Þegar skúrkurinn ber hærri hlut

Þegar Eva Joly var hér í haust þá benti hún á, að Bretland væri aðsetur og skjól fjárglæframanna. Það skyldi ekki undra að breskir braskarar komist upp með það ótrúlega. Klúður í rannsókn máls dregur þann dilk á eftir sér að skúrkurinn ber ef til vill hærri hlut þegar upp er staðið.

Bretar hafa lengi verið taldir vera fyrirmynd í rannsókn afbrota. Lengi vel var Scotland Yard þekktasta rannsóknarlögregla heims. Nú virðist einhverjir fúskarar hafa klúðrað málum.

Við skulum minnast þess að bræður þessir voru mjög umsvifamiklir í Kaupþingi, Exista og jafnvel fleiri fyrirtækjum. Kaupþing lánaði þeim 46% af öllu lánasafni sínu og sennilega er nokkur von að eitthvað af þeim himinháu kröfum skili sér til baka.

Sjálfur reyndi eg að krafsa í bakkann við að koma kröfu í þrotabúið vegna tapaðs hlutafjár en án árangurs. En sú viðleitni kostaði mig offjár.

Braskarar hafa verið iðnir við að hafa fé af fólki og eru enn að.

En óskandi er að Bretland reynist réttarríki og hafni þessum sérkennilegu kröfum á hendur efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office.

Góðar stundir án braskara og spillingar.


mbl.is Vill 200 milljónir punda í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bretaveldi hefur burði til að rannsaka spillingu, en vill ekki rannsaka á réttlátan hátt!

Hvað segir það okkur heimsbúum?

Hvað óttast Bretaveldi svo mikið, sem ekki má rannsaka?

Er Bretaveldið kannski höfuðstöðvar heimsmafíunnar?

Stjórnar Bretaveldi framkvæmdum AGS, EES og AGS?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að athuga hverjir stýra Bretlandi í dag. „Íhaldið er nægjusamt“ segir í Bréfi til Láru eftir Þórberg. Hann sýndi fram á hvernig íhaldsmönnum er alltaf sama um allt svínaríið og ekki má trufla þessa blessuðu öðlinga sem eru að bjarga sér.

Kröfurnar sem þessir bræður krefja breska skattborgara eru himinháar: 200 milljónir sterlingspunda eða um 24 milljarða íslenskra smákróna!

Og þetta fyrir eitt stykki húsleit! Dýrir verða þessir bræður Bretum enda munu þeir vera að öllum líkindum með lögfræðinga sem kunna vel sitt fag.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 22:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón. Fyrr má nú rota en dauðrota! Hvað er raunveruleg nægjusemi?

Ég kann annars ekkert á þessar klíkuaðferðir heimsveldisins. Ég segi bara það sem  mér dettur í hug, hverju sinni. Það er víst ekki alltaf vinsælt sem mér dettur í hug. Og skiljanlega.

En ég ætla mér að tala út frá hjartanu,hér eftir sem hingað til. Vinsældirnar skipta mig engu máli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 23:52

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað segjum við allt sem okkur finnst!

Þórbergur notaði orðið nægjusemi í merkingunni að íhaldið gerir ekki miklar kröfur. Þess vegna sé það „nægjusamt“. Þú ættir að lesa þessa frægustu bók Þórbergs við tækifæri hafir þú ekki gert það þegar. Þó 88 ár séu liðin frá útkomu bókarinnar (1924) þá er hún ein af þeim ritum sem heyra til okkar „klassík“. Sjálfur heillaðist eg af Bréfinu fyrir meira en hálfri öld og les enn mér til fræðslu og skemmtunar.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 243049

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband