Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
17.3.2009 | 10:32
Aðsent efni í Morgunblaðinu vikuna 9. - 15. mars
Á laugardaginn var, 14. mars voru prófkjör í mörgum helstu kjördæmum stjórnmálaflokkanna. Þar sem mér fannst aðsent efni vera óvenju fyrirferðarmikið að þessu sinni, tók eg mig til að brjótast gegnum allt þetta lesefni og flokka. Ekki var tekið efni sem birtist í Velvakanda né ágrip af bloggfærslum. Athygli vekur hve frambjóðendur á vegum Sjálfstæðisflokksins voru með margar greinar. Flestar þeirra fjalla um svipað efni með mjög áþekkum áherslum en eðlilega eru efnistökin mismunandi. Greinar annarra frambjóðenda voru mun fjölbreyttari.
Niðurstöðurnar eru þessar:
Alls birtust 126 greinar eða 18 greinar að meðaltali á degi hverjum.
Almennar greinar, ritaðar af blaðamönnum Mbl., fræðimönnum sem og öðrum sem ekki var að sjá að tengdust beint stjórnmálaflokkum: 49 að tölu eða um 40%.
B - Framsóknarflokkur: 2 eða tæp 2%
D - Sjálfstæðisflokkur: 46 eða um 37%
F - Frjálslyndi flokkurinn: 4 eða tæp 4%
L - Listi sjálfstæðra frambjóðenda: 3 eða tæp 3%
S - Samfylkingin: 16 eða rúm 12%
V - Vinstri-Græn: 6 eða tæp 5%
Athygli vekur hve margir virðast vera hófsamir en ekki er loku fyrir skotið að einhverjar greinar hafi ekki birst, einkum ef einhver áberandi galli hefur verið á þeim.
Mosi vill taka fram að hér er ekki um sérlega vísindalega könnun að ræða en sjálfsagt er að hvetja þá sem gjarnan vilja sitt af mörkum leggja, að skoða þessi mál betur. Kanna þyrfti betur, flokka og skrá málefni, lengd og e.t.v. greina þau orð sem vinsælust eru.
Í Morgunblaðinu þessa viku auglýstu flestir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sig og sitt ágæti nokkuð rækilega. Fróðlegt væri að vita e-ð um útlagðan kostnað enda skiptir fátt jafn mikið í heimi stjórnmálanna og greiður aðgangur að auði. Það er nefnilega svo að hér er um eitt alvarlegasta feimnismálið í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðismenn hafa ekki gert opinberlega grein fyrir fjármálum sínum og vilja síður en aðrir frambjóðendur hinna flokkanna. Ekki hafa neinar spurnir farið af ársreikningi hvorki Framsóknarflokks né Sjálfstæðisflokks fyrir árið 2007 þó svo að lög um fjármál stjórnmálaflokka geri ráð fyrir því.
Vonandi verður bætt úr áður en langt um líður.
Auðurinn á ekki að vera forsenda þingmennsku og pólitískrar virkni heldur málefnalegar forsendur þar sem byggist á víðsýni og traustri menntun og reynslu.
Mosi
17.3.2009 | 09:46
Vandmeðfarið efni
Samskipti mannsins við náttúru geta tekið á sig ýmsar myndir. Hugmyndin að þessari bíómynd er vafalaust mjög góð en alltaf er spurning um efnistök og annað sem máli skiptir. Sjálfum finnst mér allt of mikil áhersla vera lögð á ofbeldi á margvíslegan hátt og þykir miður.
Þetta sýnishorn er auðvitað allt of stutt. Kvikmynd þessi á ábyggilega eftir að vekja upp miklar umræður og finnst sjálfsagt mörgum rétt að beita ýmsum tilfinningalegum rökum í máli sínu. Vonandi er að listræn sjónarmið hafi ráðið meiru en sjá má í þessu sýnishorni. Landslagið sem sjá má benda til þess enda er náttúran óvenju fögur við strendur Íslands sem og á landinu sjálfu. Útlendingar hafa auga með því og það veltur á hvort mynd þessi verði Íslendingum og íslenskri kvikmyndagerð til einhvers framdráttar.
Mosi
Kvalafull hvalaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 16:34
Hrikalegt
Hvers vegna í ósköpum er gjaldskrá hjúkrunarheimilis tekjutengd? Er eitthvað réttlæti í því að mismuna fólki eftir efnahag hvort sem það eig e-ð sparifé, lífeyri eða hafi einhverjar tekjur?
Þessi fjárhæð 240 þús. er mjög vel smurð svo ekki sé meira sagt. Því miður er einkavæðing þjónustu sem hefur verið hluti af samfélagsþjónustu okkar eitthvað sem okkur venjulegum Íslendingum er ekki að skapi. Er hægt að hafa fólk að féþúfu af þeim sem reka þessa starfsemi?
Sjálfsagt er fyrir flesta Íslendinga að kvíða þeim tíma þegar við verðum eldri og lasburða, vera algjörlega háð öðrum þar sem allt er sett undir mælistiku fjármagnsins. Makinn þarf auðvitað að hafa tækifæri að geta framleitt sér og hafa áhyggjulaust líf.
Mosi
Eiginkonurnar settar út á götu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 15:49
Hvers virði er handónýt, gömul og úrelt stjórnarskrá?
Eðlilega blöskrar ýmsum sá mikli kostnaður sem fylgir því starfi að setja landinu nýja stjórnarskrá. Úrelt stjórnarskrá hefur landi og lýð reynst afardýr, meira að segja rándýr. Allt of mörg afdrifarík mistök hafa orðið sökum þess að skort hefur á að lýðræðið hafi virkað í landinu. Ráðherraræði hefur stöðugt verið að færa sig upp á skaftið og má segja að það hafi aldrei orðið valdaglaðara en í byrjun þessarar aldar. Þá voru bankarnir einkavæddir, allar aðvaranir um glannalega efnahagsstjórn hundsaðar, engin atkvæðagreiðsla þjóðarinnar um ekki nokkurt einasta mál hversu umdeilt sem það var, hvort um glæfralega virkjun austur á landi eða stuðningsyfirlýsing umdeilds stríðs í Írak. Lýðræðið var ekki talið margra fiska virði.
Fram að þessu hefur endurskoðun stjórnarskrárinnar verið nokkurs konar einkamál Sjálfstæðisflokksins. Þá var þeim falið að endurskoða stjórnarskrána sem einhverra hluta vegna urðu að þoka fyrir valdagleði þeirra sem stýrðu flokknum.
Stjórnlagaþingi ber að skoða alla kosti og leiðir við að setja landi og lýð nýja nútímalega stjórnarskrá. Ein nýjasta og nútímalegasta stjórnarskrá í heiminum átti Nelson Mandela mannréttindamaður veg og vanda af. Hann byggði grundvöllinn á elstu mannréttindayfirlýsingum í heiminum einkum Frönsku stjórnarbyltingarinnar og stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku og Þýskalands.
Þessar satjórnarskrár byggja á mannréttindum og lýðræði sem upphafspunkt en ekki um valdið og meðferð þess. Gamla íslenska stjórnarskráin byggist nefnilega á valdinu, upphaflega valdi einræðiskonungs sem taldi sig þiggja vald frá guði almáttugum en ekki þjóðinni. Þessi kórvilla hefur því miður viljað upphefja valdið og valdsgleðina þar sem þrígreining valdsins er tempruð með allt of sterku framkvæmdavaldi.
Mosi
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 13:48
Vitneskja ákærða
Í máli þessu var lögmaður kærður fyrir að hafa milligöngu um hlutabréf fyrirtækis. Sá sem seldi fékk mun umtalslægra verð fyrir bréfin en sá sem lögmaðurinn átti þátt í að selja áfram. Í málinu reyndi því á hvað sá ákærði vissi eða vissa mátti um raunverulegt verðmæti bréfanna.
Því veltur sönnunarbyrðin á þessu atriði. Mosi hefur ekki kynnt sér forsendur og rökstuðning sýknudómsins en svo virðist nokkuð ljóst að ákvörðunarástæða fyrir því að hlutabréfin voru keypt og endurseld hafi verið þessi umtalsverði gengismunur.
Annað hvort hefur ákæruvaldið ekki verið nógu kröftugt í sókn sinni eða varnaraðilinn verið öllu drýgri.
Ef hér væri kviðdómur eins og var fyrrum í germönsku réttarfari og er enn í engilsaxnesku réttarfari, er líklegt að venjulegir borgarar hafi talið ákærða fremur sekan en saklausan.
Hvað vissi ákærði eða hvað hann mátti vita? Það er auðvitað lykilatriði málsins.
Mosi
Karl Georg sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 18:25
Frábærir frambjóðendur
Ólafur Þór Gunnarsson er vel að þessum sigri kominn. Hann hefur lengi verið bæði vakinn og sofinn í velferðarmálum íslensku þjóðarinnar, bæði sem læknir og bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.
Þeir sem eru ofar á listanum, alþingismennirnir Ögmundur og Guðfríður Lilja hafa verið hreint frábærir fulltrúar okkar á þingi þar sem hagsmunir þjóðarinnar hafa verið hafðir í fyrirrúmi. Bæði hafa sýnt af sér hófsemi og víðsýni en umfram allt sanngirni í þeim erfiðu málum sem nú eru efst á baugi.
Ögmundur er mikill heiðursmaður sem á allt gott skilið fyrir öll þau góðu mál sem hann hefur tekið þátt í á þingi. Hann hefur auk þess gegnt árum saman formennsku í BSRB án þess að þiggja krónu fyrir meðan hann var jafnframt þingmaður. Fyrir þessar kosningar ákvað hann að víkja úr öruggu sæti fyrir ungri konu, Guðfríði Lilju og hefur sýnt með því mikinn drengskap. Hvoru tveggja mættu þeir sem eru á hægri væng stjórnmálanna taka sér til fyrirmyndar.
Af sérstökum ástæðum tók Mosi ekki þátt í þessu forvali, hvorki að kjósa né vinna við þessa kosningu. Einhverra hluta vegna dró annað hug hans þessa helgi en blessuð pólitíkin.
Mosi
Ólafur Þór í þriðja sæti VG í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 12:02
Hvað telur Geir eðlilegt?
Það virðist hafa tekið Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn mánuði að átta sig á því að bankahrunið hafi orðið í haust. Þó má fullyrða að hann vissi eða mátti vita allt sumarið í fyrra og jafnvel fyrr, að bankahrunið yrði staðreynd. Engin opinber skýring kom fram af hálfu Geirs né neins í Sjálfstæðisflokknum af hverju Bretar beittu hermdarverkalögunum á Íslendinga. Telst það eðlilegt?
Var það ekki af því að hvorki Geir né neinn ráðamaður Sjálfstæðisflokksins vildi hafa einhverjar vitrænar viðræður við Breta um Icesafe? Það verður að teljast mjög óeðlilegt hvernig staðið var að þessum málum.
Nú gerði Geir og Sjálfstæðisflokkurinn sig digran á dögunum í þinginu og beitti ríkisstjórnina málþófi. Ríkisstjórnin var ásökuð um að tefja fyrir nauðsynlegum málum. Er eðlilegt að fullyrða að nausynlegasta breytingin á stjórnarskránni sé einhver tittlingaskítur? Kannski í ykkar augum, þið forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Breyta verður stjórnarskránni til að hraða þeirri þróun að unnt verði að efla mannréttindi og lýðræði í íslensku samfélagi. Réttarríkið hefur beðið gríðarlegt afhroð undir ykkar stjórn og það verður nú þegar að bæta það eftir megni.
Hvað Geir telur vera eðlilegt og ekki eðlilegt skiptir Mosa því nákvæmlega engu máli. Eins og langflestir Íslendingar telja, er komið nóg af lélegri fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára þar sem þeir stjórnarherrar á þeim bæ hafa ekki staðið sig sem skyldi. Þið í Sjálfstæðisflokknum sváfuð að feigðarósi meðan bönkunum var breytt í ræningjabæli. Þið létuð Fjármálaeftirlitið gefa út kolrangar yfirlýsingar um miðjan ágúst síðastliðinn, sjálfsagt gegn betri vitund. Nokkrum vikum síðar hrundi allt sem hrunið gat. Þið vissuð eða máttu vita um hvað eina sem var að gerast í bönkunum síðustu mánuðina. Fall þeirra var á ábyrgð ykkar og Framsóknarflokksins því þið ákváðuð að selja þá og einkavæða á sínum tíma. Léttúð ykkar verður því vart talin eðlileg.
Mosi
Las upp forsetabréf um þingrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 11:40
Enn einn flokkaflakkarinn
Dapurlegt er að heyra að virtur prestlærður þingmaður stökkvi nú fyrir borð og hyggst ganga til liðs við einhvern einkennilegasta pólitíska söfnuð sem nú virðist vera að geyspa golunni. Fylgi Frjálslynda flokksins bókstaflega hrynur með hverri skoðanakönnuninni sem líður og er ekki miklar vonir að flokkur þessi nái að krafsa sig upp í fylgi.
Hvort presti takist að sefa ágreininginn sem nú er í þessum söfnuði skal ósagt látið. Sjálfsagt verður varla neinum skynsamlegum fortölum komið fyrir á þeim bæ enda virðast þeir vera meir fyrir málgleði og sundurlyndi en að vera góðir hlustendur.
Ístöðuleysi er umhugsunarvert í íslensku samfélagi um þessar mundir. Flokkaflakk virðist vera eins og faraldur. Þá einn rýkur af stað, býst annar til að gera slíkt hið sama. Mörgum bónda finnst grasið grænna handan fjarðar og oft sækir fólk vatnið yfir lækinn. Ætli fari ekki fyrir prestinum eins og lögfræðingnum og fyrrum formanni Neytendasamtakanna að stökkva fyrir borð við næstu báru og reyna að skríða yfir borðstokkinn í illa laskaða og sökkvandi skútu Sjálfstæðisflokksins?
Mosi
Karl V. til liðs við Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 11:20
Dapurlegur dómur
Dómur Hæstaréttar um niðurstöðu í máli blaðamanns varðandi umfjöllun um vændi í ákveðnu húsi í Kópavogi, veldur alvarlegri umhugsun.
Er virkilega svo komið fyrir þjóð sem telur sig vera bæði frjáls og löghlýðin að Hæstiréttur getur tekið undir þvílíka siðblindu að dæma manni sem hefur atvinnu af umdeildri starfsmanni meiri rétt en blaðamanni sem er að sinna eðlilegu starfi sínu? Er réttur athafnamannsins til sinnar umdeildu starfsemi jafnvel meiri en blaðamannsins?
Af hverju hefst lögreglan ekki þegar rannsókn þegar þessar upplýsingar um meint vændi í húsum athafnamannsins í Kópavogi eru birtar?
Hefur þessi athafnamaður og e.t.v. bæjarstjórinn í Kópavogi með lögregluna í vasanum? Eru þessir aðilar kannski með Hæstarétt einnig með í vasanum?
Hvers vegna getur Hæstiréttur komist að þessari niðurstöðu í ljósi þess að hann er með dómi þessum að grafa undan mannréttindum og þar með réttarríkinu? Er tilviljun að nú um þessar mundir er gríðarleg aukning á fjármunabrotum, innbrotum, þjófnuðum og það sem verra er, líkamsárásum og öðru slíku? Skúrkarnir vita af því að ósennilegt er að lítið ef nokkuð verði að gert. Allt eigi að vera frjálst og lögreglan getur ekki sinnt öllu þessu.
Þessari dapurlegu úrlausn Hæstaréttar verður að skjóta til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourgh þegar svona er fyrir komið í mannréttindamálum á Íslandi. Það hefur komið alloft fyrir áður að mannréttindi hafa verið fótum troðin á Íslandi og leita hafi þurft til erlendra dómstóla til að hnekkja röngum og umdeildum dómum íslenskra dómstóla. Fyrir um 20 árum koltapaði íslenska ríkið í máli Jóns Sveinssonar á Akureyri. Það varð dýrt spaug enda varð að breyta réttarfari sem rekja má til Spánska rannsóknarréttarins en þá var rannsókn afbrota, ákæra og dómsvald á einni hendi.
Skúli Thoroddsen (1859-1916) var dæmdur á sínum tíma til embættismissis undir lok 19.aldar vegna meintra afglapa í embættisfærslum sínum. Þau voru ekki meiri en svo að eftir rannsóknardómaranum, Lárusi H. Bjarnasyni var haft löngu síðar að embættisfærsla Skúla hafi verið Optima forma - þ.e. í besta lagi (Heimild: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar). Skúli skaut máli sínu til Hæstaréttar sem þá var í Kaupmannahöfn. Þegar hann var loksins sýknaður, kvað hann mikinn kost að æðsti dómstóll þjóðarinnar væri ekki á Íslandi. Þeir gætu ekki litið á mál með hlutlægum hætti enda meira og minna bundnir af huglægum sjónarmiðum.
Því miður virðast valdatengsl vera stundum þeim sem hafa ákvörðunarvald, fjötur um fót að komast að sanngjarnri niðurstöðu.
Þegar ríkisstjórnin hefur fengið endurnýjað umboð sitt og styrkt sig í sessi hlýtur að vera kominn tími að hreinsað verði til í embættismannaflóru Sjálfstæðisflokksins í íslensku stjórnkerfi, Hæstarétti ekki undanskildum.
Mosi
Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 10:31
Skattaskjólin lokast - Nýjar vonir
Nú er ljóst að tími skattaskjólanna er úti. Hagsmunir yfirvalda hvarvetna í heiminum eru að upplýsa sem best hvert illa fengið fé streymir og að koma í veg fyrir að þetta fé komi aftur í umferð og verði nýtt af eigendum sínum til miður góðra verka.
Skattyfirvöld eiga eftir að eflast með það í huga að allt eftirlit verði virkara. Mörgum finnst súrt að allt í einu birtist yfirlit yfir bankainnistæður á skattframtölum landsmanna. En sú ósvífni segja þeir sem treysta bankaleyndinni sem nú hefur nánast verið afnumin.
Sennilega falla skattaskjólin hvert á fætur öðru enda hagsmunir gríðarlegir fyrir siðmenntuð ríki.
Það er ekki með öllu svo illt að ekki boði eitthvað gott:
Heyrt hefi eg að upp rann fyrir einum góðum kunningja að hann ætti alldrjúga bankainnistæðu í einum af viðskiptabankanaum þegar hann kíkti á skattframtalið sitt í tölvunni sinni. Hann prísar sig sælan að bankaleyndinni hefur verið afleitt og að hann komst fyrir einstæða tilviljun að hann reyndist ríkari en hann hugði.
Mosi
Liechtenstein veitir upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar