Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
10.3.2010 | 21:07
Fjáraustur prófkjöra
Prófkjörum hefur fylgt gríðarlegur fjáraustur einkum Sjálfstæðisflokknum. Athygli vekur hversu frambjóðendur hafi mikið fé úr að spila til að auglýsa eigið ágæti, hugmyndir og áhugamál. Lítið fer fyrir því hvernig þeir hafa staðið sig enda mun það skipta suma sáralitlu máli.
Það sem mjög miklu máli skiptir er hvort þeir sem tóku þátt í prófkjörum hvort sem er hjá Sjálfstæðisflokki eða einhverjum öðrum flokki hyggjast gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa haft undir höndum vegna prófkjöranna. Í langflestum réttarríkjum þykir þetta sjálfsagt mál og er litið grafalvarlegum augum ef út af ber. Sá sem treystir sér ekki að gera grein fyrir fjármálum sínum á ekkert erindi í stjórnmál enda á allt að vera gegnsætt og komið fram af heiðarleika en ekki slægð og undirferlum.
Við höfum haft nóg af slíkum stjórnmálamönnum. Þannig stjórnmálamaður hefur reynst okkur dýr! Já rándýr!
Mosi
Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2010 | 15:16
Sendiráð sem mætti spara
Ekkert lát virðist á útþenslu sendiráða. Er virkilega enn 2007 í Utanríkisráðuneyti Íslands? Er Össur enn fastur í 3ja ára almanakinu þegar allt lék í lyndi.
Í fréttinni er vikið að því að Lettland og Ísland hafi haft náið stjórnmálalegt samband. Til skamms tíma hafi íslensk fyrirtæki verið all umsvifamikil í Lettlandi en fæst þeirra starfi þar lengur.
Menningarleg samskipti þjóðanna hafa verið að aukast síðustu ár og er áhugi fyrir íslenskri menningu mikill í Lettlandi. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. En hafa fleiri en friðsamir borgarar áhuga fyrir Íslandi?
Benda ber á að frá Lettlandi hafa á undanförnum árum komið umsvifamiklir hættulegir glæpamenn, nú síðast í umsvifamiklu óhugnanlegu mansalsmáli. Þetta er hræðileg þróun en glæpastarfsemi virðist vera allmikil bæði á Íslandi og Lettlandi og virðist fara vaxandi. Úr þessu þarf að bæta og vonandi stendur sendiherra okkar sig í stykkinu hvað þetta varðar við að hefja góða faglega samvinnu meðal lögregluyfirvalda í báðum löndunum. Ríkisborgarar frá Lettlandi sem gerst hafa sekir um alvarleg brot á Íslandi ættu að vera sendir umsvifalaust til afplánunar sem næst föðurhúsunum og fá ævilangt bann við endurkomu hingað.
Ráðstöfun þessa mikla fjár sem fylgir rekstri heils sendiráðs er að öðrum kosti ekki réttlætanleg þar sem fyririkomulag með ræðismenn kæmi sjálfsagt að jafnmiklum notum en kostar ekki nema örlítið brot af kostnaði við sendiráð.
Mosi
Nýr sendiherra í Lettlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2010 | 14:53
Blekkingar og svik
Sjálfsagt er að allir þeir sem selja vöru sína eða þjónustu, upplýsi væntanlega viðskiptavini sína um verð og hvaða hagsmunir eru áskildir við afhendingu vörunnar eða veitingu þjónustu. Að dulbúa verðlagsskrá sem ekki er unnt að varast eru hreinar og beinar blekkingar og svik sem ber að uppræta.
Það ætti vonandi ekki að þurfa nema örfáar kærur til þess að þetta verði opinbert mál og að lögreglan hafi hendur í hári þessara ósvífnu prúttnu viðskiptamanna sem hyggjast græða offjár á leik barna og unglinga.
Mosi
Fjárhættuspil fyrir börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 18:38
Fleiri stoðir undir fyrri vitneskju
Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan ill var etin, en sumir drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir til bana, en sumir lögðust út til að stela og urðu fyrir það sekir og drepnir (Landnáma).
Fleiri fornrit segja frá harðindum, t.d. Njáls-saga. Stuldurinn í Kirkjubæ er afleiðing þessara erfiðleika til lands og sjávar. Allsvakaleg lýsing er í Svaða þætti og Arnórs kerlinganefs þar sem skagfirskur bóndi, Svaði á Svaðastöðum hafi stefnt mörgum fátækum mönnum og neytt þá að taka mikla og djúpa gröf. Þá lét hann drepa þá alla og urða í gröfinni. Minnir þetta á verstu níðingsverk sem unnin hafa verið oft í styrjöldum.
Harðæri voru mikil hérlendis á árunum 970-990. Undir lok 12. aldar gengu harðindi um Norðurálfu og hér á landi varð einnig mikil óáran. Herma annálar frá að 1192 hafi um 2400 manns dáið í Norðlendingafjórðungi frá veturnóttum til fardag. Heimild: Íslenska þjóðveldið eftir Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Heimskringla, 1953, bls. 146 og áfram.
Sagan er ákaflega forvitnileg og ber að fagna þegar ný sjónarmið koma til sögunnar til að styðja fyrri vitneskju.
Mosi
Fornritin góð heimild um veður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 18:09
Góð hugmynd
Þó þessi tillaga liggi fyrir þá er ekki þar með sagt að þetta sé ákveðið.
Gjástykki er talið vera mjög merkilegt náttúrufyrirbrigði ekki síður en næsta nágrenni t.d. við Leirhnjúk. Sjálfsagt er að skoða betur friðlýsingu Gjástykkis með möguleika til ferðaþjónustu að leiðarljósi.
Líklega styggjast þingeyskir álhangendur við þessari hugmynd Svandísar. En gæta ber að nú eru álbræðslur víða um heim að draga saman seglin. Ef endurvinnsla á álumbúðum hefst fyrir alvöru í iðnríkjunum einkum BNA þá eru álver í N-Evrópu dauðadæmd, - líka á Íslandi.
Fyrir nokkrum vikum lokaði Alkóa tveim álbræðslum sínum á Ítalíu. Þau voru orðin bæði gömul og óhagkvæm í rekstri. Hvenæ kemur að álverunum hjá okkur? Þau úreldast sem annað og ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þau reka leiti nýrra leiða að byggja önnur. En við verðum að gæta að því að nú eru komin of mörg viðkvæm álegg í viðskiptakörfuna.
Um 80% af framleiddu rafmagni fer í aliðnaðinn. En hversu mikið af tekjum Landsvirkjunar kemur frá stóriðjunni? Við fáum ekkert að vita þó svo að við fáum að borga skuldirnar af þessari stóriðjubrjálsemi sem hefur valdið bankahruninu.
Mosi
Friðlýsing Gjástykkis undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 16:09
Eignaaukning um 700.000 á hvert mannsbarn
Af orðum fréttarinnar hefur virði bankans með mörgu nöfnin sem nefndist Kaupþing þá hann féll, aukist um nálægt 700.000 á hvert mannsbarn í landinu. Það er dágóð fjárhæð.
Í fréttinni er því miður ekki greint frá því sem máli skiptir hvernig málin standa: hverjar eru heildareignir og skuldir. Er eitthvað sem bankinn á umfram skuldir og hversu mikið?
Meðan banki þessi er í enn í eigu ríkisins mætti hugsanlega koma á fót n.k. hjálparsjóði til þeirra sem sérstaklega hafa farið illa út úr hruninu og eitthvað kynni að vera umfram skuldir. Ungt fólk sem fékk nauðþurftarlán til þess að koma þaki yfir höfuðið en hefur orðið fyrir samdrætti og jafnvel atvinnuleysi þarf að fá einhverja úrlausn. Einnig þeir sem á mjög ósanngjarnan hátt fóru illa út úr hruninu m.a. vegna þess hve verðbólgan fór úr böndum um tíma.
Hins vegar er takmörkuð eða jafnvel engin samúð með þeim sem tóku kúlulán og reynt var að fella þau úr gildi. Þar var beinlínis heimskulegar lánafyrirgreiðslur sem eru til háborinnar skammar.
Annars mætti með skattkerfinu koma á móts við þær tugþúsundir sem sitja uppi með skertan hlut.
Mosi
Aukið virði eigna 214 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 17:44
Byrjum á réttum enda!
Fyrr eða síðar HLÝTUR að koma að því að persónulegar eigur þeirra sem áttu þátt í bankahruninu, verði kyrrsettar. Fríkirkjuvegur er sögufrægt hús. Það þyrfti að komast aftur í opinbera eigu enda hefur einkaframtakið heldur betur klikkað að gera eitthvað vitrænt í þessu máli.
Fram að þessu hefur allt of miklu púðri verið eitt í Icesave málið. Það er kannski ekki nema 10% af öllum erlendum skuldumm þjóðarbúsins!
Einkennilegt er að stjórnarandstæðan hefur ekki staðið sig í stykkinu með að fylgja betur eftir að vera ríkisstjórninni til aðstoðar að uppræta spillinguna. Stöðugt er verið að tefja ríkisstjórnina í þessu Icesave máli og á meðan er þessari rannsókn ekki betur gaumur gefinn.
Annars er það sérstökum saksóknara mikið í mun að fá á hreint hversu mikið fæst upp í Icesave skuldirnar. Fyrr verður ekki unnt að kyrrsetja eigur þessara aðila sem hlut eiga að máli!
Því miður átta sig ekki allir á því en láta æsingamennina um að stýra ferðinni.
Mosi
Mosi
Boða uppboð á Fríkirkjuvegi 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 10:22
Lykilatriði
Ljóst er, að þegar Gordon Brown tekur þessa groddalegu ákvörðun að beita bresku hermdarverkalögunum á Íslendinga án þess að gefa neina skýringar á, þá erum við vægast sagt í ákaflega erfiðri stöðu. Breska ljónið hefur snúið upp á hendurnar okkar, ekki aðra heldur báðar, og okkur hefur ekki reynst neinn betri kostur en að reyna samningaleiðina sem þó hefur reynst torsótt að sanngirni gagnvart þjóðinni.
Auðvitað er lykilatriði eignir hins fallna banka. Icesave reikningarnir voru stofnaðir til þess að styrkja eiginfjár st-öðu bankans. Í ársbyrjun 2008 lögðu matsfyrirtæki áherslu á við þáverandi bankastjornendur að auka innlán bankans. Á Íslandi væri aukin umsvif takmörkuð og því ættu Landsbankamenn að einbeita sér að innlánsaukingu erlendis.
Þetta fé átti að nýta til að mæta lánsgreiðslum sem voru á gjaldaga næstu missera. En áður en dæmið gekk upp sprakk blaðran með þeim hrikalegu afleiðingum sem allir þekkja.
En eignir Lasndsbankans eru umtalsverðar. Hann var iðinn við að lána fyrirtækjum og einstaklingum ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður erlendis. Og þessi lán eru að skila sér smám saman en lendir í vörslum Englandsbanka á vaxtalausum reikningi. Þessi innistæða eykst fremur en að dragast saman enda ber skuldurum að greiða bankanum áfram, þeir sleppa ekki við svo billega.
Þessar eignir Landsbankans eru lykilatriði við að leysa þessa Icesave deilu. Innistæðan í Englandsbanka er í dag um það bil hallinn á íslensku fjárlögunum og jafnvel hærri. Þá þurfum við að endurheimta sem mest af eignum sem ýmsir aðilar höfðu af bönkunum og má þar t.d. nefna lán upp á 280 milljarða sem breskur ríkisborgari fékk í Kaupþing banka nokkrum vikum fyrir fall bankans án viðhlýtandi trygginga eða veða. Einhvers staðar er þetta mikla fé.
Icesave skuldirnar eru einungis um 10% af heildarskuldum þjóðarinnar. Þessi óvissa hefur verið okkur dýr, meira að segja rándýr enda lánakjör nánast allra lána og endurfjármögnun eins óhagstæð eins og unnt er að vænta. Við verðum auðvitað að ná betri samningum við Breta og Hollendinga en þó þannig að við náum að hámarka eignir íslensku bankanna og endurheimta sem allra mest af hinu týnda fé. Þá þarf að gera gangskör að því að hafa upp í eignum þeirra aðila sem í dag eru í stöðu grunaðra manna eða kunna að vera það undir rannsókn bankahrunsins. Þessar eignir þarf að kyrrsetja og endurheimta jafnframt sem þessir þokkapiltar verði gerðir ábyrgir gerða sinna með sakamálarannsókn og látnir sæta viðhlýtandi refsingu.
Bresk yfirvöld skulda okkur enn skýringa á því hvers vegna þeir beittu íslensku þjóðina hermdarverkalögunum eins og hún leggur sig en takmörkuðu heimild sína fyrst og fremst við starfsemi Landsbankans á Bretlandi.
Mosi
Eignir Landsbanka enn frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar