Reiði og pirringur

Þegar menn sinna viðskiptum þá verða menn að sýna fyrirhyggju og skynsemi og umfram allt þolinmæði. Þessi áform hans um uppbyggingu ferðaþjónustu eru mjög óraunhæf og íslensk stjórnvöld telja líklegt að eitthvað annað kunni að vera raunverleg ástæða fyrir áhuga hans á Grímsstöðum. Þar mætti t.d. vera með æfingabúðir fyrir fjallahermenn við erfiðar aðstæður en að koma upp ferðaþjónustu fyrir venjulega ferðamenn er mjög óraunhæf hugmynd.

Kínverski fjárfestirinn er sagður bæði reiður og pirraður. Það er ekki nýtt í sögunni. Fullyrt hefur verið að sjálfur Adolf Hitler hafi farið hamförum 1937/1938 þegar íslensk stjórnvöld neituðu Lufthansa sem var í raun ríkisflugfélag undir stjórn nasista, um aðgengni að íslensku landi. Hermann Jónasson var þá forsætisráðherra og taldi vera ástæðu til fyllstu varfærni gagnvart uppgangi Þjóðverja. Þess má geta að þýsk stjórnvöld höfðu sent ýmsa menn til rannsókna og athugana á norðausturlandi m.a. með það í huga að finna staði þar sem mætti lenda flugvélum. Gamalt sveitafólk geta staðfest þetta. Sennilega hefur þeim yfirsést flugvöllur sá sem Ómar Ragnarsson uppgötvaði, við Sauðá.

Hefðu Þjóðverjar komið upp aðstöðu hér fyrir stríð er mjög líklegt að hér hefðu orðið alvarleg stríðsátök sem kunnu að hafa breytt heimssögunni.

Þar sem ekki liggja fyrir raunhæfar hugmyndir hins kínverska fjárfestis, þá er ástæða til að hafna áormum hans.

Góðar stundir.


mbl.is Huang: „Reiður og pirraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála burtu með Kínamannin hann hefur ekket erindi hingar því a lítið verður eftir af þessum manni árið 2111.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2012 kl. 09:11

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er sama hvaða skoðun menn hafa á kínverjanum og hugmyndum hans, þá er framkoma stjórnvalda þingi og þjóð til háborinnar skammar.  Ef menn vilja ekki fá hann hingað, þá á að segja það hreint út en ekki fara  eins og köttur í kringum heitan graut. 

Gaman væri að sjá blogg um sambærilegt mál, ef íslendingur ætti í hlut í útlöndum, ekki erlendur þegn á Íslandi.

En því miður er þetta háttur ráðamanna, ekki bara gagnvart erlendum þegnum, heldur einnig gegn þeim sem ekki búa innan við sjónlínu Skólavörðuholtinu.  Nefni til sögunnar kapalverksmiðju á Seyðisfirði.  Samfylkingin og VG eru þar drulluháleistar á heimsmælikvarða.

Að gera eitthvað annað: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/1271244/#comments

Benedikt V. Warén, 3.12.2012 kl. 15:22

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Besta mál er þegar stjórnvöld sýna varkárni. Áætlanir þessa erlenda athafnamanns eru mjög þokukenndar og óraunhæfar. Ekki er vitað mikið um manninn en han er nátengdur kínverska kommúnistaflokknum. Hann gegndi þannig mjög mikilvægu hlutverki á Olympíleikunum í Peking 2008.

Því er spurning hvort hann sé á vegum kínverskra stjórnvalda en Kína er að koma sér upp miklu flotaveldi til að fylgja mikilli útþenslustefnu. Því er mikilvægt að ná sem víðast einhvers konar aðstöðu.

Hollt væri þér Benedikt að lesa ræðu Einar Þveræings. Þú finnur hana í Heimskringlu eftir Snorra Sturluson.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242968

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband