagsþjónustu meiri. Þá er skuldastaða Kópavogs mun erfiðari en þeirra í Garðabænum.

Þessi hugmynd um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er mjög raunhæf. Sennilega verður Mosfellsbær sameinaður Reykjavík enda eins og „eyja“ innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Og ekki er ólíklegt að Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur sameinist enda sitthvað sem mælir með slíku.

Góðar stundir.


mbl.is Garðbæingar höfnuðu Kópavogsbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi kapteinar

Vont er að sofna í vinnunni. Sérstaklega er ámælisvert þegar kapteinninn, yfirmaður skips sofnar og allt fer í vitleysu.

Svo virðist að þetta sé mun algengara en vitað hefur verið um fram að þessu. Versta dæmið er þegar kapteinninn á „Þjóðarskútunni“ steinsvaf í brúnni vikum og jafnvel mánuðum saman. Réttarhöldin gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi voru mjög upplýsandi um hvað gerðist en fram hafði komið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið að ýmislegt var mjög ámælisvert.

Óskandi verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að kapteinar séu almennt sofandi í vinnunni. Þeir bera mikla ábyrgð, bæði á áhöfn, skipi og farmi.

Því miður eru Íslendingar ósköp duglausir að láta menn bera ábyrgð þrátt fyrir að þeir beri meira úr býtum en aðrir, m.a. vegna aukinnar ábyrgðar. Og svo reynist þessi „ábyrgð“ hvorki fugl né fiskur.

Góðar stundir.


mbl.is Sofnaði við stjórnvölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið mál

Áður fyrr voru allar tekjur skattlagðar. Síðan var fyrir um 10 eða 15 árum að undanskilja lífeyrissjóðsgreiðslur þannig að ákveðið var að skattleggja þær við töku lífeyris. Sá annmarki fylgdi að við lífeyrissjóðsframlög launþega 4% af brúttótekjum að viðbættum 6% launagreiðenda, eða 10% af launum, ávaxtar lífeyrissjóðurinn þessi framlög. Réttilega ætti sá hluti endanlegra lífeyrissjóðseignar lífeyrisþega að vera skattlagður í samræmi við skattlagningu á fjármagnstekjum sem lengi var 10% er nú um tvöfaldur.

Til að leysa þetta mál svo sanngirni er, þá mætti taka þá reglu við skattlagningu lífeyris, að hann yrði skattlagður með hliðsjón af þessu. Sanngjarnt væri að hann yrði ekki skattlagður sem venjulegar tekjur heldur væri lægri skattprósenta, t.d. 20-25% af mánaðarlegum tekjum t.d. að 300.000. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem hærri lífeyristekjur fá, greiði hærri skatt þegar haft er í huga að hlífa þeim sem minnst mega sín.

Þessi skattamál eru mjög flókin og stjórnmálamenn hafa ekki einfaldað þau.

Nú er í smíðum rit um sögu skattanna á Íslandi og verður fróðlegt að sjá það þegar út kemur.

Góðar stundir.


mbl.is „Þingið var vísvitandi blekkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gylfi að hvetja til valdaráns?

Mjög einkennileg er herská stefna Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart ríkisstjórninni. Það er eins og hann sé á mála hjá stjórnarandstöðunni að grafa undan ríkisstjórninni. Málflutningur hans í Speglinum í RÚV var ekki sérlega sannfærandi. Steingrímur J. bar af sér sakir og hrakti fullyrðingar Gylfa lið fyrir lið. Í Kastljósi verður kappræðan endurtekin og þá sést e.t.v. betur hvernig „kappinn“ og byltingarsinninn Gylfi Arnbjörnsson ber sig.

Mjög einkennilegt er að forystusauður ASÍ ræðst með þessum hætti á ríkisstjórnina fremur en atvinnurekendavaldið sem ætíð fagnar nýjum samstarfsaðila í viðleitni þeirra að halda kaupinu eins lágt niðri og unnt er.

Meðan Gylfi beinir spjótum sínum með miklum bægslagangi að ríkisstjórninni þá vekur Halldór Grönvold athygli á mjög vafasamri þróun varðandi sjálfstæðan atvinnurekstur. Yfir 30.000 einstaklingar eru skráðir fyrir fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð. Það eru einminnt þessi starfsemi sem hefur verið í athugun skattyfirvalda og þar eru maðkar í mysunni. Þessi fyrirtæki eru mörg hver rekin eins og hverjar aðrar svikamyllur.

Góðar stundir en án lýðskrums!


mbl.is Krefjast meiri launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með spilavítin?

Má lögreglan stoppa spilavíti?

Eða svikamyllurnar?

Yfir 30.000 einkafyrirtæki eru í landinu sbr. rannsókn Halldórs Grönvold sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vill helst ekki vita af.

Þau eru ansi mörg fyrirtækin sem hægrimenn hafa komið á fót. Einkavæðing bankanna var sennilega hápunkturinn á þeim endemum.

Það er ansi djarft að tala úr ræðustól Alþingis á sama tíma og fréttir sem þessar bera hæst.


mbl.is „Látið atvinnulífið í friði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannlaus stjórnarskrá

A tarna var löng orðabuna.

Alltaf hefur verið ljóst að móta og orða stjórnarskrá er hvorki létt verk né löðurmannlegt að öllum líki. Kannski er það skýringin hvers vegna upprunalega stjórnarskráin frá 1874, eðli hennar, andi og orðalag hafi reynst óvenjulega lífseigt. Allar tilraunir að brjóta upp form hennar t.d. um valdið hafa fram að þessu allar dagað uppi og nú virðast vera háværar raddir um að draga úr hverja tönnina sem máli skiptir.

Að sumu leyti var horft til nútímalegustu stjórnarskrár fram að þessu sem kennd hefur verið við Nelson Mandela. Í fangelsi stúderaði hann allar stjórnarskrár heims og átti meginþátt í að móta núverandi stjórnarskrá Suður Afríku. Þó svo ekki allir hafi verið ánægðir voru þó flestir inni á því að þessi stjórnarskrá væri nokkuð góð enda vildu allir koma samfélaginu sem fyrst út úr þeirri blindgötu sem RSA hafði ratað í. Sennilega er stjórnarskrárfrumvarpið þó þannig að þrátt fyrir ágalla þá megi koma henni gegnum þingið með nauðsynlegustu breytingum. Þá er framkvæmdin annað mál en ljóst er að sterkt framkvæmdarvald á Íslandi fram að þessu seildist sífellt meir inn á löggjafarvaldið. Á þessum annmarka er tekið og kann það að skýra tregð hægrimanna að samþykkja hana. Þeir vilja helst engu breyta enda vilja þeir gjarnan hafa síðasta orðið.

Æskilegt er að fá góða stjórnarskrá þar sem tekið er á mikilvægum þáttum ríkisvaldsins, t.d. að aðskilja betur framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið.

Góðar stundir.


mbl.is Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörð viðbrögð farísea

Fróðlegt er að bera saman þetta fikt Norður Kóreu saman við aðra kosningabrellu í Ísrael. Í fyrra dæminu er litið mjög alvarlegum augum á fiktið sem enn hefur ekki skaðað neinn en stríðsrekstur Ísraela kostaði hundruði mannslífa.

Að öllum líkindum verður fylgst mjög náið með eldflaug og gervitungli N-Kóreu og sennilega gerðar ráðstafanir til að gera þetta fikt þeirra skaðlaust með öllum tiltækum ráðum. Kannski kærkomið tækifæri fyrir bandarískan hergagnaiðnað að þróa nýja tækni!

Ekki hefur gengið vel að koma ályktunum sem íþyngja Ísrael til samþykkis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þó svo hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa sé fórnað og milljörðum í óþarfan herkostnað eytt, þá eru það stjórnmálamennirnir í Ísrael sem sitja uppi með pálmann í höndunum. Þeir vænta góðra kosningaúrslita enda kosningaloforðin að úthluta byggingalóðum til braskara, á landi sem þeir tóku af fyrri eigendum án greiðslu.

Þvílíkir farísear!


mbl.is Hörð ályktun frá öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið í augum framsóknarmanna

Á stjórnartíma framsóknarmanna var lýðræðið praktísérað á þann hátt að aldrei þurfti að bera eitt eða neitt undir þjóðina. Formaður Framsóknarflokksins réð ásamt formanni SJálfstæðisflokksins. Þannig var það einkamál Framsóknar að koma á fiskveiðikvótanum. Var það fyrirkomulag borið undir þjóðina?

Svar: NEI.

Var hugmynd um einkavæðingu bankanna borin undir þjóðina?

Svar: Nei.

Var ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar borin undir þjóðina?

Svar: Nei.

Var ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu stríðs og innrásar George Bush í Írak borinn undir þjóðina?

Svar: Nei enda liður í að reyna að halda í áframhaldandi herbrask á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar höfðu Bandaríkjamenn fyrir löngu búnir að fá nóg af bröskurum Framsóknarflokksins.

Mörg fleiri mál mætti draga fram í dagsljósið. Svona er „lýðræðisást“ Framsóknarflokksins sem hefur verið lengi, er og verður sjálfsagt áfram einn helsti vettvangur pólitískrar spillingar í landinu.

Þegar framsóknarmenn tala um lýðræði, þá verður manni flökurt. Þetta er eins og að heyra talað um  himnaríki af sjálfum myrkrahöfðinganum.

Góðar stundir.


mbl.is „Liggur við að manni verði flökurt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband