Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Agalaust bruðl

Ljóst er að þessi dægurlagakeppnishátíð er komin út í slæma bilindgötu. Nú verða dönsk stjórnvöld að taka á þessu enda ekki unnt að sækja fjármuni til gömlu nýlendunnar lengur eins og fyrrum.

En er þetta ekki eins og efsti hluti ísjakans í opinberu bruðli?

Við Íslendingar getum litið í eiginn barm og líta má á utanríkisþjónustuna. Hvar í veröldinni skulu vera sendiráð fyrir hverjar 10.000 íbúa? Við erum ekki nema þriðjungur úr milljón en samt erum við að reka utanríkisráðuneyti með um 30 sendiráð. Og nýjasta nýtt er að ráða einn helsta fjármálaskussa landsins sem sendiherra!

Geir Haarde er sagður hafa háa menntagráðu úr virtum bandarískum háskóla í hagfræði! (Skrá yfir þingmenn Alþingis: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=162). Þessi maður var æðsti embættismaður íslenskrar stjórnsýslu en gerði akkúrat ekkert til að forða landi og landsmönnum frá bankahruninu þó svo að æðstu valdamenn Sjálfstæðisflokksins vissu allt frá febrúar 2008 að ekki væri unnt að bjarga bönkunum!

Í augum margra er þessi nýjasta ákvörðun ríkisstjórnarinnar ein sú furðulegasta að ekki sé dýpra tekið í árina. Og þessir valdamenn verða að viðundri í veröldinni þegar í ljós kemur hvaða hrikaleg afglöp þessi maður á að baki.

Á Íslandi er skussinn hafinn upp til skýjanna! 


mbl.is Eurovision rekin með miklu tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband