Óskiljanlegt

Gylfi á sér óvenjulegan feril innan verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að hann komst til æðstu metorða hefur hann að jafnaði tekið sér stöðu með atvinnurekendum, gagnrýnt ríkisstjórnina ótæpilega af hverju minnsta tilefni og farið mikinn. Hann hefur verið talsmaður aukinna umsvifa í þágu álguðsins á Íslandi og ekkert skilið í því af hverju öll þjóðin sé honum ekki sammála. Raunverulega er þjóðin orðin þreytt á þessum álpatentlausnum við að leysa atvinnuleysi. Eins og það sé ein allsherjarlausn?

Þar þarf að byggja upp atvinnulíf af meiri fjölbreytni og hagsýni en að hafa öll eggin í sömu körfunni.

Af hverju hefur Gylfi ekki beitt sér gegn bönkunum og umdeildri okurstarfsemi þeirra á undanförnum árum? Þeim hefur verið og er enn stjórnað af fulltrúum hægra hrægammavaldsins sem átti meginþáttinn í að koma efnahag okkar Íslendinga í kaldakol. Braskaranir höfðu offjár af lífeyrissjóðunum gegnum fjárfestingar í hlutabréfum sem nú eru lítils virði, jafnvel einskis virði. Lífeyrissjóðirnir hafa þurft af þessum ástæðum að stífa réttindi lífeyrisþega sem ekkert eru of góð fyrir. Af hverju beitir Gylfi sér ekki fyrir að þessi mál verði sem fyrst og best rannsökuð og að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem hlunnfóru lífeyrissjóðina? Í þessum málum hefur Gylfi ekki sagt svo mikið sem eitt einasta orð!

Af hverju beitir Gylfi sér ekki að því, að efla hvers konar smáiðnað og atvinnurekstur á Íslandi? Mætti þar til dæmis nefna framleiðslu grænmetis og jafnvel ávaxta sem unnt er að rækta hér og gera innflutning á umdeildu Hollandi með öllu óþarfan?

Kannski það sé auðveldara að skamma ríkisstjórnina fyrir allt sem farið hefur út í tóma vitleysu á undanförnum áratug og ganga þannig í lið með þeim spillingaröflum sem höfðu af okkur fjármuni, atvinnu og kannski okkur að fíflum.

Mosi (atvinnulaus bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður)


mbl.is Gylfi endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband