Læra bændur af reynslunni?

Fyrrum var fremur nauðsyn en þörf bænda að reka sauðfé á afrétti. Margsinnis hefur léttúð í þá átt komið mörgum bændum í koll. Í byrjun september s.l. var eitt af þessum vetrarveðrum sem skyndilega skella á og Kári sýnir enga miskunn. Um 10.000 fjár draps eða var saknað. Þetta var samfélaginu dýrt, um 100 milljónum var varið til að bæta bændum tjón eða um 10.000 krónur á dilk. Í þeirri tölu var talinn ýms kostnaður við björgun.

Í dag er ekki þörf á að hafa meira en 350.000-400.000 ær á fóðrum á vetrum. Kjötframleiðsla á ekki að vera meiri en innanlandsmarkaðurinn þarfnast. Allt umfram er bruðl á landgæðum og tálvon um að geta fengið fyrir framleiðslukostnaði. Það er nefnilega svo að engin kjötframleiðsla er eins óhagkvæm og af sauðfé. 

Til þess að bændur geti staðist betur samkeppni, verða þeir að hagræða í rekstri sínum. Þeir eiga að lágmarka afföll og kosnað, sauðfjárhald ekki undanskilið.

Góðar stundir!  


mbl.is Bændur varaðir við norðanhvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband