Hönnun göngu- og hjólreiðastíga

Þegar göngu- og hjólreiðastígar hafa verið lagðir hefur oftast gleymst að hanna þá áður. Sumir þessara stíga eru svo brattir að torvelt er að nota þá. Auðvitað er unnt að stíga af baki og leiða reiðhjólið upp brekkuna en eru ekki þeir að sama skapi varhugaverðir þegar fríhjólað er niður þá? Gott dæmi þessa er leiðin frá Grafarvogsbrúnni og upp að Fjallkonuvegi. Eins þaðan, norður og niður framhjá Gufunesi og um Hallsteinshöfða. Þar er alveg hræðilega löng og erfið brekka og ekki nema þeir alhörðustu sem fara upp þá brekku. Við Gorvík og fyrir neðan Staðarhverfið er kostulega illa lagður stígur: hann er lagður upp á dálitla hæð og of brött leið beggja megin. Hvaða snillingur skyldi hafa stýrt þessu? Alla vega hefur ekki v erið að hugsa til hjólandi né foreldra sem aka barnavögnum.

Göngu- og hjólreiðastígar eiga að vera með sem allra minnstum halla. Þá þarf eðlilega að byggja inn í landið en ekki fara stystu og oft torveldustu leiðina. Mikill munur er á stígunum meðfram ströndinni meðfram Sæbraut frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes og áfram austur og inn Fossvog. Þar voru fyrir sem betur fer fáar sem engar misfellur til að draga úr gæðum stíganna.

Hjólreiðar eiga að vera eðlilegur samgöngukostur á við aðra umferð. Bílarnir hafa því miður notið mikinn forgang enda er landnýting öll meira og minna skipulögð í þágu bíla. Líklega er óvíða jafnmikið af bílastæðum og í Reykjavík enda fara ótrúlega margir akandi. Meira að segja skólanemendur í framhaldsskólum eru akandi! Líklega þekkist þetta fyrirkomulag ekki nema í helstu bílaborgum í Jú-ess-ei.

Mosi


mbl.is Lagður verði göngustígur með ströndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þú meinar að ríki og sveitafélög eigi að borga brúsann, af hverju geta hjólreiðamenn ekki borgað það sjálfir?

 Þú vilt meina að bændur eigi að standa straum af kosnaði við förgun á ref því þú vilt ekki borga það, að sama skapi vil ég ekki borga hjólastíga fyrir þig. Er þetta ekki það sama nema að bændur eru fleiri en hjólreiðamenn, þeir skila til þjóðarbúsins(öfugt við hjólreiðamenn) og förgun á ref kostar ríkið minna en viðhald á hjólreiðastígnum. Það sem meira er kostar förgun tófuna minna en vaskurinn sem skytturnar þurfa að borga þannig að það kemur til baka með um 50% álagi þannig að ríkið græðir á því fyrir utan að þá minkar afföll á lömbum sem skilar enn meira til þjóðarbúsins.

Eða ættum við kannski að hugsa þetta þannig að þú þarft að sætta þig við eitt og ég við annað og þá græðum við báðir?

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.10.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242972

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband