Vigdís Hauksdóttir á að segja af sér!

Sennilega hefur aldrei valist jafnóhæf manneskja í starf formanns fjárveitingarnefndar Alþingis og Vigdís Hauksdóttir. Þessi manneskja er ein furðulegasta sending sem skilað hefur sér inn á Alþingi Íslendinga og eru þær þó margar furðulegar.

Vigdís þessi ætlaði að slá sjálfa sig til riddara gegn einhverri meintri spillingu eða hvað það hún vill nefna það en reynist vera tóm klámhögg í garð vandaðra embættismanna sem vilja stýra stofnunum þeim sem þeim er trúað fyrir með skynsamlegri stjórnun og hagsýni í samræmi við lög, markmið og tilgang.

Nú hefur þessi manneskja, Vigdís Hauksdóttir freklega  gengið gegn allri skynsemi.

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB á þakkir skildar fyrir að reka vitleysuna til baka niður í formannsfrúna. Rök Elínar og sjónarmið ættu allir sem vilja fylgjast með íslenskum stjórnmálum taka til athugunar.

Best væri að Vigdís segði af sér sem formaður fjárveitinganefndar enda hefði Sigmundur Davíð varla getað valið verri mannesku í þetta starf. Pétur Blöndal hefði verið mun skárri og hæfari enda er hann vandvirkur og fer fram með hófsemi. 


mbl.is Sakar Vigdísi um ofsa í garð opinberra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alveg sjálfsagt að láta nokkur hundruð möppudyr fara af Rikisspenanum og hver sem kemur þvi til leiðar a að fa stóra bonus greyðslu.

Meira en helmingurinn af þessum möppudyrum gera hvort eð ekki neitt, mæta stundum ekki i vinnu en fa samt greidd full laun.

Svo eru þessi möppudyr yfirborguð miðað við einkageiran, eg tala nú ekki um efirlaunin sem þessi möppudyr fa.

Þetta er svo sem ekki vandamál bara a Íslandi, þetta er sama her i USA, munurinn er bara sa að i USA eru möppudyrin i,þúsunda tali sem mætti fa pokann sinn.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2014 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.1.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 58
 • Frá upphafi: 239134

Annað

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 47
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband