Sendiráð sem mætti spara

Ekkert lát virðist á útþenslu sendiráða. Er virkilega enn 2007 í Utanríkisráðuneyti Íslands? Er Össur enn fastur í 3ja ára almanakinu þegar allt lék í lyndi.

Í fréttinni er vikið að því að Lettland og Ísland hafi haft náið stjórnmálalegt samband. Til skamms tíma hafi íslensk fyrirtæki verið all umsvifamikil í Lettlandi en fæst þeirra starfi þar lengur.

Menningarleg samskipti þjóðanna hafa verið að aukast síðustu ár og er áhugi fyrir íslenskri menningu mikill í Lettlandi. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. En hafa fleiri en friðsamir borgarar áhuga fyrir Íslandi?

Benda ber á að frá Lettlandi hafa á undanförnum árum komið umsvifamiklir hættulegir glæpamenn, nú síðast í umsvifamiklu óhugnanlegu mansalsmáli. Þetta er hræðileg þróun en glæpastarfsemi virðist vera allmikil bæði á Íslandi og Lettlandi og virðist fara vaxandi. Úr þessu þarf að bæta og vonandi stendur sendiherra okkar sig í stykkinu hvað þetta varðar við að hefja góða faglega samvinnu meðal lögregluyfirvalda í báðum löndunum. Ríkisborgarar frá Lettlandi sem gerst hafa sekir um alvarleg brot á Íslandi ættu að vera sendir umsvifalaust til afplánunar sem næst föðurhúsunum og fá ævilangt bann við endurkomu hingað.

Ráðstöfun þessa mikla fjár sem fylgir rekstri heils sendiráðs er að öðrum kosti ekki réttlætanleg þar sem fyririkomulag með ræðismenn kæmi sjálfsagt að jafnmiklum notum en kostar ekki nema örlítið brot af kostnaði við sendiráð.

Mosi


mbl.is Nýr sendiherra í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"Herrarnir" sjálfir eru verstir - og þetta láta aðrir stjórnmálamenn viðgangast þar sem þeir eru litlu skárri og það gæti komið að þeim svo vissara að segja sem minnst  

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 16:14

2 identicon

Guðjón ert þú ekki að rugla Lettlandi við eitthvað annað land. Ekki hef ég séð stafkrók um að Lettar séu viðriðnir mannsalsmálið eða önnur glæpamál sem upp hafa komið á Íslandi.

 Þá má benda á að enn eru þó nokkur fyrirtæki starfandi hér í Lettlandi sem eru í eigu Íslendinga

Stefán Þór Ingason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:04

3 identicon

Þú Guðjón Sigþór sem ert með BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ ! Það ber ekki vott um mikinn metnað að hafa ekki fyrir því að kynna sér efnið sem þú fjallar hér um. Hvað eru margir þegnar Lettlands sem hlotið hafa fangelsisdóm hér á landi? Samkvæmt mínum upplýsingum þá hefur enginn Lettlendingur fengið á sig slíkan dóm! Öðru máli gegnir þegar kemur að einstaklingum sem koma frá landi sem heitir Litháen og vissulega eru þar ófá tilfelli þar sem Litháar hafa komist í kast við lögin hérlendis. Og áður en þú ætlar að dæma Lettana frekar þá er allt í lagi að hér komi fram að velgengni íslenska handboltaliðsins okkar er að stórum hluta að þakka Alexander Peterson sem er frá Lettlandi.

Góðar stundir.

Hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:36

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir hálsar:

Þakka ykkur að leiðrétta mig: Auðvitað var þetta glæpahyski frá Litháen og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar! Þá var umsvifamikla glæpagengi frá Póllandi sem stal öllu steini léttara.

Það skal vera rétt sem rétt reynist vera. Nöfn þessara landa eru nokkuð lík og nágrannaríki.

Þá megum við ALDREI fordæma heila þjóð fyrir glæpi sem nokkrir einstaklingar fremja. Við kærum okkur ekki við að vera núið um nasir brask og jafnvel annað verra þegar Icesave ber á góma.

Tek undir með Hilmari:

Góðar stundir

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242938

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband