Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
31.8.2013 | 18:07
Dokið!
Að fara út í einhliða hernaðaraðgerð getur endað í skelfilegri blindgötu. Þetta hefur margsinnis gerst og dæmin svo mörg að myndi æra óstöðugan að telja allt upp.
Það er mjög skynsamlegt af Obama að leggja ákvörðun um þetta fyrst fyrir bandaríska þingið. Á meðan tíminn líður getur komið fram nýjar upplýsingar sem máli kunna að skipta.
Allur hernaður er rándýr. Hver tilraun að finna friðsamlega lausn kostar aðeins brot af hernaðarbrjálæðinu. Allir tapa af því, hvort sem eru óbreyttir borar í því landi þar sem átök eru eða bandarískir skattgreiðendur.
Obama vill grípa til aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 13:26
Skynsamlegt - en hvað með þarfagreiningu?
Stærri bílar eiga að vera utan húsagötur. Sá böggull fylgir skammrifi að við Þórsgötu eru tveir gististaðir, Hótel Odense á Þórsgötu 1 og Gistiheimilið Sunna í hinum enda götunnar og er við hornið Þórsgötu 26 og Njarðargötu. Að sækja farþega og fara með farþega á gististaði sem þessa er martröð.
Svipað ástand er við nokkra aðra gististaði í Reykjavík, Hótel Skjaldbreið á Laugavegi 16, Hótel Frón á Laugavegi 22 rétt ofan við Klapparstíg, Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg, Hótel Plaza í Aðalstræti og Hótel Borg eru dæmi um gististaði þar sem ekki hefur verið hugsað um aðkomu hvorki stórra farþegabíla né annarra stærri bíla t.d. vegna aðfanga og aðra þjónustu. Annað hvort er umferð stærri bifreiða bönnuð eða ekki gert ráð fyrir að slíkar bifreiðar geti stoppað til affermingar eða fermingar.
Það gleymist því furðuoft þegar farið er í að veita leyfi til breytinga hvort sem er á húsum eða götum að sjá fyrir og gera ráð fyrir aðkomu þjónustu þessara gististaða. Og svo á að breyta Landsímahúsinu, byggja við og hefja rekstur gríðarstórs hótels. En aðkoma gesta og þjónustu virðist eiga að mæta afgangi og þetta mikilsverða atriði látið daga uppi milli vita án þess að viðhlítandi lausn sé fyrir hendi.
Þegar eg starfaði í Iðnskólanum í Reykjavík á sínum tíma ræddu arkitektarnir sem þar störfuðu á Hönnunarbraut og sumir starfa þar enn undir nýju heiti skólans, um þarfagreiningu. Þarfagreining var lykilorð í kennslunni þar sem mikil áhersla væri lögð á að væntanlegur hönnuður þyrfti fyrst að gera sér grein fyrir öllum þörfum áður en hannað er. Þarfagreining mætti sjálfsagt kenna stjórnmálamönnum sem koma til með að taka ákvarðanir. Ef þeim eru allar upplýsingar og þarfir kunnar, ættu þeir að geta tekið betri og vandaðri ákvarðanir.
Banna hópbifreiðar á Þórsgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 12:40
Áróður eða upplýst umræða?
Það sem kemur frá konu þessari virðist vera eintóm upptalning af neikvæðum upplýsingum. Það er eins og ekki sé nein vonarglæta til hjá þessari bresku konu sem virðist ekki hafa upplifað neitt gott í vistinni hjá Evrópusambandinu.
Mjög líklegt er að Evrópusambandið taki breytingum. Þau ríki sem ekki geta uppfyllt Maastrickt sáttmálann, verður ýtt til hliðar en þau ríki þar sem opinber fjármál og efnahagur er rekinn með skynsemi, mun halda áfram.
Þegar Árni prófastur Þórarinsson sagði frá göllum illa innrættra Snæfellinga þá var fundið að því að nauðsynlegt væri að ýja einhverju góðu samanvið svo að innrætingin og áróðurinn gangi betur inn í fólk. Allir sem sýna skynsemi bíða átekta og vilja fá meira að heyra áður en úrskurður er kveðinn um gæði og galla.
Ljóst er að fjarri fer að Evrópusambandið sé gallalaust. En kostirnir eru margir og meira að segja mjög miklir. Þar byggist allt á því að stjórnmálamenn kunni að stýra landi og lýð með farsæld og varfærni. Það er því langt í land að núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn átti sig á þessu.
Góðar stundir.
Telur að ESB muni hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2013 | 16:41
Gefum orðið frjálst!
Jón Baldvin er fróður vel og kemur vel frá sér því sem hann veitir. Þó svo að honum hafi orðið á í messunni sem flestum dauðlegum mönnum þá ætti fólk að kunna að fyrirgefa, - enda sé ekki höggvið í sama knérunn að fornum sið.
Fyrirgefningin er einhver sú mesta náð sem hefur fylgt kristindómnum og verður vonandi stunduð svo lengi sem menningin lifir. Það er eins og það gleymist að ef beðist er fyrirgefningar og sá brotlegi hafi margsýnt sýnt iðrun og veitt syndaaflausn, - er þá réttlætanlegt að halda viðkomandi í banni um aldur og ævi? Sumir vilja telja að Jón Baldvin hafi gert jafnvel stærra axarskaft en gagnvart stúlkunni með því að draga Davíð Oddsson til valda á sínum tíma en alkunna er hvernig sú saga reyndist öll og endaði með skelfingu einkavæðingu bankanna.
En sjálfsagt á ekki að rifja slíkt upp í öðrum sóknum, nóg er nú orðið samt af vitleysunum og hremmingum af þeirra völdum.
Þess má geta að forsprakki einkavæðingar veður uppi eins og kommúnisminn og hefur sjaldan haft sig jafnmikið í frammi og einmitt nú. Hannes Hólmsteinn hefur verið hugmyndafræðingur og boðberi Frjálshyggjunnar á Íslandi. hann hefur dregið hingað til lands alls konar fræðimenn og faríséa í Frjálshyggjunni og ekki hefur verið amast við því. Alla vega ekki mikið ef vera kann nokkur andmæli frá okkur sem höfum haldið okkur á vinstri línunni í íslenskum stjórnmálum. Og sjálfsagt hefur enginn Íslendingur fyrr né síðar dregið nokkra þjóð jafn illa á asnaeyrunum og það sjaldgæfa eintak af Guðlaugsstaðakyninu.
Góðar stundir!
Félagsvísindasvið leggur ekki mat á deilurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2013 | 14:24
Raunsætt að meta framtíð áliðnaðar á Íslandi
Lengi vel var því haldið fram að Ísland væri fyrirheitna land álbræðslna. Nú er að koma á daginn hversu tæpt er að trúa á endalausan hagvöxt vegna áliðnaðar, nú er komið að endamörkunum.
Ljóst er að álfyrirtækin leiti hagkvæmustu lausna hvað sem gamaldags stjórnmálamönnum halda fram.
Nú gleypa álbræðslurnar 3 um 70% af allri framleiddri raforku í landinu og til viðbótar tekur kínverska járnblendið um 10% til viðbótar. Fróðlegt væri að sjá tekjur Landsvirkjunar og annarra orkusölufyrirtækja á skiptingu tekna. Ekki er ólíklegt að einungis þriðjungur tekna þeirra komi frá stóriðjunni en hinir tveir þriðju hlutar frá almenningsveitunum.
Þegar álbræðsla Alkóa á Reyðarfirði opnaði, lokaði Alkóa tveim álbræðslum á Ítalíu. Ekki er ólíklegt að einhverntíma komi að því að öllum álbræðslunum á Íslandi verði lokað vegna óhagkvæmni við að flytja hráál langan veg og unnið ál langar leiðir þangað sem það verður unnið.
Reyðarfjarðarævintýrið varð okkur dýrkeypt reynsla ásamt bankaeinkavæðingunni.
Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2013 | 08:46
Leiðrétting
Sequoia sempervirens er skyld zypressum og er af þeirri ætt. Þessi hávaxna trjátegund hefur verið nefnd risafura á Íslandi þó svo að trjátegundin sé ekki af ætt furutegunda.
Furuættkvísin er nefnd pinus og strandfurunar eru til af ýmsum undirtegundum. Einna þekktust sem vex hér á landi er stafafura, pinus contorta sem vaxið hefur mjög vel hér á landi.
Hæstu tré heims í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2013 | 14:54
Læra bændur af reynslunni?
Fyrrum var fremur nauðsyn en þörf bænda að reka sauðfé á afrétti. Margsinnis hefur léttúð í þá átt komið mörgum bændum í koll. Í byrjun september s.l. var eitt af þessum vetrarveðrum sem skyndilega skella á og Kári sýnir enga miskunn. Um 10.000 fjár draps eða var saknað. Þetta var samfélaginu dýrt, um 100 milljónum var varið til að bæta bændum tjón eða um 10.000 krónur á dilk. Í þeirri tölu var talinn ýms kostnaður við björgun.
Í dag er ekki þörf á að hafa meira en 350.000-400.000 ær á fóðrum á vetrum. Kjötframleiðsla á ekki að vera meiri en innanlandsmarkaðurinn þarfnast. Allt umfram er bruðl á landgæðum og tálvon um að geta fengið fyrir framleiðslukostnaði. Það er nefnilega svo að engin kjötframleiðsla er eins óhagkvæm og af sauðfé.
Til þess að bændur geti staðist betur samkeppni, verða þeir að hagræða í rekstri sínum. Þeir eiga að lágmarka afföll og kosnað, sauðfjárhald ekki undanskilið.
Góðar stundir!
Bændur varaðir við norðanhvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2013 | 14:46
3ja flokks lögfræðingar?
Núverandi ríkisstjórn virðist byggja á eigin sjálfsblekkingum þar sem verið er að finna óvini ríkisins m.a. í formi Evrópusambandsins. Ísland utan Evrópusambandsins verður auðveldari bráð fyrir kínverska auðvaldið, það er kannski markmið ríkisstjornarinnar að gera okkur háðari Kínverjum og hagsmunum þeirra. Tíbet var innlimað í Kína fyrir 60 árum. Ef við sitjum uppi með annað eins lið og nú myndar ríkisstjórnina, þá verður sennilega ekki langt í það að kínverskir hagsmunir hafi innlimað Ísland inn í valdakerfi sitt. Ætli mörgum kotbóndanum þætti þá ekki þröngt fyrir sínum dyrum?
Þessir forystusauðir ríkisstjórnarinnar hafa alls ekki kynnt sér nægjanlega stjórnskipunarrétt svo dæmi sé nefnt. Þrískipting ríkisvaldsins virðist vera sumum ráðherrum jafnfjarlægt og fjarlægustu sólkerfi. Þrígreining ríkisvaldsins gengur út á að hver þáttur virði ákvarðanir hinna þáttanna. Framkvæmdarvaldið hefur því miður verið allt of sterkt og seilist sífellt inn á valdssvið löggjafarvaldsins sem er líklega veikasti hlekkurinn í valdakerfi landsins.
Þegar Sigurður Líndal var upp á sitt besta kvað hann eitt mikilvægasta hlutverk sitt að forða landi og lýð undan lélegum lögfræðingum. Þegar lögfræðingar treysta sér ekki taka að sér málflutningsstörf, að stjórna fyrirtækjum né ganga í þjónustu ríkisins, þá láta menn kjósa sig til Alþingis. Þetta kom fram hjá Sigurði veturinn 1972-73 í fyrirlestrum hans um almenna lögfræði.
Sigurður vildi skipta lögfræðingastéttinni í 3 hópa:
Bestu lögfræðingarnir helga sig málflutning og taka að að sér stjórn fyrirtækja.
Næst bestu ganga í opinbera þjónustu, gerast dómarar, sendiherrar, sýslumenn og lögfræðingar ýmissra stofnana.
Lökustu lögfræðingarnir taka sæti á Alþingi!
Svo mætti bæta fjórða hópnum við: þeir sem gera ekkert af framansögðu.
Er sýn Sigurðar lögfræðiprófessors að sanna sig nú, rúmlega 4 áratugum síðar?
Engin viðræðuslit án aðkomu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2013 | 21:15
Kennarastarfið er erfitt og mjög vanmetið
Sú var tíðin að menntamálaráðherra sem þá var Sverrir Hermannsson hóf mikla herferð gegn kennurum. Sverrir þessi átti mikinn þátt í að gera hlutverk kennarans minna virði og smám saman varð kennarastarfið að kvennastétt með tilheyrandi launalækkun. Þetta var fyrir um 3 áratugum og enn er verið að höggva í sama knérunn, nú með óánægju einhvers sem ekki treystir sér að gefa upp hver hún sé í raun og veru.
Þess má geta að skólahald var lengi vel aðlagað störfum til sveita og svo var lengi einnig með Alþingi meðan það var setið af þingmönnum sem langflestir tóku starf sitt af alvöru. Þá voru laun þingmanna sambærileg við taxta verkamanna í Reykjavík. Nú virðist Alþingi vera meira og minna troðfullt af trúðum sem hver og einn vill lýsa yfir eigin ágæti. Og þeir eru nú á ágætislaunum.
Nú virðist vera í bígerð ný herferð gegn kennurum rétt eins og allar syndir heimsins sé þeim að kenna.
Allt of margir frídagar kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2013 | 21:07
Kórvilla Gunnars utanríkisráðherra: grafið undan réttarríkinu
Greinilegt er að Gunnar utanríkisráðherra gerir sér ekki grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins. Alþingi ályktaði á sínum tíma og samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Nú telur hann sig hafa vald til að breyta ályktun Alþingis eftir eigin ákvörðun þó svo að hann sé einn sér einungis um 1.5% þingheims.
Mjög líklegt er að Gunnar treysti sér ekki að leggja fram nýja þingsályktun sem breytir fyrri ályktun þingsins sem samþykkt var fyrir um 4 árum. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru fylgendur aðildar að Evrópusambandinu og nægir þar að nefna þyngdarviktarmenn á borð við Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálm Bjarnason.
Ótrúlegt er að þessir þingmenn láti ekki meira í sér heyra. Forysta Sjálfstæðisflokksins er reikul og ráðvillt og veit ekkert hvaða ákvörðun eigi að taka eftir að hafa verið dregin inn í ríkisstjórn lýðskrums og undarlegra stjórnarhátta sem miðast að því að grafa undan réttarríkinu.
En broskarlahátturinn í vor sem leið varð skynseminni yfirsterkari.
Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar