Stoppum morðvargana!

Amnesty international hvetur almenning í öllum lýðræðisríkjum að þrýsta á John Kerry að stoppa hernaðarstuðning við ofbeldishryllinginn í Ísrael og Palestínu.

Þessi átök minna töluvert á spænsku borgarstyrjöldin en þá var það ríkisstjórn þýskra nasista og ítalskra fasista sem þar koma við sögu. Nú eru það Bandaríki Norður-Ameríku sem telja sig vera framarlega í borgaralegum réttindum!

 

Í fréttatilkynningu Amnesty segir m.a.: 

Bandaríkin eru langstærsti vopnasöluaðili Ísraels. Margvíslegur tækjabúnaður til hernaðarlegra nota, öryggismála og löggæslu er fluttur frá Bandaríkjunum til Ísraels.Önnur ríki sem einnig flytja vopn og annan hernaðarlegan varning eru m.a. Austurríki, Suður-Kórea, Ítalía, Indland og Kólumbía.

Frá árunum 2009 til lok árs 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld margvísleg vopn og skotfæri til Ísraels að jafnvirði 773,853,826 bandaríkjadala. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum  um útflutning á hefðbundnum vopnum fluttu bandarísk stjórnvöld jafnframt 596 vopnuð og brynvarin farartæki,141 stór flugskeytakerfi, 192 herflugvélar og 128 herþyrlur, og 3,805 flugskeyti og eldflaugavörpur.

Þann 16. ágúst 2007 undirrituðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ísraels 10 ára samstarfssamning (Memorandum of Understanding), þar sem bandarísk stjórnvöld heita ísraelskum stjórnvöldum þrjátíu milljarða bandaríkjadala. Samkvæmt samningnum hljóta ísraelsk stjórnvöld þrjá milljarða bandaríkjadala árlega sem liður í fjármögnun bandaríska stjórnvalda til hernaðaruppbyggingar á erlendri grundu (Foreign Military Financing/ FMF). Styrkurinn sem fellur undir þennan hluta samningsins felur í sér kaup á bandarískum varnarbúnaði, herþjónustu og þjálfun. Auk þessa fjárhagslega stuðnings taka bandarísk stjórnvöld þátt í hernaðarlegum rannsóknum og vopnaþróun í samstarfi við ísraelsk stjórnvöld. 

Allir geta lagt hönd á plóginn með því að verða við ákalli Amnesty international. Slóðin er:

http://www.netakall.is/adgerdir/bandarikin-stodvi-vopnaflutning-til-israels?CacheRefresh=1 


mbl.is Barn lést og 30 manns særðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sem sagt verið að ýja að því, að múslimar geti útrýmt eina lýðræðisríkinu á þessu svæði og hvað svo?

Næst verður það Ítalía, eða?

Nígería í Afríku er að verða islamskt, vegna grimmdar og ofstækis múslima og aumingjaskapar og getuleysis ríkisstjórnarinnar og vestrænna landa.

Önnur Mið-Afríkulönd eru undir mikilli ógn frá þessum viðbjóði sem myrðir "hina vantrúuðu" í þúsundum. Mundu að þú ert einn af þeim.

Verið er að útrýma kristnum um öll Mið-Austurlönd og virðist öllum anskotans sama og sérstaklega kirkjan á Vesturlöndum.

Frekar á að taka á móti islömskum flóttamönnum, en kristnum og það með stuðningi kirkjunnar.

Ekki er verið að hvetja einræðisríkin múslimsku, til að hætta að útvega Hamas vopn, eða?

Það gleymist nefnilega, að múslimar eiga ekkert sameiginlegt með fólki sem styður lýðræði.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 15:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er rétt að alhæfa um of. Þegar trúarofstækismenn ná völdum er ekki von á góðu. þá er þrengt að mannréttindum og lýðræði. Sem betur fer eru víða hófsamir múslimar til rétt eins og í flestum löndum. Má t.d. nefna Túnis og Tyrkland þar sem yfirvöld hafa lagt áherslu á að aðlaga sig í átt að vestrænum stjórnarháttum enda skila þeir betri árangri en harkan.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.8.2014 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband