Áróður eða upplýst umræða?

Það sem kemur frá konu þessari virðist vera eintóm upptalning af neikvæðum upplýsingum. Það er eins og ekki sé nein vonarglæta til hjá þessari bresku konu sem virðist ekki hafa upplifað neitt gott í vistinni hjá Evrópusambandinu.

Mjög líklegt er að Evrópusambandið taki breytingum. Þau ríki sem ekki geta uppfyllt Maastrickt sáttmálann, verður ýtt til hliðar en þau ríki þar sem opinber fjármál og efnahagur er rekinn með skynsemi, mun halda áfram.

Þegar Árni prófastur Þórarinsson sagði frá göllum illa innrættra Snæfellinga þá var fundið að því að nauðsynlegt væri að ýja einhverju góðu samanvið svo að innrætingin og áróðurinn gangi betur inn í fólk. Allir sem sýna skynsemi bíða átekta og vilja fá meira að heyra áður en úrskurður er kveðinn um gæði og galla.

Ljóst er að fjarri fer að Evrópusambandið sé gallalaust. En kostirnir eru margir og meira að segja mjög miklir. Þar byggist allt á því að stjórnmálamenn kunni að stýra landi og lýð með farsæld og varfærni. Það er því langt í land að núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn átti sig á þessu.

Góðar stundir. 


mbl.is Telur að ESB muni hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þetta er upplýst umræða af hálfu Mörtu Andreasen, enda þekkir hún vel til sambandsins. Gott að fá þessi sannleikskorn frá henni eftir allan áróðurinn frá Árna Páli Árnasyni.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er þingmaður á Evrópuþinginu.Hún hefur varla farið að bjóða sig fram til þingsetu ef hún hefur verið sambandinu mótfallin.En það hafa fleiri snúist í afstöðunni.Er ekki Jón Baldvin kominn líka á sömu skoðun?

Jósef Smári Ásmundsson, 31.8.2013 kl. 13:55

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Jósef, það eru margir þingmenn á ESB-þinginu í Strasbourg, sem hafa boðið sig fram fyrir ESB-andstæðingaflokka. Því miður eru þeir í miklum minnihluta (ennþá), en eru þeir sem tala af mestu viti, ólíkt mörgum öðrum ESB-þingmönnum, sem eru pólítísk viðrini og eyða öllum tímanum í að auka eigin völd eða umbuna sjálfum sér.

Og það eru fleiri þingmenn en Marta sem hafa neitað að samþykkja fjárhagsáætlanir sambandsins.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 14:16

4 identicon

Af öllum þeim fjölda sem þekkja vel til sambandsins eru andstæðingar í miklum minnihluta samkvæmt Austmann,félagasamtök. Sannkölluð pólitísk viðrini. Það segir okkur eitthvað. Eins mætti benda á að sambandið rak þessa konu úr starfi og hún fer því tæplega að ausa lofi á það. Persónuleg óvild, rakalausar fullyrðingar og stóryrði kallast ekki upplýst umræða. Og það að Nei sinnar kosti þennan útlending sérstaklega til að koma til Íslands til að flagga sinni skoðun bendir til að þetta sé frekar áróðursbragð en uppfræðsla.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 15:13

5 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Nei, Ufsi, þú ert að misskilja eða kannski ertu greindarskertur. ESB-andstæðingarnir á þinginu í Strasbourg eru þeir einu með viti. Hinir þingmennirnir (ESB-sinnarnir) eru ýmist pólítísk viðrini og duglausir uppgjafaþingmenn.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar umræðan gengur út á það eitt að vera á móti þá er spurning: hvað varð af skynsamlegri og rökbundinni umræðu? Ætla þrasarar að beita endalaust fyrir sig tilfinningarökum eins og gerðist í Icesave deilunni? Þá var allt einu viðkvæðið að við borgum ekki fyrir drullusokkana! En það gleymdist að þessum sömu aðilum var afhentur gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar og það af þeim manni sem kom þessum áróðri af stað. Hver man ekki nú sem sagði í viðtali að við borgum ekki skuldir óreiðumanna!

Afrek síðustu ríkisstjórnar var fyrst og fremst sú að koma okkur út úr meginvandanum. Það gleymdist. Núna er núverandi ríkisstjórn komin í skógarhögg sbr. grínmyndina í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir Sigmundur Davíð og Bjarni saga niður tekjutréð en skilja skuldatréð standa!

Guðjón Sigþór Jensson, 31.8.2013 kl. 18:01

7 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Guðjón, hvað þýðir: "en skilja skuldatréð standa!"

Þú verður að afsaka, ég hef ekki séð þessa grínmynd (teikningu?). Ég les ekki Fréttablaðið eftir að Mikael Torfason tók við.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 18:41

8 identicon

Austmann,félagasamtök þurfa að læra Íslensku áður en þau tjá sig. Skilgreining á orðinu viðrini er einmitt mikill minnihluti, fjöldann er ekki hægt að kalla viðrini. Merking orðsins viðrini hefur ekkert með greind að gera. Þannig geta bæði þeir gáfuðustu sem og hinir heimskustu flokkast sem viðrini.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 19:02

9 identicon

Marta Andreasen var nákvæmlega rekin úr sínu starfi fyrir að upplýsa evrópskan almenning um hugsanlega spillingu innan EU.

Farsæld og varfærni innan EU?

H.B. (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 19:09

10 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Heyrðu, Ufsi: Meirihlutinn á ESB-þinginu getur líka kallast viðrini, þegar þeir eru bornir saman við hvernig þeir ættu að starfa. Þá er ég að miða við þingmenn á þjóðþingunum í aðildarríkjunum. ESB-sinnaðir ESB-þingmenn í Strasbourg eyða öllum sínum tíma í að leggja fram frumvörp sem:

1. auka þeirra eigin völd miðað við framkvæmdarstjórnina og þjóðþingin

2. auka óverðskuldaða fjárhagslega umbun til þeirra sjálfra

3. fjalla um einskisverða hluti, sem engu máli skipta. Þeir halda að fjöldi frumvarpa (fleiri hundruð á nokkrum vikum) sé mikilvægari en gæði þeirra.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 19:31

11 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þetta eru asnar, Guðjón.

Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 19:33

12 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Auðvitað eiga allir að vita að það er bannað að tala illa um ESB, þar sem smjör drýpur af hverju strái Miðað við lýsingar kratanna þá er himnaríki heldur verri staður en ESB

Hreinn Sigurðsson, 31.8.2013 kl. 20:01

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég fór á fundinn og hlustaði á það sem þessi ágæta kona hafði að segja. Ég var sammála henni um það, hvernig ESB virkar í raun best fyrir þá sem eru staddir ofarlega í stéttarstiganum.

En ég staldraði aðeins við það í huganum, þegar hún taldi að fiskistöðu-yfirburðirnir væru mikilvægastir fyrir ESB, frá Íslandi.

Þar var ég ekki sammála henni, því í mínum augum er hreina vatnið og jarðvarminn mikilvægasta auðlind Ísland.

En hún talaði af einlægni, reynslu og hreinskilni, sem mér finnst ómetanlegur kostur.

Ég saknaði þess að heyra og sjá ekki fleiri ESB-sinna á fundinum en raunverulega voru þarna, til að koma með gagnrýnar spurningar.

Það vantar svo tilfinnanlega grundvöll fyrir rökstudda umræðu frá öllum hliðum á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2013 kl. 23:40

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Grunnhugsunin um Evrópusambandið er bæði göfug og réttsýn. Hins vegar kann framkvæmdin að hafa misfarist hjá ýmsum þó svo að ekki megi minnast mikið á það. Fyrir agalausa stjórnmálamenn þá er Evrópusambandið eins og eitur í þeirra eyrum, þeir vilja hafa allt í hendi sér.

Evrópusambandið gengur út á að farið sé nákvæmlega eftir miklu regluveldi. Það er byggt á gamallri reynslu og þekkingu sem komið hefur sér vel. Ef út af er brugðið þá fer allt eðlilega í vitleysu.

Evrópusambandið mun að öllum líkindum breytast m.a. vegna þeirra skuldbindinga sem þjóðirnar taka á sig en geta ekki uppfyllt.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2013 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband