Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014
Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 árum
Mætti benda núverandi fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að það var ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 áurum að stytta Einars Benediktssonar yrði sett upp á núverandi stað á Klambratúni. Ef eg man rétt þá var rökstuðningurinn sá að Einar horfði mót norðri til Esjunnar sem hann m.a. kom að í kvæði sínu á Þjóðminningardaginn 1897 þar sem ein ljóðlínan var fólk með eymd í arf.
Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig einu sinni vera flokk allra stétta í stéttlausu landi!!!
Nú virðist hann meira og minna vera samansafn braskara og ævintýramanna ásamt minna og meira hugmyndasnauðum einstaklingum sem slá um sig með einhverju frelsi og einstaklingsframtaki.
Mættu þessir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta á önnur málefni mikilvægari. Hvernig hafa þeir skilið eldri borgarana eftir í réttleysi og rangindum sem t.d. Eir málið tengist. Þar þarf að fara betur í saumana á því hvað fór afvega og hverjir höfðu gagn af flausturganginum.
En umfram allt, leyfið bronskallinum að vera í friði fyrir bröskurunum áfram á Klambratúni!
Einar falinn á bak við hávaxin tré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2014 | 20:59
Útþynningaraðferð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur bar þá gæfu að sameina ráðuneyti m.a. með það að meginmarkmiði að draga stórlega úr kostnaði við rekstur þeirra.
Valdagleði og hroki einnar manneskju virðist ætla að brjóta upp þessa skynsamlegu ákvörðun. Þessi ríkisstjórn braskara og ævintýramanna vill bruðla sem mest, stórauka framlög til hernaðarbandalagsins Nató en jafnframt skila hallalausum fjárlögum!
Það verður fróðlegt en að öllum líkindum sorglegt að sjá næsta fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar sem virðist öllum heillum horfin.
Við þurfum að losna sem fyrst við þessa ríkisstjórn, hún gerir flest þjóðinni til tjóns.
Dómstólar og lögregla undir nýtt ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2014 | 20:50
Blindgöturáðgjöf
Jón Steinar hefur löngum bundið hnúta sína öðru vísi en flestir aðrir. Í stað hófsamlegrar ráðgjafar virðist eins og hann sé að draga hina valdaglöðu Hönnu Birnu og þar með ríkisstjórnina inn í einhverja óskiljanlega blindgötu.
Af hverju segir Hanna Birna ekki af sér ráðherradómi? Hún væri metin fyrir hugrekkið að stíga til hliðar. Til vara gæti hún óskað eftir að skipta um ráðuneti við annan.
Í stað þess á að reyna einhvern óskiljanlegan línudans sem hlýtur að enda illa, á að brjóta upp skynsamlega skiptingu ráðuneyta með tilheyrandi kostnaði og óvissu, - aðeins til að þóknast valdagleði einnrar manneskju!
Lekamálið er farið að vinda upp á sig. Það snýst núna um siðareglur sem fyrri ríkisstjórn setti en núverandi ríkisstjórn vill sniðganga eins og margt annað í samfélaginu. Þessi ríkisstjórn virðist vera á móti öllu: nýrri stjórnarskrá, aðild að Evrópusambandinu, nýjum náttúruverndarlögum og nú skynsamlegum siðareglum.
Jón Steinar ætti að sjá að sér og ráðleggja Hönnu Birnu að fylgja skynseminni en ekki halda í hálmstráið sem færir henni áframhaldandi valdasetu.
Hrokinn og heimskan hefur ætíð hefnt sín. Að reyna að leysa mál með blindgötuaðferðinni er vægast sagt aumkunnarlegt.
Eitt er víst: Við Íslendingar eigum rétt á nýrri og betri ríkisstjórn en þessari!
Góðar stundir!
Jón Steinar veitti ráðherra ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2014 | 20:54
Dýr reynast vandræði Sjálfstæðisflokksins
Í stað þess að Hanna Birna segi af sér sem ráðherra vill hún fremur kljúfa skynsamlegan rekstur Stjórnarráðsins. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst það metnaðarfulla mál að draga saman ráðuneytin og gera að skynsamlegum rekstrareiningum. Við erum einungis þriðjungur úr milljón hvað allir athugi!
Vandræðagangur Hönnu Birnu gengur út á að halda völdum. Þessi valdaglaða manneskja vill halda í völdin fyrst hún er búin að hafa svo mikið fyrir því að öðlast þau. Hagsmunagæsla innan Sjálfstæðisflokksins virðist vera mjög afdráttarfull:
Ljóst er að Stefáni Eiríkssyni voru sett úrslitakostir á sínum tíma að siga lögreglunni á mótmælendur í Garðahrauni síðastliðið haust vegna hagsmunagæslu ættmenna Bjarna Benediktssonar varðandi lóðabrask í vestanverðum Garðabæ. Meðan tugir lögregluþjóna var stefnt þangað að handtaka nokkra friðsama borgara sem síðan hefur verið ákærðir var ekki unnt að senda einn einasta lögreglumann til að stoppa lögleysuna við innheimtu inngangseyris að Geysissvæðinu.
Allt þetta má skoða í víðu samhengi.
Eg skynjaði það á fundi á vegum Landverndar s.l. vor þar sem Stefán Eiríksson var fyrir svörum og eg spurði hann um hvort hann hefði ekki haft uppi minnstu efasemdir um lögmæti þessarar umdeildu ákvörðunar. Þarna var lögreglu beitt pólitískt gegn réttmætum mannréttindum hóps fólks sem leyfði sér að hafa aðrar skoðanir en forstöðumenn Sjálfstæðisflokksins.
Því miður hefur ekki aðeins siðareglum verið ýtt til hliðar heldur einnig lýðræði og mannréttindum. Áfram er keyrt gegn betri vitund um að völdin séu meira virði en skynssamlegar lausnir. með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi að fara í slóð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem taldi sig vera allt heimilt til að tryggja völd sín á sínum tíma.
Er fólk tilbúið að ræða þessi mál á þessum grundvelli?
Sitjum við uppi með valdaglaða einstaklinga sem vilja ekki neina skynsemi, ekkert réttarríki og mannréttindi?
Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2014 | 12:35
Biðjum fyrir ríkisstjórninni!
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vill reka ríkið eins og rússneskt hænsnabú. Allta á að stemma hvort sem miðað verði við 5 ára áætlun eða 10 ára áætlun. Fjárveitingar eiga að duga þrátt fyrir harkalegan niðurskurð! Skorið er niður í heilbrigðismálum, félagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, umhverfismálum og öðrum velferðarmálum. En Sigmundur Davíð vill auka fjárveitingar til hernaðarklúbbsins Nató!
Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi beðið fyrir ríkisstjórninni og forseta landsins. Ekki veitir nú af því þessir aðilar hafa oft tekið einkennilegar og umdeildar ákvarðanir.
Og nú vill Sigmundur Davíð strika út bænir og annað í RÚV rétt eins og það komi að einhverju gagni í niðurskurðarplönum og áráttu hans.
Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Sigmundar Davíð minnir nokkuð á óheflaða götustráka sem vita ekkert hvað þeir vilja en það með fullum krafti! Þar eru teknar ákvarðinir með hroka og óbilgirni rétt eins og búið sé að innleiða einræði Sigmundar Davíðs & Co.
Mætti guð almáttugur koma vitinu fyrir þessa ríkisstjórn og innleiða hliðstætt lýðræði og mannréttindi eins og var komið hjá íslensku þjóðinni á árunum 2009-2013 .
Biðjum fyrir ríkisstjórninni!
Þjóðin vill hafa Þjóðkirkjuna í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2014 | 20:20
Sauðfé fyrir alla!
Lengi vel hefur sauðféð verið eitt það mikilvægasta fyrirbæri í íslensku samfélagi. Allt daglegt líf allan ársins hring fór eftir þörfum sauðfjársins, ástin til sauðkindarinnar hefur lengi verið það mikil að ekki þótti sérlega skynsamlegt að hallmæla sauðkindinni og þörfum hennar.
Það var lengi erfiðleikum háð að planta trjáplöntum, sauðkindin fékk að ráfa um allar koppagrundir milli fjalls og fjöru, nagaði allan gróður niður í rót og allir áttu að sætta sig við það.
Fyrir um aldarþriðjungi var tekið á því vandamáli að hér var of mikið sauðfé fyrir í landinu. Forystusauðir Framsóknarflokksins gengu í ríkissjóðð og greiddu niður sauðfjárafurðir bæði innanlands og til að selja á yfirfullum mörkuðum austan sem vestan hafs. Þetta var kallaður sósílaismi andskotans enda hefði veirð unnt að nýta skattfé betur en í þessa vitleysu.
Sauðkindin komst næst því að vera ósnertanleg eða heilög rétt eins og kýrnar hjá hindúum á Indlandi.
Nú hefur verið komið fyrir suðfé í Mosfellsbæ sem útbúið hefur verið úr nóapanplötum. Þetta er merkilegt framtak enda étur sauðfé þetta hvorki gras né skógarplöntur. Smiðirnir sem þarna eiga hlut að máli gætu ábyggilega markaðsett þessa tegund sauðkinda til allra þeirra sem ríka tilfinningu hafa borið til sauðkindarinnar og grætt vonandi eitthvað á vinnu sinni og hugmynd í leiðinni.
Ef eg bæri tilfinningu til sauðkindarinnar myndi eg fjárfesta í spýtukindum. Þær geta verið úti allan ársins hring og þeim verður ekki kalt og hungra aldrei.
Góðar stundir!
Trékindur á vappi um Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2014 | 19:59
Vigdís Hauksdóttir á að segja af sér!
Sennilega hefur aldrei valist jafnóhæf manneskja í starf formanns fjárveitingarnefndar Alþingis og Vigdís Hauksdóttir. Þessi manneskja er ein furðulegasta sending sem skilað hefur sér inn á Alþingi Íslendinga og eru þær þó margar furðulegar.
Vigdís þessi ætlaði að slá sjálfa sig til riddara gegn einhverri meintri spillingu eða hvað það hún vill nefna það en reynist vera tóm klámhögg í garð vandaðra embættismanna sem vilja stýra stofnunum þeim sem þeim er trúað fyrir með skynsamlegri stjórnun og hagsýni í samræmi við lög, markmið og tilgang.
Nú hefur þessi manneskja, Vigdís Hauksdóttir freklega gengið gegn allri skynsemi.
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB á þakkir skildar fyrir að reka vitleysuna til baka niður í formannsfrúna. Rök Elínar og sjónarmið ættu allir sem vilja fylgjast með íslenskum stjórnmálum taka til athugunar.
Best væri að Vigdís segði af sér sem formaður fjárveitinganefndar enda hefði Sigmundur Davíð varla getað valið verri mannesku í þetta starf. Pétur Blöndal hefði verið mun skárri og hæfari enda er hann vandvirkur og fer fram með hófsemi.
Sakar Vigdísi um ofsa í garð opinberra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2014 | 12:11
Nútímalegri vinnubrögð!
Umboðsmaður Alþingis hefur komið auga á að ekki er með öllu felldu í stjórnsýslunni í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Siðareglum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur virðist hafa verið ýtt til hliðar og svo virðist að stjórnarherranir vilja gera það og framkvæma sem þeim sýnist.
Þessi ríkisstjórn hefur sýnt í verki að hún er afturhaldsstjórn forneskjunnar, jafnvel af verra taginu. Sennilega hefur Ísland aldrei komist jafnlangt í lýðræðisháttum en undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er mat Svans Kristjánssonar prófessors við Háskóla Íslands en það hefur verið verkefni hans í 4 áratugi að taka á þjóðarpúlsinum.
Umboðsmaður Alþingis hugsar eins og fagmaður sem vill að stjórnsýslan sé í samræmi við nútímakröfur þar sem lýðræði og mannréttindi eru virt.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson vilja enga nýja nútímalega stjórnarskrá. Þeir vilja hafa þá gömlu áfram með kannski einhverju endurbótaklastri sem á að fara um hendurnar á einum afturhaldssamasta lögfræðingi landsins Sigurði Líndal.
þeir vilja ekki nútímaleg náttúruverndarlög meðan þau gömlu eru alveg nógu góð. Þetta er lið sem á heima á annarri öld en við flestir aðrir Íslendingar.
Sigmundur og Hanna Birna fá bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2014 | 14:34
Stoppum morðvargana!
Amnesty international hvetur almenning í öllum lýðræðisríkjum að þrýsta á John Kerry að stoppa hernaðarstuðning við ofbeldishryllinginn í Ísrael og Palestínu.
Þessi átök minna töluvert á spænsku borgarstyrjöldin en þá var það ríkisstjórn þýskra nasista og ítalskra fasista sem þar koma við sögu. Nú eru það Bandaríki Norður-Ameríku sem telja sig vera framarlega í borgaralegum réttindum!
Í fréttatilkynningu Amnesty segir m.a.:
Bandaríkin eru langstærsti vopnasöluaðili Ísraels. Margvíslegur tækjabúnaður til hernaðarlegra nota, öryggismála og löggæslu er fluttur frá Bandaríkjunum til Ísraels.Önnur ríki sem einnig flytja vopn og annan hernaðarlegan varning eru m.a. Austurríki, Suður-Kórea, Ítalía, Indland og Kólumbía.
Frá árunum 2009 til lok árs 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld margvísleg vopn og skotfæri til Ísraels að jafnvirði 773,853,826 bandaríkjadala. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum um útflutning á hefðbundnum vopnum fluttu bandarísk stjórnvöld jafnframt 596 vopnuð og brynvarin farartæki,141 stór flugskeytakerfi, 192 herflugvélar og 128 herþyrlur, og 3,805 flugskeyti og eldflaugavörpur.
Þann 16. ágúst 2007 undirrituðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ísraels 10 ára samstarfssamning (Memorandum of Understanding), þar sem bandarísk stjórnvöld heita ísraelskum stjórnvöldum þrjátíu milljarða bandaríkjadala. Samkvæmt samningnum hljóta ísraelsk stjórnvöld þrjá milljarða bandaríkjadala árlega sem liður í fjármögnun bandaríska stjórnvalda til hernaðaruppbyggingar á erlendri grundu (Foreign Military Financing/ FMF). Styrkurinn sem fellur undir þennan hluta samningsins felur í sér kaup á bandarískum varnarbúnaði, herþjónustu og þjálfun. Auk þessa fjárhagslega stuðnings taka bandarísk stjórnvöld þátt í hernaðarlegum rannsóknum og vopnaþróun í samstarfi við ísraelsk stjórnvöld.
Allir geta lagt hönd á plóginn með því að verða við ákalli Amnesty international. Slóðin er:
http://www.netakall.is/adgerdir/bandarikin-stodvi-vopnaflutning-til-israels?CacheRefresh=1
Barn lést og 30 manns særðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af hverju skiptir Hanna Birna ekki einfaldlega um ráðherrastól við einhvern fyrst hún vill vera ráðherra áfram?
Henni finnst greinilega gaman að ráða, deila og drottna yfir öðrum.
Eiga duttlungar og vanhæfi hennar að snúa öllu við í skipulagi Stjórnarráðsins?