Grátkór útgerðarmanna

Einu sinni var framkvæmdarstjóri útgerðarmanna maður nokkur sem alltaf var eins og gráti næst þegar hann tók til máls á opinberum vettvangi. Útgerðarmenn voru fyrir vikið nefndir „grátkórinn“ af gefnu tilefni. Nú er kominn maður í manns stað og svo virðist að hann ætlar að taka upp sömu grátaðferðir og forverinn.

Gagnrýni hins nýja kórstjóra  verða að teljast fremur léttvæg. Hann gagnrýnir aukinn kvóta en það var einmitt raunhæf leið að ná fyrr tökum á afleiðingum efnahagshrunsins sem braskarar með kvóta eru fjarri því að vera saklausir af. Hins vegar hefur ríkisstjórnin farið mjög varlega í að gefa kvótann algjörlega frjálsan enda tilefnið ærið að fara varlega í þessum efnum. Til þess eru vítin að varast þau.

Grátkór útgerðarmanna mun að öllum líkindum söngla eitthvað áfram og líklega hver með sínu lagi. Annars eru horfur í útgerðinni fremur góðar nú um þessar mundir, afli hefur verið þokkalegur, verðmæti hans fremur stöðug, fremur hógvær fjárfesting og eiginlega flest skilyrði eins og þau best geta verið. Það er helst að útgerðarkostnaður sé hækkandi m.a. vegna olíu en útgerðin hefur það annars nokkuð gott um þessar mundir.

Mosi


mbl.is LÍÚ: Barátta við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 242906

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband