Sauðfé fyrir alla!

Lengi vel hefur sauðféð verið eitt það mikilvægasta fyrirbæri í íslensku samfélagi. Allt daglegt líf allan ársins hring fór eftir þörfum sauðfjársins, ástin til sauðkindarinnar hefur lengi verið það mikil að ekki þótti sérlega skynsamlegt að hallmæla sauðkindinni og þörfum hennar.

Það var lengi erfiðleikum háð að planta trjáplöntum, sauðkindin fékk að ráfa um allar koppagrundir milli fjalls og fjöru, nagaði allan gróður niður í rót og allir áttu að sætta sig við það.

Fyrir um aldarþriðjungi var tekið á því vandamáli að hér var of mikið sauðfé fyrir í landinu. Forystusauðir Framsóknarflokksins gengu í ríkissjóðð og greiddu niður sauðfjárafurðir bæði innanlands og til að selja á yfirfullum mörkuðum austan sem vestan hafs. Þetta var kallaður sósílaismi andskotans enda hefði veirð unnt að nýta skattfé betur en í þessa vitleysu.

Sauðkindin komst næst því að vera ósnertanleg eða heilög rétt eins og kýrnar hjá hindúum á Indlandi.

Nú hefur verið komið fyrir suðfé í Mosfellsbæ sem útbúið hefur verið úr nóapanplötum. Þetta er merkilegt framtak enda étur sauðfé þetta hvorki gras né skógarplöntur. Smiðirnir sem þarna eiga hlut að máli gætu ábyggilega markaðsett þessa tegund sauðkinda til allra þeirra sem ríka tilfinningu hafa borið til sauðkindarinnar og grætt vonandi eitthvað á vinnu sinni og hugmynd í leiðinni.

Ef eg bæri tilfinningu til sauðkindarinnar myndi eg fjárfesta í spýtukindum. Þær geta verið úti allan ársins hring og þeim verður ekki kalt og hungra aldrei.

Góðar stundir! 

 

 

 


mbl.is Trékindur á vappi um Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

En eru þessar kindur ekki helvíti harðar undir tönn og bragðvondar, Guðjón?

Þórir Kjartansson, 13.8.2014 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

og þurfa væntanlega langa suðu telji einhver þær ætar!

Guðjón Sigþór Jensson, 17.8.2014 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband