3.12.2012 | 18:23
Þegar skúrkurinn ber hærri hlut
Þegar Eva Joly var hér í haust þá benti hún á, að Bretland væri aðsetur og skjól fjárglæframanna. Það skyldi ekki undra að breskir braskarar komist upp með það ótrúlega. Klúður í rannsókn máls dregur þann dilk á eftir sér að skúrkurinn ber ef til vill hærri hlut þegar upp er staðið.
Bretar hafa lengi verið taldir vera fyrirmynd í rannsókn afbrota. Lengi vel var Scotland Yard þekktasta rannsóknarlögregla heims. Nú virðist einhverjir fúskarar hafa klúðrað málum.
Við skulum minnast þess að bræður þessir voru mjög umsvifamiklir í Kaupþingi, Exista og jafnvel fleiri fyrirtækjum. Kaupþing lánaði þeim 46% af öllu lánasafni sínu og sennilega er nokkur von að eitthvað af þeim himinháu kröfum skili sér til baka.
Sjálfur reyndi eg að krafsa í bakkann við að koma kröfu í þrotabúið vegna tapaðs hlutafjár en án árangurs. En sú viðleitni kostaði mig offjár.
Braskarar hafa verið iðnir við að hafa fé af fólki og eru enn að.
En óskandi er að Bretland reynist réttarríki og hafni þessum sérkennilegu kröfum á hendur efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office.
Góðar stundir án braskara og spillingar.
![]() |
Vill 200 milljónir punda í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2012 | 17:46
Hugmynd að lausn
Ein hugmynd að lausn deilu Ísraela og Palestínumanna:
Gjörvöll heimsbyggðin hefur verið að horfa upp á mikið ofbeldi þar sem báðir aðilar eiga hlut að máli. Gríðarleg eignaupptaka, eignaspjöll, mannvíg og vígaferli hafa átt sér stað sem er engum til framdráttar. Palestínumenn hafa eftir því sem tíminn líður orðið veikari aðilinn einkum á hernaðarsviðinu þar sem vopnin eru ekki sambærileg á neinn hátt. Hins vegar hafa flestir tekið undir samúð með Palestínumönnum með þeim rökum að á þá hefur sífellt hallað.
Ljóst er að Palestínumenn geta aldrei gert sér minnstu vonir um að ná neinni samningsaðstöðu gegn gríðarlegu sterku herveldi Ísrael með mesta herveldi heims, Bandaríki Norður-Ameríku sem Björn að baki Kára í þessum vígaferlum.
En hvaða leið geta Palestínumenn farið?
Ein mjög skynsamleg leið er að fá matsmenn á sviði eignarréttar og skaðabótaréttar alþjóðlega lagaréttarins að meta tjón sitt einhver ár og jafnvel áratugi aftur til baka. Þar verði metið það land sem Palestínumenn hafa orðið að sjá á eftir í hendur Ísraela. Einnig allt eignatjón og manntjón sem af hefur hlotist. Sanngjarnt er að draga frá allt það tjón sem Hamas skæruliðar og aðrir ójafnaðarmenn og ófriðarseggir hafa bakað Ísraelum. Ljóst er að tjón Palestínumanna er margfalt meira en tjón Ísraela.
Skaðabótarétturinn er allra athyglisverður vegna þessa. Ljóst er að sá sem bakar öðrum manni tjóni með saknæmum hætti ber að bæta það tjón sem sannanlega er unnt að sýna fram á að sé sennileg afleiðing af verknaðinum.
Með því að færa deilumál af vígvelli og inn í réttarsali ser mun skynsamlegri leið.
Við skulum minnast þess að Vestur-Þjóðverjar og síðar sameinað Þýskaland hafa greitt himinháar stríðsskaðabætur vegna misgerða nasista gegn Gyðingum á valdatíma Adolfs Hitlers, einhvers versta andskota sem komist hefur til valda á umdeildan hátt. Þessar greiðslur hafa verið umdeildari eftir því sem herstefna Ísraela hefur verið að færa sig upp á skaftið. Einhvern tíma er komið nóg af því góða eða öllu heldur því illa sem af hlýst af þessari ógnarstefnu ofbeldis og ójöfnuðar.
Látum deilur beinast í friðasamlegri farveg. Vígvöllurinn er blóði drifinn og deilur eflast ef ekki verður fundin betri og hagkvæmari leið.
En það er auðvitað vandamálið mikla: BNA er mesti framleiðandi og seljandi vopna og hergagna. Fyrir sölumenn dauðans eru afskipti friðarsinna af deilum eins og og koma í veg fyrir blómleg viðskipti.
Góðar stundir en án brasks og spillingar.
![]() |
Friðurinn úti verði farið í framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2012 | 17:39
Merkilegt minnisleysi
Minnisleysi lykilmanna í stjórnmálum, stjórnsýslu og í bönkunum er áhugavert rannsóknarefni. Svo virðist ef eitthvað óþægilegt kemur upp, þá man enginn nokkurn skapaðan hlut. Kannski verður að fara í ítarlegri rannsókn og kanna hvort viðkomandi hafi haft fjárhagslegan ávinning af fyrirgreiðslu. Komi í ljós háar færslur á bankareikningum viðkomandi mætti ef til vill aðstoða viðkomandi að muna. Varla hafa færslurnar verið af mistökum heldur öllu fremur þar sem verið var að efna einhvern samning.
Á dögunum rifjaðist t.d. upp fyrir Vilhjálmi minnislausa eða Villa veit ekki þegar í ljós kom að Eir hafði greitt fyrir brúðkaupsgjöf til hans á sama tíma og ekki var allt með felldu í rekstri Eirar. Voru þessar fjárhæðir nánast tittlingaskítur í samanburði við færslurnar sem lykilmenn í bönkunum náðu að næla sér í.
Líklegt er að meint minnisleysi geti komið viðkomandi í koll síðar þegar í ljós koma dularfullar færslur í bankareikningum þeirra. Þá gæti viðkomandi jafnvel jafnvel átt von á ákæru fyrir að bera rangt fyrir dómi sem ætíð hefur verið litið mjög alvarlegum augum.
Þegar rannsókn er hafin þá er henni yfirleitt fylgt vel eftir sérstaklega þegar lögregla finnur höggstað á viðkomandi. Þá getur verið jafnvel gott að taka undir með séra Sigvalda í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu: Þá held eg sé kominn tími til að biðja guð um að hjálpa sér!
![]() |
Minnislitlir starfsmenn Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2012 | 08:09
Reiði og pirringur
Þegar menn sinna viðskiptum þá verða menn að sýna fyrirhyggju og skynsemi og umfram allt þolinmæði. Þessi áform hans um uppbyggingu ferðaþjónustu eru mjög óraunhæf og íslensk stjórnvöld telja líklegt að eitthvað annað kunni að vera raunverleg ástæða fyrir áhuga hans á Grímsstöðum. Þar mætti t.d. vera með æfingabúðir fyrir fjallahermenn við erfiðar aðstæður en að koma upp ferðaþjónustu fyrir venjulega ferðamenn er mjög óraunhæf hugmynd.
Kínverski fjárfestirinn er sagður bæði reiður og pirraður. Það er ekki nýtt í sögunni. Fullyrt hefur verið að sjálfur Adolf Hitler hafi farið hamförum 1937/1938 þegar íslensk stjórnvöld neituðu Lufthansa sem var í raun ríkisflugfélag undir stjórn nasista, um aðgengni að íslensku landi. Hermann Jónasson var þá forsætisráðherra og taldi vera ástæðu til fyllstu varfærni gagnvart uppgangi Þjóðverja. Þess má geta að þýsk stjórnvöld höfðu sent ýmsa menn til rannsókna og athugana á norðausturlandi m.a. með það í huga að finna staði þar sem mætti lenda flugvélum. Gamalt sveitafólk geta staðfest þetta. Sennilega hefur þeim yfirsést flugvöllur sá sem Ómar Ragnarsson uppgötvaði, við Sauðá.
Hefðu Þjóðverjar komið upp aðstöðu hér fyrir stríð er mjög líklegt að hér hefðu orðið alvarleg stríðsátök sem kunnu að hafa breytt heimssögunni.
Þar sem ekki liggja fyrir raunhæfar hugmyndir hins kínverska fjárfestis, þá er ástæða til að hafna áormum hans.
Góðar stundir.
![]() |
Huang: Reiður og pirraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2012 | 12:56
Sinubruni á Suðurlandi
Einkennileg er sú árátta að brenna sinu. Þetta var plága og byggðist á þeim rökum að verið væri að bæta landið. Síðar komust náttúrufræðingar að gagnstæðri niðurstöðu: sinan er mun mikilvægari lífverum óbrunnin en brunnin. Tegundum fækkar bæði meðal gróðurs sem dýra. Sinumóar verða einhæfir þar sem fyrst og fremst tegundir sem þola vel hitann af brunanum lifa af en aðrar hverfa, jafnvel lengi á eftir.
Sinubrunar er því gamaldags aðferð sem ætti að heyra sögunni til. Nú má reikna með að sá sem kveikt hafi í, mega vænta að verða sektaður og greiða þóknun fyrir slökkvistarf.
Í fréttinni segir: standa hús ekki fjarri staðnum þar sem eldurinn logar. Er svo að skilja að hús séu nærri eldinum? Betur væri að forðast svona fréttamennsku að setja neitun að óþörfu í setningu þegar unnt er að nota annað og auðskildara orðalag.
Góðar stundir.
![]() |
Sinubruni við Hellu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2012 | 12:45
Hefjum samgönguskógrækt
Sennilega er það eina sem unnt er að gera í þessum málum að hefja stórfellda skógrækt til samgöngubóta. Þá dugar ekki minna en a.m.k. 100 metra breiða rönd áveðurs meðfram vegi. Í fyrstu þarf að leggja áherslu á fljótsprottnar trjátegundir, víði, aspir og birki. Síðan þarf að koma upp skjóli, t.d. úr vörubrettum og afgangstimbri. Síðan þarf að leggja áhersu á vindþolnar tegundir eins og greni. Því verði plantað í skjóli af öðru en fyrstu árin er grenið viðkvæmt t.d. vegna skafrennings.
Á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli, Esju, Eyjafjöllum, Öræfajökli og sums staðar á suðausturlandi eins og í Hamarsfirði eru varhugaverðar vindhviður. Draga má vel úr þessari hættu með skógrækt.
En það er eins og að reyna að tala við steininn þegar minnst er á skógrækt á Íslandi. Því miður telja margir skógrækt vera til að eyðileggja útsýnið, rétt ein og hugmyndir um skógrækt gangi út á að byrgja mönnum sýn. Svo er ekki. Markmið skógræktar er að bæta landið og auka verðmæti þess. Í ljós hefur komið að með skógrækt má flýta vexti og þroska í kornrækt. Skógrækt má einnig efla með beit búfjár í huga. Fjallshlíðar má víða klæða skógi þar sem búfé gæti lifað mun betra lífi en uppi á afréttum þar sem meiri voða er að vænta. Þannig má lengi telja.
Því miður líta margir á skóg og skógrækt með fyrirlitningu. Þeir vilja óheft útsýni en þá væntanlega varhugaverðan storminn sem óbeislaður getu á örfáum sekúndum bakað miklu tjóni.
Hefjum skógrækt til að bæta samgöngur. Gott er að byrja strax í vor. Við getum kannski vænst árangurs eftir áratug en eftir það sannar skóglendið smám saman gildi sitt í baráttunni gegn storminum.
Góðar stundir!
![]() |
40 m/s undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2012 | 22:29
Hver eru meint afbrot þessa manns?
Þessi maður, Julian Assange, er grunaður og líklega ákærður fyriri að hafa átt þátt í að koma á framfæri ýmsum leyndarskjölum á vegum bandarískra hermálayfirvalda.
Þegar ljóst er, að Bandaríkjamenn hafa um 70% af sölu hergagna í heiminum auk þess að hafa haft stórfelld hernaðarumsvif í heiminum, þá þykir ýmsum hagsmunaaðilum innan BNA vegið gegn sér. Í augum flestra eru brot þessa manns þess eðlis að þau ættu ekki að varða ábyrgð að refsilögum. Hann hefur ekki að því best er vitað með athöfnum sínum með því að gera hernaðarupplýsingar opinberar, gert sig sekan um nokkuð sem venjulegur borgari getur gerst sekur um. Hann er að miðla upplýsingum um hernaðarumsvif sem teljast jafnvel vafasöm og umdeild en hafa sennilega verið fengin með aðstoð fyrrum yfirmanns í bandaríska hernum sem í dag hefur verið upplýst að hafi sætt mjög ámælisverðri meðferð í varðhaldi að Amnesty International hefur gert athugasemdir við.
Þegar svo stendur á, þá er greinilegt að mannréttindi kunna að hafa verið brotin gagnvart þessum mönnum. Meðferð fanga og ófrjálsra borgara sem ekki samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála né eðlilegri málsmeðferð.
Í réttarríki er eðlilegt að ákæruvaldinu beri sönnunarbyrðin um að meint afbrot hafi verið framin. Í þessu máli er ekki ljóst hver glæpurinn er.
Óskandi er að alþjóðasamfélagið leysi þessa menn úr haldi. Þeir hafa siðferðisleg rök fyrir breytni sinni, að fletta ofan af meintri misbeitingu hervalds. Þetta þarf að skoða nánar og þá með aðild International Amnesty.
Góðar stundir.
![]() |
Örlög Assange í höndum Svía og Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2012 | 21:58
Sagan endurtekur sig
Fyrr á tímum enduðu margir landar okkar í síkjunum í Kaupmannahöfn. Rit Björns Th. Björnssonar Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn segir frá ýmsum atburðum í sögu landa okkar og ekki allar fagrar. Því miður. Margir hverjir náðu ekki fótfestu í lífinu, áttu erfitt af ýmsum ástæðum sem afkomendur íslenskrar sveitamenningar með aðlögun í þessari sívaxandi stórborg.
Því miður virðist sem sagan endurtaki sig. Sumir þjóðfélagsþegnar virðast ekki rata rétta leið og lenda í vandræðum. Sennilega er besta ráðið að kappkosta að eyða aldrei meiru en aflað er og að forðast að sökkva sér í skuldir og neyslu vímuefna.
Vonandi gengur allt að óskum, landar okkar nái heilsu og einnig áttum.
Góðar stundir!
![]() |
Íslenskri konu bjargað naumlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2012 | 18:50
Sendingin að sunnan
Ekki er ósennilegt að þetta bragð formannsins muni koma Framsóknarflokknum endanlega út úr íslenskri pólitík. Þegar nokkuð ljóst er að fokið er í flest skjól fyrir þá sem vilja komast upp með fremur ómerkilegt gaspur og glamuryrði undir yfirskyni gamallrar bændamenningar fyrir sunnan, þá reyna þeir að krafsa sig áfram með því að bjóða sig fram í einu höfuðvígi bændamenningarinnar á Íslandi. En eitt hefur Sigmundi Davíð yfirsést: Hann er fulltrúi braskara og fjárglæframanna sem venjulegt sveitafólk hefur skömm á. Þó svo að Sigmundur Davíð telji sig geta keypt atkvæði jafnvel í heilu hreppunum með manni og mús með auð sínum þá er eins líklegt að flestir sjái gegnum glamrið og gífuryrðin sem hann hefur oft verið að skreyta sig með.
Mjög líklegt er að hinn almenni kjósandi á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi velji flest annað en Framsókn fyrst hinn umdeildi formaður hyggst velja þessa leið. Rætur Sigmundar Davíðs er í undirheimum hermangs og spillingar. Sveitafólk hefur ætíð tekið slíku sendingum með tortryggni. Mjög sennilegt að svo verði einnig enda er hér eitt höfuðvígi VG sem lengi hefur gagnrýnt spillingaröflin vegna einkavæðingar bankanna, kvótakerfisins og annars sem allt átti til að leiða til bankahrunsins mikla á sínum tíma.
Góðar stundir!
![]() |
Sigmundur Davíð með 63% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2012 | 12:30
Góð tíðindi
Þó illt sé að auka skatta og álögur þá eru þetta góð tíðindi. Við erum á réttri leið.
Í gær ritaði Indriði H. Þorkelsson ágæta grein um skattamál í Fréttablaðið í gær. í morgun birtist gagnrýni á grein Indriða frá einum af besserewisserum íhaldsins. Einkennilegt má það vera að svo skammt líði á milli greinar um mjög flókin mál að grein um gagnrýni birtist.
Sjálfur hefi eg gefist upp á að senda Fréttablaðinu greinar. Eg held að aðeins ein grein hafi birtst. Það er greinilega ekki sama hver ritar og af hvaða sauðarhúsi. Fréttablaðið virðist vera í eigu braskara og þeir birta ekki því allt nema það komi þeim að gagni eða séu þeim að skaðlausu.
Góðar stundir. Sennilega eigum við ekki von á betri ríkisstjórn en þeirri sem nú er. Hún hefur gert margt ágætt við erfiðar aðstæður sem íhaldinu hefði að öllum líkindum ekki tekist.
![]() |
Tekjur ríkissjóðs 41 milljarði hærri en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 244185
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar