Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hvernig koma má sjálfvirkri hreinsun hafnarinnar

Mjög víða erlendis eru hafnir í mynni áa. Meira að segja stærstu hafnir heims eru nálægt ármynnum: Hamburg, Amsterdam, Rotterdam, Bordaux.

Við höfnina í Bakkafjöru hefði átt að hafa þann möguleika að veita vatni úr Markarfljóti til að koma á sjálfvirkri hreinsun hafnarinnar. Þannig hefði verið unnt að draga úr þessum vandræðum og koma þannig  í veg fyrir að sandur safnist fyrir í höfninni. Þegar skip nálgast höfnina mætti draga tímabundið úr þessari vatnsmiðlun, jafnvel loka fyrir aðsterymið meðan skipið er að athafna sig í höfninni.

Spurning er hvort þetta hafi verið kannað við hönnun hafnarinnar. Leita þarf raunhæfra og sem hagkvæmastra lausna við lausn þessara vandræða. En óskandi er að þetta sé tímabundið og að ekki þurfi endalaust að dæla með miklum kostnaði sandinum úr höfninni.

Mosi


mbl.is Tvö dæluskip í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönnun göngu- og hjólreiðastíga

Þegar göngu- og hjólreiðastígar hafa verið lagðir hefur oftast gleymst að hanna þá áður. Sumir þessara stíga eru svo brattir að torvelt er að nota þá. Auðvitað er unnt að stíga af baki og leiða reiðhjólið upp brekkuna en eru ekki þeir að sama skapi varhugaverðir þegar fríhjólað er niður þá? Gott dæmi þessa er leiðin frá Grafarvogsbrúnni og upp að Fjallkonuvegi. Eins þaðan, norður og niður framhjá Gufunesi og um Hallsteinshöfða. Þar er alveg hræðilega löng og erfið brekka og ekki nema þeir alhörðustu sem fara upp þá brekku. Við Gorvík og fyrir neðan Staðarhverfið er kostulega illa lagður stígur: hann er lagður upp á dálitla hæð og of brött leið beggja megin. Hvaða snillingur skyldi hafa stýrt þessu? Alla vega hefur ekki v erið að hugsa til hjólandi né foreldra sem aka barnavögnum.

Göngu- og hjólreiðastígar eiga að vera með sem allra minnstum halla. Þá þarf eðlilega að byggja inn í landið en ekki fara stystu og oft torveldustu leiðina. Mikill munur er á stígunum meðfram ströndinni meðfram Sæbraut frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes og áfram austur og inn Fossvog. Þar voru fyrir sem betur fer fáar sem engar misfellur til að draga úr gæðum stíganna.

Hjólreiðar eiga að vera eðlilegur samgöngukostur á við aðra umferð. Bílarnir hafa því miður notið mikinn forgang enda er landnýting öll meira og minna skipulögð í þágu bíla. Líklega er óvíða jafnmikið af bílastæðum og í Reykjavík enda fara ótrúlega margir akandi. Meira að segja skólanemendur í framhaldsskólum eru akandi! Líklega þekkist þetta fyrirkomulag ekki nema í helstu bílaborgum í Jú-ess-ei.

Mosi


mbl.is Lagður verði göngustígur með ströndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 árum of seint?

Þessa vísindalegu rannsókn hefði þurft að koma af stað fyrir 20 árum. Þegar umræðurnar um Kárahnjúkadrauma íhaldsstjórnar Davíðs og Dóra var bent á að eitt helsta svæði hreindýranna væri milli Kárahnjúka og Snæfells. Þegart líffræðingar  bentu á að eitt mikilvægasta burðarsvæð hreindýranna yrði vettvangur uppistöðulónsins þá var borið við að þau gætu farið eitthvað annað.

Mosi 

 


mbl.is „Þarna opnast alveg nýr heimur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

Líklega er meginhugsunin á bak við þessa ákvörðun að hvetja lánastofnanir að fara varlegar í útlánum sínum. Áður fyrr lánuðu bankar almennt ekki umfram 50% af fasteignamati eigna, íbúða og jarðaparta. Meðan þessi útlánastefna var virt, höfðu lánastofnanir betri tryggingu fyrir útistandandi lánum.

Vonandi munu bankar taka upp varkárari útlánastefnu en verið hefur.

Þá er mjög sennilegt að eftirleiðis færist aukin harka í innheimtu á vangreiddum skuldum, gripið verði til fleiri kyrrsetningar en verið hefur. Allt hefur þetta aukið álag á dómstólana.

Sú gegndarlausa útlánastefna fjármálafyrirtækja eftir einkavæðingu bankanna var skelfileg. Í framhaldsskólum landins birtust útsendarar útrásarvíkinganna, buðu framhaldsskólanemendum ýmsan varnig og jafnvel fríðindi í þeim tilgangi að gera þessa nemendur að viðskiptavinum bankanna. „Góðærið“ var fjármagnað með botnlausum lánum sem allt of margir eiga í fullt í fangi með að standa í skilum með.

Sjálfsagt má sitt hvað gott segja um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, þ.e. ef þessi ráðstöfun gagnast einhverjum. Mun árangursríkara væri að sem flestir temji sér hagfræði Bjarts í Sumarhúsum. Hann önglaði saman með mikillri vinnu og ítarlegum sparnaði, kom sér upp jörð að vísu ekki góðri og nokkrum gripum. Honum farnaðist vel uns þingmaðurinn náði að telja honum trú um að taka lán í bankanum, stækka bæinn og fjölga í bústofninum. Hann framleiddi  auðvitaðmeira en það sem var afdrifaríkt var að vegna verðfalls erlendis, fékk hann ekkert fyrir dilkana að hausti og gat ekki staðið í skilum. Er þetta ekki svipuð staða eins og blasir við flestum þeim sem nú eiga í erfiðleikum?

Mosi


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason á réttri leið

Líklegt er rétt ákvörðun að veiða eitthvað meira en Hafrannsókn hefur lagt til. Veiðireynsla sjómanna bendir til að meira sé af fiski í sjónum en talið hefir verið. En sjálfsagt er að fara með ítrustu varfærni og ef rökstuddar vísbendingar koma fram að þetta hafi ekki verið rétt ákvörðun, verður að afturkalla heimildirnar.

Athygli vekur að ráðherra vilji að útgerðarmenn greiði fyrir þennan aukakvóta. Þetta á að vera greiðsla fyrir tímabundinn afnotarétt en ekki sala á kvóta eins og sumir virðast leggja skilning í ákvörðun ráðherrans.

Mjög mikilvægt er að kvóti sé ekki gerður að féþúfu eins og því miður var ákveðið á sínum tíma. Fyrst var heimilt að veðsetja kvóta og síðan selja.

Auðvitað á kvóti að ganga aftur til úthlutunaraðila ef hann er ekki lengur notaður af útgerðarmönnum. Kvóti á að vera tengdur afnotarétti en ekki vera andlag eignarréttar eins og því miður varð og má segja að sé undanfari þeirrar miklu kollsteypu sem bankahrunið er afleiðing af. Kvótabraskið er eitt hrikalegasta hneyksli Íslandssögunnar og er þeim til mikils vansa sem ákváðu á sínum tíma að unnt væri að gera sameign þjóðarinnar að féþúfu.

Með von um að þessi ákvörðun létti okkur róðurinn í þeim efnahagslegu erfiðleikum sem nú er við að etja í samfélaginu.

Mosi


mbl.is Hyggst selja aukinn kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merk tímamót

Þessi dómur Hæstaréttar í skaðabótamáli Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ felur í sér merk tímamót. Með honum er viðurkenndur réttur skógræktarfélags til að gæta hagsmuna skógræktar gagnvart framkvæmdaaðilum sem oft hafa seilst inn á svæði þar sem áratuga skógrækt hefur verið stunduð. Oftast hafa skógræktendur bölvað í hljóði en ákveðið að gera sem minnst í málinu og hafa framkvæmdaaðilar mjög oft fært sig upp á skaftið og eyðilagt starf þeirra sem vilja gjarnan prýða landið okkar með skógrækt.

Í þessum dómi er staðfestur eignaréttur skógræktaraðila til skógar síns þó svo landið sé ekki í eigu hans.

Hér eftir þurfa allir þeir sem vilja fara í framkvæmdir í skógræktarsvæði að undirbúa þær betur og semja fyrirfram við alla hlutaðeigandi aðila sem málið kann að varða.

Við Íslendingar búum í einu skógfátækasta landi heims. Í löndum þar sem skógur er umtalsverður hluti lands eins og í Þýskalandi eru ákvæði í skipulagslögum, að ef fara þarf í framkvæmdir í skóglendi, verði að rækta skóg í annað svæði ekki minna en það sem tekið er. Þessa einföldu, sjálfsögðu og sanngjörnu reglu mætti einnig setja í landslög hjá okkur.

Líklegt er að þessi dómur verði eftirleiðis góð leiðbeining fyrir alla þá sem málið varðar og einnig mikilvæg hvatning fyrir okkur sem viljum auka skógrækt á Íslandi.

Til hamingju góðir félagar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur!

Mosi (ofurlítill skógarbóndi)


mbl.is Kópavogur greiði skógræktarfélagi bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum Evu Joly fyrir veitta aðstoð!

Það var mikið og gott gæfuspor núverandi ríkisstjórnar að kalla til sérfræðingsins Evu Joly í umfangsmiklum fjársvikamálum. Hún sannaði sig heldur betur þegar hún glímdi við ELF fjársvikamálið í Frakklandi hérna um árið.

Nú er svo komið að fjölmrennt lið sérfræðinga á sviði endurskoðunar, lögfræði og einkum fjársvika er nú samankomið undir stjórn sérstaks saksóknara í umfangsmestu rannsókn sakamála á Íslandi.

Í ljós hefur komið að mjög óvenuleg fjármálatengsl voru milli útrásarmanna og stjórnmálaflokkanna, einkum Framsóknar og Framsóknar og að einhverju leyti Samfylkingar. Jafnvel sumir einstakir þingmenn nutu styrkja frá þessum aðilum og sitja sumir jafnvel á þingi í dag og virðast ekki sjá neitt athugavert við það.

Hvað segir t.d. Guðlaugur Þór um 1 milljón króna framlag í kosningasjóðs síns úr fyrirtækinu Atorku? Það fyrirtæki var stærsti einstaki hluthafinn í Geysir green energy sem virðist hafa verið fyrst og fremst fjárglæfrafyrirtæki, undirbúningsfyrirtæki og milliliður fyrir Magma Green? Atorka var ekki gefið upp til gjaldþrotaskipta, heldur afhent kröfuhöfum, bönkum og vogunarsjóðum. Í stjórn þessa almenningshlutafélags sátu 2 lögfræðingar í stjórn. Hvers vegna fyrirtækið var ekki gefið upp til gjaldþrotameðferðar skal ósagt látið en kann að vera að eitthvað óhreint sé í pokahorninu?

Lífeyrissjóðir töpuðu hundruðum milljarða á fjárglæfrum örfárra tuga manna sem svifust einskis að auka auð sinn og völd. Fyrir vikið hafa lífeyrissjóðir staðið frammi fyrir því að stýfa réttindi sjóðfélaga verulega eins og t.d. Lífeyrissjóður verkfræðinga þar sem niðurfærsla réttinda nemur 27%. Þá töpuðu einnig  þúsundir Íslendinga sparnaði sínum í formi hlutabréfa.

Við stöndum í þakkarskuld við mikilhæfa konu, einn helsta sérfræðing í skipulögðum fjársvikum og blekkingum. Og óskandi er að hún fái góða kosningu í Frakklandi í komandi kosningum.

Mosi

 


mbl.is „Tel embættið orðið sterkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósæmandi framkoma

Auðvitað er skiljanlegt að sumum er þungt niðri. En er rétt að láta það bitna á dauðum hlutum eins og gleri í gluggum?

Það er ekki auðvelt að vera í sporum þessa fólks sem málið varðar, hvorki þolendum hrunsins né þeim starfsmönnum sem starfa hjá umboðsmanni. Með reiðinni næst enginn árangur. Það er alltaf hyggilegt að sýna fyllstu kurteysi í hvívetna en það er jafnframt unnt að halda fram skoðunum sínum og þá með góðum og gildum rökum.

Það er umhugsunarvert af hverju fleiri hafi ekki reynt að fá úrlausn sinna mála t.d. frestun innheimtu og að láta þannig skuldamál sín fara í þann farveg og reyna eftir megni að reita eitthvað í kröfuhafann.

Mosi


mbl.is Braut rúðu og skilrúm í reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru maðkar í mysunni?

Eva Joly tekur réttilega undir gagnrýni Bjarkar sem er hárrétt. Tugir þúsunda landsmanna töpuðu réttindum þegar lífeyrissjóðir töpuðu fjárfestingum í glæfrafyrirtækjunum Atorka-Geysir Green Energy. Það síðarnefnda virðist aðeins hafa verið pappírsfyrirtæki líklega stofnað sem liður í umfangsmikilum blekkingum og svikum þar sem útrásarvíkingar komu við sögu. Þá töpuð hundruðir Íslendinga umtalsverðum sparnaði sínum í  í formi hlutabréfa í fyrirtækinu Atorku. 

Um 20.000 Íslendinga eða um 7% hafa undirritað áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur að stjórnvöld komi í veg fyrir söluna til kanadíska/sænska skúffufyrirtækisins. Við sem undirrituðum áskorunina viljum stoppa þessa braskstefnu að leyfa enn erlendum fjárglæframanni að gera orkuna okkar að féþúfu. Vitað er að hann hyggst síðar selja Kínverjum eða öðrum þá hagsmuni sem Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt svo áfjáður núna að afhenda þessum braskara.

Af hverju voru lífeyrissjóðirnir og hluthafarnir í Atorku hlunnfarnir?

Það eru greinilega maðkar í mysunni! Þetta svínarí verður að uppræta og koma ábyrgð á hendur þeim sem hlut eiga að máli.

Mosi


mbl.is Joly tekur undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af svo góðu?

Þegar búsáhaldabyltingin var upp á sitt besta, komu nánast allir með friðsömum hug að mótmæla. Hörður Torfason átti mikinn þátt í hve mótmælin fóru vel fram en það voru ýmsir sem vildu fá meiri hasar í leikinn. Margir líta á þetta sem einhvers konar karnival eða kjötkveðjuhátíð enda eigum við enga slíka hátíð nema ef vera skyldi sá danski siður meðal barna á Öskudag og upphófst í danska bænum Akureyri.

Rúðubrot og eggjakast er ekki af því góða. Það er engum til sóma nema síður væri.

Er ekki komið nóg af svo góðu?

Mosi


mbl.is Tunnur barðar við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband