20 árum of seint?

Þessa vísindalegu rannsókn hefði þurft að koma af stað fyrir 20 árum. Þegar umræðurnar um Kárahnjúkadrauma íhaldsstjórnar Davíðs og Dóra var bent á að eitt helsta svæði hreindýranna væri milli Kárahnjúka og Snæfells. Þegart líffræðingar  bentu á að eitt mikilvægasta burðarsvæð hreindýranna yrði vettvangur uppistöðulónsins þá var borið við að þau gætu farið eitthvað annað.

Mosi 

 


mbl.is „Þarna opnast alveg nýr heimur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú þekkir nú greinilega ekki nógu vel til ferða hreindýra til að tjá þig um þau. Er sem sagt allt svæðið milli Kárahnjúka og Snæfells komið undir vatn? Nei karlinn minn og hreindýrinn lifa góðu lífi á Fljótsdalsheiði nú sem áður. Síðan eru hreindýr á mörgum öðrum stöðum á Austurlandi. Þar sem þú ert svona mikill áhugamaður um verndun hreindýra þá veist þú væntanlega hvaða staðir það eru.

Hreindýrakveðja,

Sigurður.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrir Sigurður að benda á ónákvæmt orðalag. Auðvitað er það dalurinn frá Kárahnjúkum og upp að Brúarárjökli sem fór undir vatn. Þar var áður helsti burðarstaður hreindýrakúnna og var það alltaf vitað.

Hreindýrahjarðirnar valda  mörgum búsifjum. Í sumar ræddi eg við bónda á Mýrunum vestan við Hornafjörð sem tjáði mér að á veturum eigi hreindýrin að valsa út um allt og lítið þýði að rækta skóg. Einn kunningi minn á allandmikla jörð ásamt ættingjum sínum á suðausturlandi sem hann getur lítið nýtt til skógræktar þó hugur sé til þess.

Engar girðingar halda hreindýrunum. Það er mjög erfitt að halda aftur af þeim. Þau sækja mikið niður á láglendið þegar harðnar í ári á hálendinu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband