Ábending til rjúpnaveiðimanna

Þegar hugur veiðimanna beinist að bráðinni mættu þeir hafa eitt í huga:

Hver skyldi vera uppistaðan í fæðu rjúpanna? Rjúpan er frææta og heldur sig mjög gjarnan við snjólínuna. Þar eru einhver snöp að finna og auk þess er snjórinn kjörinn felustaður þeirra.

Hvernig væri að það væri eðlilegur undirbúningur rjúpnaveiðimanna að safna dálitlum slatta af birkifræi og hafa með sér til fjalla? Birkiskógar uxu víðar á Íslandi en nú og í skóginum var yfirleitt nóg að bíta og brenna fyrir fiðurfénað þennan.

Birkifræi er auðveldlega unnt að safna og hafa með sér í poka og dreifa á veiðisvæði.

Rjúpan hefði þarna aukið fæðuframboð  sem henni veitir ekki af á þessum árstíma. Hún étur fræin og skilar þeim hingað og þangað um víðáttuna þar sem fræin ganga niður af henni að einhverju leyti en eru þyngd af áburði.

Á þennan einfalda hátt gætu rjúpnaveiðimenn stuðlað að stækkun rjúpnastofnsins verulega þegar fram líða stundir og þyrftu sjálfsagt ekki að gera sig eins óvinsæla meðal þeirra sem ekki stunda þessar veiðar.

Ein og ein birkihrísla gæti áfram sáð út frá sér og smám saman orðið meiri gróðurþekja sem gagnast rjúpu og veiðimönnum.

Svo er að biðja alla hlutaðeigandi vinsamlega að sýna náttúrunni þá virðingu að vera ekki of gráðugir við veiðar, hitta bráðina almennilega en ekki murka lífið út á löngum tíma eins og oft vill brenna við. Ekki má nota vélknúin farartæki til að elta uppi bráðina. Þá er að huga vel að veðurspá áður en lagt er af stað en alltaf er betra að fara hvergi en þurfa að láta leita að sér sem alltaf er vandræðalegt.

Mosi


mbl.is Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband