Fleiri stoðir undir fyrri vitneskju

„Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan ill var etin, en sumir drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir til bana, en sumir lögðust út til að stela og urðu fyrir það sekir og drepnir“ (Landnáma).

Fleiri fornrit segja frá harðindum, t.d. Njáls-saga. Stuldurinn í Kirkjubæ er afleiðing þessara erfiðleika til lands og sjávar. Allsvakaleg lýsing er í Svaða þætti og Arnórs kerlinganefs þar sem skagfirskur bóndi, Svaði á Svaðastöðum hafi stefnt mörgum fátækum mönnum og neytt þá að taka mikla og djúpa gröf. Þá lét hann drepa þá alla og urða í gröfinni. Minnir þetta á verstu níðingsverk sem unnin hafa verið oft í styrjöldum.

Harðæri voru mikil hérlendis á árunum 970-990. Undir lok 12. aldar gengu harðindi um Norðurálfu og hér á landi varð einnig mikil óáran. Herma annálar frá að 1192 hafi um 2400 manns dáið í Norðlendingafjórðungi frá veturnóttum til fardag. Heimild: Íslenska þjóðveldið eftir Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Heimskringla, 1953, bls. 146 og áfram.

Sagan er ákaflega forvitnileg og ber að fagna þegar ný sjónarmið koma til sögunnar til að styðja fyrri vitneskju.

Mosi


mbl.is Fornritin góð heimild um veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Skin og skúrir í den - eins og nú...

Kristinn Pétursson, 10.3.2010 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband