Kórvilla Gunnars utanríkisráðherra: grafið undan réttarríkinu

Greinilegt er að Gunnar utanríkisráðherra gerir sér ekki grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins. Alþingi ályktaði á sínum tíma og samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 

Nú telur hann sig hafa vald til að breyta ályktun Alþingis eftir eigin ákvörðun þó svo að hann sé einn sér einungis um 1.5% þingheims.

Mjög líklegt er að Gunnar treysti sér ekki að leggja fram nýja þingsályktun sem breytir fyrri ályktun þingsins sem samþykkt var fyrir um 4 árum. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru fylgendur aðildar að Evrópusambandinu og nægir þar að nefna þyngdarviktarmenn á borð við Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálm Bjarnason.

Ótrúlegt er að þessir þingmenn láti ekki meira í sér heyra. Forysta Sjálfstæðisflokksins er reikul og ráðvillt og veit ekkert hvaða ákvörðun eigi að taka eftir að hafa verið dregin inn í ríkisstjórn lýðskrums og undarlegra stjórnarhátta sem miðast að því að grafa undan réttarríkinu.

En broskarlahátturinn í vor sem leið varð skynseminni yfirsterkari. 


mbl.is Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu

Nú átti ekki bara að hefja aðildarviðræður og sjá svo til?

Ertu að segja að Össur hafi logið að okkur allan tímann?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2013 kl. 22:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú verður að lesa betur Guðmundur það sem eg rita: Alþingi ályktaði á sínum tíma og samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Össur laug engu.

Gunnar virðist ekki átta sig á þrískiptingu ríkisvaldsins. Framkvæmdavaldið getur aldrei gripið fram fyrir hendurnar hvorki á dómstólum né löggjafarvaldinu.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2013 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband