Nútímalegri vinnubrögð!

Umboðsmaður Alþingis hefur komið auga á að ekki er með öllu felldu í stjórnsýslunni í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Siðareglum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur virðist hafa verið ýtt til hliðar og svo virðist að stjórnarherranir vilja gera það og framkvæma sem þeim sýnist.

Þessi ríkisstjórn hefur sýnt í verki að hún er afturhaldsstjórn forneskjunnar, jafnvel af verra taginu. Sennilega hefur Ísland aldrei komist jafnlangt í lýðræðisháttum en undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er mat Svans Kristjánssonar prófessors við Háskóla Íslands en það hefur verið verkefni hans í 4 áratugi að taka á þjóðarpúlsinum.

Umboðsmaður Alþingis hugsar eins og fagmaður sem vill að stjórnsýslan sé í samræmi við nútímakröfur þar sem lýðræði og mannréttindi eru virt.

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson vilja enga nýja nútímalega stjórnarskrá. Þeir vilja hafa þá gömlu áfram með kannski einhverju endurbótaklastri sem á að fara um hendurnar á einum afturhaldssamasta lögfræðingi landsins Sigurði Líndal.

þeir vilja ekki nútímaleg náttúruverndarlög meðan þau gömlu eru alveg nógu góð. Þetta er lið sem á heima á annarri öld en við flestir aðrir Íslendingar. 


mbl.is Sigmundur og Hanna Birna fá bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband