Gula pressan

Um nokkuð langa hríð hefur tíðkast að sum blöð slái upp stórum fyrirsögnum. Hafa slíkar fyrirsagnir oft verið kenndar til stríðs og jafnvel þaðan af verra.

Það verður að gera þá kröfu til þess fréttamiðils að rétt sé farið með þegar frétt er sett fram rétt eins og stríðsfrétt. Ef svo er ekki er það auðvitað grafalvarlegt mál og þá þarf miðillinn að draga í land og birta afsökun á sama hátt og fyrri frétt.

Hins vegar getur verið álitamál ef frétt er sett fram á sérstaklega grófan og meiðandi hátt. Þá er nánast verið að vega mjög ámælisvert að æru einstaklingsins. Í doktorsritgerð Gunnars Thoroddsens „Fjölmæli“  er fjallað um æruna og vernd hennar sem ættu að vera öllum fjölmiðlamönnum skyldulesefni og jafnvel þeim skylt að taka próf í. Þar eru nefnd fjölmörg dæmi úr íslenskum og erlendum dómapraxís hvað talið hefur ærumeiðingar og hvað ekki, hvaða aðferðum kann að vera beitt o.s.frv.

T.d. sá verknaður að senda einhverjum 30 smápeninga með tilvísun í svik Júdasar, kann að vera mjög ærumeiðandi fyrir þann sem hefur t.d. staðið í einhverjum umdeildum ákvörðunum sem varðar almannahag. Sjálfsagt hefði mátt koma áþekkri uppákomu í íslenskri pólitík t.d. við umdeilda samningsgerð við erlenda aðila eða t.d. vegna einkavæðingar sem er alltaf umdeild. Var ekki Sementsverksmiðjan „seld“ eða öllu fremur afhent einhverjum sem gátu nýtt hana í gróðabralli, hvað þá bankana hvers stjórnendur skildu allt í rjúkandi rúst?

Blaðamenn verða auðvitað að kunna þá list að gæta hófs. Betra er að draga úr fremur en að bæta í þó freistingin kunni að vera mikil. Ekki dugar að segja eftir á eins og þeir félagar í Gerplu eftir að hafa höggvið mann í herðar niður: Hann lá svo vel við höggi!

Góðar stundir!


mbl.is DV hafnar beiðni Stefáns Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

DV hefur sint verið talið vant að virðingu sinni, enda sorablað, sem engin ærleg manneskja ætti að lesa, ef ég verð fyrir því óláni að gjóa augum á blaðið í biðröð í búð eða þessháttar, þá fyllist ég samviskubiti, og líður eins og ég hafi brotið stórlega af mér. 

Hörður Einarsson, 5.12.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 243049

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband