Þökkum Evu Joly fyrir veitta aðstoð!

Það var mikið og gott gæfuspor núverandi ríkisstjórnar að kalla til sérfræðingsins Evu Joly í umfangsmiklum fjársvikamálum. Hún sannaði sig heldur betur þegar hún glímdi við ELF fjársvikamálið í Frakklandi hérna um árið.

Nú er svo komið að fjölmrennt lið sérfræðinga á sviði endurskoðunar, lögfræði og einkum fjársvika er nú samankomið undir stjórn sérstaks saksóknara í umfangsmestu rannsókn sakamála á Íslandi.

Í ljós hefur komið að mjög óvenuleg fjármálatengsl voru milli útrásarmanna og stjórnmálaflokkanna, einkum Framsóknar og Framsóknar og að einhverju leyti Samfylkingar. Jafnvel sumir einstakir þingmenn nutu styrkja frá þessum aðilum og sitja sumir jafnvel á þingi í dag og virðast ekki sjá neitt athugavert við það.

Hvað segir t.d. Guðlaugur Þór um 1 milljón króna framlag í kosningasjóðs síns úr fyrirtækinu Atorku? Það fyrirtæki var stærsti einstaki hluthafinn í Geysir green energy sem virðist hafa verið fyrst og fremst fjárglæfrafyrirtæki, undirbúningsfyrirtæki og milliliður fyrir Magma Green? Atorka var ekki gefið upp til gjaldþrotaskipta, heldur afhent kröfuhöfum, bönkum og vogunarsjóðum. Í stjórn þessa almenningshlutafélags sátu 2 lögfræðingar í stjórn. Hvers vegna fyrirtækið var ekki gefið upp til gjaldþrotameðferðar skal ósagt látið en kann að vera að eitthvað óhreint sé í pokahorninu?

Lífeyrissjóðir töpuðu hundruðum milljarða á fjárglæfrum örfárra tuga manna sem svifust einskis að auka auð sinn og völd. Fyrir vikið hafa lífeyrissjóðir staðið frammi fyrir því að stýfa réttindi sjóðfélaga verulega eins og t.d. Lífeyrissjóður verkfræðinga þar sem niðurfærsla réttinda nemur 27%. Þá töpuðu einnig  þúsundir Íslendinga sparnaði sínum í formi hlutabréfa.

Við stöndum í þakkarskuld við mikilhæfa konu, einn helsta sérfræðing í skipulögðum fjársvikum og blekkingum. Og óskandi er að hún fái góða kosningu í Frakklandi í komandi kosningum.

Mosi

 


mbl.is „Tel embættið orðið sterkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband