Gefum orðið frjálst!

Jón Baldvin er fróður vel og kemur vel frá sér því sem hann veitir. Þó svo að honum hafi orðið á í messunni sem flestum dauðlegum mönnum þá ætti fólk að kunna að fyrirgefa, - enda sé ekki höggvið í sama knérunn að fornum sið.

Fyrirgefningin er einhver sú mesta náð sem hefur fylgt kristindómnum og verður vonandi stunduð svo lengi sem menningin lifir. Það er eins og það gleymist að ef beðist er fyrirgefningar og sá brotlegi hafi margsýnt sýnt iðrun og veitt syndaaflausn, - er þá réttlætanlegt að halda viðkomandi í banni um aldur og ævi? Sumir vilja telja að Jón Baldvin hafi gert jafnvel stærra axarskaft en gagnvart stúlkunni með því að draga Davíð Oddsson til valda á sínum tíma en alkunna er hvernig sú saga reyndist öll og endaði með skelfingu einkavæðingu bankanna.

En sjálfsagt á ekki að rifja slíkt upp í öðrum sóknum, nóg er nú orðið samt af vitleysunum og hremmingum af þeirra völdum.

Þess má geta að forsprakki einkavæðingar veður uppi eins og kommúnisminn og hefur sjaldan haft sig jafnmikið í frammi og einmitt nú. Hannes Hólmsteinn hefur verið hugmyndafræðingur og boðberi Frjálshyggjunnar á Íslandi. hann hefur dregið hingað til lands alls konar fræðimenn og faríséa í Frjálshyggjunni og ekki hefur verið amast við því. Alla vega ekki mikið ef vera kann nokkur andmæli frá okkur sem höfum haldið okkur á vinstri línunni í íslenskum stjórnmálum. Og sjálfsagt hefur enginn Íslendingur fyrr né síðar dregið nokkra þjóð jafn illa á asnaeyrunum og það sjaldgæfa eintak af Guðlaugsstaðakyninu.

Góðar stundir! 


mbl.is Félagsvísindasvið leggur ekki mat á deilurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband