Enn einn flokkaflakkarinn

Dapurlegt er að heyra að virtur prestlærður þingmaður stökkvi nú fyrir borð og hyggst ganga til liðs við einhvern einkennilegasta pólitíska söfnuð sem nú virðist vera að geyspa golunni. Fylgi Frjálslynda flokksins bókstaflega hrynur með hverri skoðanakönnuninni sem líður og er ekki miklar vonir að flokkur þessi nái að krafsa sig upp í fylgi.

Hvort presti takist að sefa ágreininginn sem nú er í þessum söfnuði skal ósagt látið. Sjálfsagt verður varla neinum skynsamlegum fortölum komið fyrir á þeim bæ enda virðast þeir vera meir fyrir málgleði og sundurlyndi en að vera góðir hlustendur.

Ístöðuleysi  er umhugsunarvert í íslensku samfélagi um þessar mundir. Flokkaflakk virðist vera eins og faraldur. Þá einn rýkur af stað, býst annar til að gera slíkt hið sama. Mörgum bónda finnst grasið grænna handan fjarðar og oft sækir fólk vatnið yfir lækinn. Ætli fari ekki fyrir prestinum eins og lögfræðingnum og fyrrum formanni Neytendasamtakanna að stökkva fyrir borð við næstu báru og reyna að skríða yfir borðstokkinn í illa laskaða og sökkvandi skútu Sjálfstæðisflokksins?

Mosi


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband