Skógi vaxið fjalllendi í landi Kalmannstungu

Í fréttinni segir:

„Kalmannstunga er stór jörð og féð gengur í skógivöxnu fjalllendi. Ólafur sagðist allt eins eiga von á að dýrbíturinn hefði drepið fleiri lömb, en það væri erfitt að finna þau“.

Greinilegt er að hér er einhverju ólíku blandað saman. Kalmannstunguland er allt norðan Hvítár í kringum Strútinn og í Eirksjökul, mestallt Hallmundarhraun og langt upp á Arnarvatnsheiði. Hvergi er skógivaxið land nema í tungunni vestan við bæinn, líparítfjallinu norðan við Húsafellsskóg og ef vera skyldi eitthvað kjarr sunnan við Strútinn.

Víða eru merki um að gróðri hafi farið mikið aftur enda Kalmannstungu lengi verið ein af meiri fjárjörðum í Borgarfirði.

Annars er miður hve bændum er illa við refi. Kannski mætti koma upp öðrum búskaparháttum en að láta sauðfé vera eftirlitslaust á  beit. Víða erlendis eru smalar með vel þjálfaða fjárhunda sem gæta fjársins, halda því í beitarhólfum mað aðstoð hunda. Þegar þannig er búið um hnútana er ólíklegra að refir geri sig líklega að gera sauðfé mein.

Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær ríkjandi sauðfjárhald víki og teknar upp nútímahættir. Engin ástæða er að hafa þessar stóru sauðfjárhjarðir enda kindakjöt dýrasta kjöt í framleiðslu miðað við framleiðslukostnað hvers kíló. Engin ástæða er að taka eina búgrein fram yfir aðra og veita háa opinbera styrki frá ríki eða sveitarfélögum. Bændur verða sjálfir að kosta göngur og réttir ásamt kostnaði við að veiða refi sem þeir telja að séu í samkeppni við sig. Sveitarfélögin hafa nóg á sinni könnu fyrir.

Mosi


mbl.is Dýrbítur á ferð í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ertu nokkuð hissa?

http://skessuhorn.is/images/Mynd_0864896.jpg

Refnum hefur svo stórfjölgað síðustu árin, þökk sé risastórum friðunarsvæðum s.s. á Vestfjörðum. Og annað vandamál þessu tengt, fuglalífið í Borgarfirði og víðar á landinu hefur minnkað mikið (vísu á minkurinn hlut í því vandamáli).

Kveðja 

Arnar Grétarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kalmanstunga heitir hún en ekki Kalmannstunga. Nafnið er komið frá Írlandi eins og fleiri slík í Borgarfirði, sbr: Bekansstaðir og Kjaransstaðir.

Haraldur Bjarnason, 31.10.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Refir hafa verið hundeltir þó þeir séu í raun sú dýrategund sem þraukað hefur einna lengt í landinu. Þeir eru duglegir að bjarga sér og hafa gert sig óvinsæla fyrir að hafa sama smekk og landsmenn að finna lambakjötið gott. Fyrir vikið hafa þeir fyrir vikið orðið ófriðhelgir enda var sauðaþjófnuður talinn lengi vel  með alvarlegustu glæpum sem framdir voru á Íslandi.

Haraldur: tel þig hafa mikið til þíns máls enda mörg örnefni rakin til Bretlandseyja.

Í árbók Ferðafélags Íslands 2004 um Borgarfjarðardali bendir höfundurinn, Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur á, að líklegt er að Skorradalur sé kenndur við gelíska orðið „sgor“ sem merkir fjallstindur en Skessuhorn er mjög áberandi kennileiti í Skorradal allt inn að Dagverðarnesi. Mættu þeir Skessuhornsmenn hafa þetta í hávegum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.10.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband