Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
30.10.2010 | 19:11
Skógi vaxið fjalllendi í landi Kalmannstungu
Í fréttinni segir:
Kalmannstunga er stór jörð og féð gengur í skógivöxnu fjalllendi. Ólafur sagðist allt eins eiga von á að dýrbíturinn hefði drepið fleiri lömb, en það væri erfitt að finna þau.
Greinilegt er að hér er einhverju ólíku blandað saman. Kalmannstunguland er allt norðan Hvítár í kringum Strútinn og í Eirksjökul, mestallt Hallmundarhraun og langt upp á Arnarvatnsheiði. Hvergi er skógivaxið land nema í tungunni vestan við bæinn, líparítfjallinu norðan við Húsafellsskóg og ef vera skyldi eitthvað kjarr sunnan við Strútinn.
Víða eru merki um að gróðri hafi farið mikið aftur enda Kalmannstungu lengi verið ein af meiri fjárjörðum í Borgarfirði.
Annars er miður hve bændum er illa við refi. Kannski mætti koma upp öðrum búskaparháttum en að láta sauðfé vera eftirlitslaust á beit. Víða erlendis eru smalar með vel þjálfaða fjárhunda sem gæta fjársins, halda því í beitarhólfum mað aðstoð hunda. Þegar þannig er búið um hnútana er ólíklegra að refir geri sig líklega að gera sauðfé mein.
Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær ríkjandi sauðfjárhald víki og teknar upp nútímahættir. Engin ástæða er að hafa þessar stóru sauðfjárhjarðir enda kindakjöt dýrasta kjöt í framleiðslu miðað við framleiðslukostnað hvers kíló. Engin ástæða er að taka eina búgrein fram yfir aðra og veita háa opinbera styrki frá ríki eða sveitarfélögum. Bændur verða sjálfir að kosta göngur og réttir ásamt kostnaði við að veiða refi sem þeir telja að séu í samkeppni við sig. Sveitarfélögin hafa nóg á sinni könnu fyrir.
Mosi
Dýrbítur á ferð í Borgarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2010 | 10:41
Kemur ekki á óvart
Þekking og reynsla á möguleikum jarðhita hefur lengi verið hér á landi. Við erum einnig þekktir fyrir að vera óvenjuúrræðagóðir þegar ýmsir erfiðleikar hafa blasað við. Það er því engin tilviljun að við höfum rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í tenslum við Orkustofnun í áraraðir.
Hins vegar er mjög dapurlegt að braskarar hafa reynt að komast yfir orkulindir okkar með ýmsum ráðum. Almenningsfyrirtækið Atorka var að umtalsverðu leyti í eigu lífeyrissjóða og hundruða smáhluthafa. Þessar eigur voru gerðar einskisvirði með brögðum fjármálamanna. Þeir komu á fót Geysir Green Energy sem virðist frá upphafi vera byggt meira og minna á sandi. Og nú er Magma Energy búið að sölsa þessar eigur undir sig með aflandskrónum.
Mosi
Ísland nýtur trausts á jarðhitasviðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2010 | 20:38
Einn anginn af beitingu bresku hryðjuverkalaganna
Þegar Íslendingar hyggjast fljúga frá Íslandi til Glasgow í Skotlandi með millilendingu í fótboltasparksbænum Manchester, ber öllum að yfirgefa flugvélina. Hver skyldi vera tilgangurinn? Jú að senda farþega í öryggisleit til að grennslast hvort Íslendingar eða aðrir farþegar kunni að ógna breskum hagsmunum. Svo virðist að bresk yfirvöld treysta ekki starfsfélögum sínum á Keflavíkurflugvelli að framkvæma öryggisleit. Ekki gat eg séð neinn mun á breskri og íslenskri öryggisleit, fara þurfti úr skóm, taka af sér belti og jafnvel axlabönd, tæma vasa, setja allt í þar til gerðar skúffur á færibandið sem rennur gegnum örygglisleitarvélarnar.
Svona er Bretland í dag. Hvað skyldi svona endileysa kosta? Hún er kannski atvinnuskapandi.
Mosi
Enginn árangur af hryðjuverkalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2010 | 15:18
Eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins
Geysir og Gullfoss eru með allra vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Það er fyrir löngu tímabært að lagfæra aðstæður þarna og ekki síðar en fyrir næsta vor. Göngustígar eru mjög gallaðir á báðum stöðum og jafnvel hættulegir. Viðvörunarskilti lítt áberandi enda hafa margir lent í slæmum brunaslysum við Geysi.
Hversu langan tíma þeir sveitarstjórnarmenn hyggjast taka sér að hefja vinnu við þetta verkefni er ekki gott að segja. Aðstæður sem ferðafólki er boðið upp á er okkur Íslendingum til mikils vansa. Sjálfur hefi eg sem leiðsögumaður lagt mig fram að vara við hættum sem ekki eru alltaf augljósar og leiðbeina fólki. Ætli eg hafi komið um 20 sinnum á Geysi og Gullfoss í sumar.
Fjölmargt hefir verið ritað um Geysissvæðið en eitt það besta og tiltölulega yngsta er greinin Strokkur eftir Helga Torfason jarðfræðing og birtist í Afmælisriti til heiðurs Jóni Jónssyni jarðfræðing 1995: Eyjar í eldhafi, bls.109-116.
Mosi
Sveitarfélagið vill fresta friðlýsingu Geysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2010 | 14:09
Grátkór útgerðarmanna
Einu sinni var framkvæmdarstjóri útgerðarmanna maður nokkur sem alltaf var eins og gráti næst þegar hann tók til máls á opinberum vettvangi. Útgerðarmenn voru fyrir vikið nefndir grátkórinn af gefnu tilefni. Nú er kominn maður í manns stað og svo virðist að hann ætlar að taka upp sömu grátaðferðir og forverinn.
Gagnrýni hins nýja kórstjóra verða að teljast fremur léttvæg. Hann gagnrýnir aukinn kvóta en það var einmitt raunhæf leið að ná fyrr tökum á afleiðingum efnahagshrunsins sem braskarar með kvóta eru fjarri því að vera saklausir af. Hins vegar hefur ríkisstjórnin farið mjög varlega í að gefa kvótann algjörlega frjálsan enda tilefnið ærið að fara varlega í þessum efnum. Til þess eru vítin að varast þau.
Grátkór útgerðarmanna mun að öllum líkindum söngla eitthvað áfram og líklega hver með sínu lagi. Annars eru horfur í útgerðinni fremur góðar nú um þessar mundir, afli hefur verið þokkalegur, verðmæti hans fremur stöðug, fremur hógvær fjárfesting og eiginlega flest skilyrði eins og þau best geta verið. Það er helst að útgerðarkostnaður sé hækkandi m.a. vegna olíu en útgerðin hefur það annars nokkuð gott um þessar mundir.
Mosi
LÍÚ: Barátta við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2010 | 13:52
Ábending til rjúpnaveiðimanna
Þegar hugur veiðimanna beinist að bráðinni mættu þeir hafa eitt í huga:
Hver skyldi vera uppistaðan í fæðu rjúpanna? Rjúpan er frææta og heldur sig mjög gjarnan við snjólínuna. Þar eru einhver snöp að finna og auk þess er snjórinn kjörinn felustaður þeirra.
Hvernig væri að það væri eðlilegur undirbúningur rjúpnaveiðimanna að safna dálitlum slatta af birkifræi og hafa með sér til fjalla? Birkiskógar uxu víðar á Íslandi en nú og í skóginum var yfirleitt nóg að bíta og brenna fyrir fiðurfénað þennan.
Birkifræi er auðveldlega unnt að safna og hafa með sér í poka og dreifa á veiðisvæði.
Rjúpan hefði þarna aukið fæðuframboð sem henni veitir ekki af á þessum árstíma. Hún étur fræin og skilar þeim hingað og þangað um víðáttuna þar sem fræin ganga niður af henni að einhverju leyti en eru þyngd af áburði.
Á þennan einfalda hátt gætu rjúpnaveiðimenn stuðlað að stækkun rjúpnastofnsins verulega þegar fram líða stundir og þyrftu sjálfsagt ekki að gera sig eins óvinsæla meðal þeirra sem ekki stunda þessar veiðar.
Ein og ein birkihrísla gæti áfram sáð út frá sér og smám saman orðið meiri gróðurþekja sem gagnast rjúpu og veiðimönnum.
Svo er að biðja alla hlutaðeigandi vinsamlega að sýna náttúrunni þá virðingu að vera ekki of gráðugir við veiðar, hitta bráðina almennilega en ekki murka lífið út á löngum tíma eins og oft vill brenna við. Ekki má nota vélknúin farartæki til að elta uppi bráðina. Þá er að huga vel að veðurspá áður en lagt er af stað en alltaf er betra að fara hvergi en þurfa að láta leita að sér sem alltaf er vandræðalegt.
Mosi
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 19:51
Nýta þarf skattpeningana sem best
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2010 | 20:31
Aspir eru skógartré
Alltaf er mér minnisstætt þegar tengdaforeldrar mínir frá Þýskalandi komu fyrst í heimsókn til okkar. Tengdamömmu varð strax starsýnt á nýútplantaða ösp í litla garðinum okkar og kvað hafa fremur illa reynslu af þessari trjátergund. Bætti hún við að þetta væri varhugavert illgresi sem ætti þegar að koma burt. Aspir eru skógartré og eiga ekkert erindi í litla garða eins og ykkar!
Satt best að segja þá hafði eg ekkert við athugasemd tengdamömmu að segja enda var húnalltaf mjög dugleg garðyrkjukona og var sístarfandi í stóra garðinum sem hún hafði í Þýskalandi. Þar var allt mögulegt ræktað allt frá kartöflum og jarðarberjum upp í lauka, maís, salöt og fjöldann allan af ýmsum ávöxtum, epli, plómur, kirsuber, mirabellur og margt fleira. Alltaf var gaman að vera henni innan handar við sitt lítið af hverju en best þótti henni varið þegar grasið var slegið og illgresi upprætt.
Reynsla þessarar góðu þýsku ræktunarkonu var mjög lærdómsrík. En öspin í garðinum okkar fékk að standa enda húsfreyjan ekki alveg sammála móður sinni. Það er skiljanlegt því við íslendingar viljum gjarnan sjá árangur og hann helst strax. Aspir eru dugleg tré sem vaxa okkur á ógnarhraða fljótt yfir höfuð. Hún skýtur rótum út um allt og er ekkert að fara of djúpt með þær. Víða verða litlir túnblettir alsettir rótakerfi og sláttuvélin á í fullu fangi við að komast yfir ræturnar.
Annars er litli garðurinn okkar fyrir löngu troðfullur af öllum mögulegum plöntum. Við höfum haft ofurlitla gróðrarstöð þar sem við ölum upp nokkra tugi trjáa í pottum sem við gróðursetjum í spildu sem við eigum nyrst í Mosfellsbænum. Þar er nóg svæði fyrir stór og vöxtuleg tré eins og aspir. Á hverju ári höfum við sett niður hundruði stiklinga af ösp og ýmsum víðitegundum með ágætum árangri. Eitt vorið keyptum við 50 bakka af greni, furu og lerki, alls 2.000 trjáplöntur. Lunginn af þessu lifir og er að koma til. Það sem hefur valdið okkur einna mestu erfiðleikum eru flutningarnir. Við höfum þurft að bera á sjálfum okkur allt sem til þarf um hálftíma enda er enginn vegur að spildunni. Sérstaklega var þetta erfitt þegar við endurnýjuðum girðinguna sem er rúmur kílómetri að lengd. Þarna var áður allt morandi í sauðfé sem óð bókstaflega um allt. Girðingefnið varð að bera á sjálfum sér og voru sérstaklega vírnetsrúllurnar einna erfiðastar. Hver rúlla var rúmlega 40 kg að þyngd. Þá þurfti að koma um 200 girðingastaurum á staðinn auk gaddavírs og sitt hvað fleira: áburður fyrir trjáplönturnar, vörubretti og timburafganga til að byggja skjól gegn ríkjandi vindátt. Sennilega þætti einhverjum þetta vera íslandsmet í vitleysu. En þegar hobbýið er svona, þá er kannski ekki von á góðu.
Skiljanlegt er að aspirnar við aðalinnganginn Landsspítalans hafi þurft að þoka. En væri ekki rétt að planta öðrum trjátegundum í staðinn að vori? Þarna myndi stafafura og birki sóma sér vel og kannski nokkur grenitré. Þessar trjátegundir draga að sér fugla sem alltaf er gaman að hafa nálægt sér enda eru þeir yndi margra. Barrtrénar með sínu sígræna barri minna á lífið og tilveruna jafnvel þó kaldur vetur sé.
Góðar stundir
Mosi
Aspir fjarlægðar af spítalalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2010 | 15:34
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Dekk með nöglum koma sárasjaldan að gagni á götum höfuðborgarsvæðisins. Í þau örfáu skipti sem þeir gætu komið að gagni er einnig nægjanlegt að aka hægt og fara sér ekki að neinu óðslega í umferðinni.
Eins og margt sem tengist mengandi starfsemi ættu nagladekk að vera sköttuð sérstaklega. Sannað er að mikið svifryk má rekja til notkunar nagladekkja. Kannski að mörgum þyki of langt gengið að banna naglana alfarið sérstaklega þeir sem eiga erindi út á land. En telji bifreiðaeigandi naglana ómissandi, hvernig væri að borga fyrir það? Hvort skatturinn væri 5.000, 10.000 eða einhver önnur fjárhæð á dekk, skal öðrum ætlað að ákveða.
Fyrir skemmdirnar á götum höfuðborgarsvæðisins er varið gríðarlegum upphæðum. Mér skilst að fyrir þessar fjárhæð væri unnt að reka strætisvagna hátt í hálft ár, rekstur sem sveitarfélögunum finnst mörgum hverjum mikil ofrausn að sjá um.
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Mosi
Naglar óþarfir í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2010 | 14:54
Óskiljanlegt
Gylfi á sér óvenjulegan feril innan verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að hann komst til æðstu metorða hefur hann að jafnaði tekið sér stöðu með atvinnurekendum, gagnrýnt ríkisstjórnina ótæpilega af hverju minnsta tilefni og farið mikinn. Hann hefur verið talsmaður aukinna umsvifa í þágu álguðsins á Íslandi og ekkert skilið í því af hverju öll þjóðin sé honum ekki sammála. Raunverulega er þjóðin orðin þreytt á þessum álpatentlausnum við að leysa atvinnuleysi. Eins og það sé ein allsherjarlausn?
Þar þarf að byggja upp atvinnulíf af meiri fjölbreytni og hagsýni en að hafa öll eggin í sömu körfunni.
Af hverju hefur Gylfi ekki beitt sér gegn bönkunum og umdeildri okurstarfsemi þeirra á undanförnum árum? Þeim hefur verið og er enn stjórnað af fulltrúum hægra hrægammavaldsins sem átti meginþáttinn í að koma efnahag okkar Íslendinga í kaldakol. Braskaranir höfðu offjár af lífeyrissjóðunum gegnum fjárfestingar í hlutabréfum sem nú eru lítils virði, jafnvel einskis virði. Lífeyrissjóðirnir hafa þurft af þessum ástæðum að stífa réttindi lífeyrisþega sem ekkert eru of góð fyrir. Af hverju beitir Gylfi sér ekki fyrir að þessi mál verði sem fyrst og best rannsökuð og að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem hlunnfóru lífeyrissjóðina? Í þessum málum hefur Gylfi ekki sagt svo mikið sem eitt einasta orð!
Af hverju beitir Gylfi sér ekki að því, að efla hvers konar smáiðnað og atvinnurekstur á Íslandi? Mætti þar til dæmis nefna framleiðslu grænmetis og jafnvel ávaxta sem unnt er að rækta hér og gera innflutning á umdeildu Hollandi með öllu óþarfan?
Kannski það sé auðveldara að skamma ríkisstjórnina fyrir allt sem farið hefur út í tóma vitleysu á undanförnum áratug og ganga þannig í lið með þeim spillingaröflum sem höfðu af okkur fjármuni, atvinnu og kannski okkur að fíflum.
Mosi (atvinnulaus bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður)
Gylfi endurkjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Í fréttum hefur eitthvað verið óvenjulegt með þennan hraðbrautarskóla. Þannig var greiddur út arður hérna um árið eins og um gróðafyrirtæki væri að ræða. Síðan komu í ljós himinhá lán til stjóranda skólans og guð má vita hvað kemur næst.
Sú starfsemi sem rekin er að einhverju leyti með opinberu fé á ekki að vera í samkeppni við hliðstæðan rekstur. Það skekkir markaðsforsendur. Þannig voru garðyrkjustöðvar mjög ósáttar við þegar t.d. skógræktarfélög sem fengu starfsstyrki af opinberu fé ætluðu að hafa garðplöntusölu í fjáröflunarskyni.
Er von að Ríkisendurskoðun sé með puttana á þessari starfsemi?
Mosi