Frábærir frambjóðendur

Ólafur Þór Gunnarsson er vel að þessum sigri kominn. Hann hefur lengi verið bæði vakinn og sofinn í velferðarmálum íslensku þjóðarinnar, bæði sem læknir og bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.

Þeir sem eru ofar á listanum, alþingismennirnir Ögmundur og Guðfríður Lilja hafa verið hreint frábærir fulltrúar okkar á þingi þar sem hagsmunir þjóðarinnar hafa verið hafðir í fyrirrúmi. Bæði hafa sýnt af sér hófsemi og víðsýni en umfram allt sanngirni í þeim erfiðu málum sem nú eru efst á baugi.

Ögmundur er mikill heiðursmaður sem á allt gott skilið fyrir öll þau góðu mál sem hann hefur tekið þátt í á þingi. Hann hefur auk þess gegnt árum saman formennsku í BSRB án þess að þiggja krónu fyrir meðan hann var jafnframt þingmaður. Fyrir þessar kosningar ákvað hann að víkja úr öruggu sæti fyrir ungri konu, Guðfríði Lilju og hefur sýnt með því mikinn drengskap. Hvoru tveggja mættu þeir sem eru á hægri væng stjórnmálanna taka sér til fyrirmyndar.

Af sérstökum ástæðum tók Mosi ekki þátt í þessu forvali, hvorki að kjósa né vinna við þessa kosningu. Einhverra hluta vegna dró annað hug hans þessa helgi en blessuð pólitíkin.

Mosi


mbl.is Ólafur Þór í þriðja sæti VG í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Heldurðu að 3. sæti dugi Ólafi til að komast á þing?

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er VG og Sjálfstæðisflokknum spáð 19 þingsætum hvorum flokki um sig. Nú eru kjördæmin 6 þannig að það eru 3 þingmenn að jafnaði í hverju þeirra. Þannig er Ólafur Þ. líklega kominn á þing.

Annars er alltaf mjög erfitt að spá í kosningar enda óvissuþættir margir. Einn sá stærsti er hversu óánægja með afskiptaleysi fyrri stjórnar skili sér í fylgi til nuverandi stjórnar. Flesatir kljósendur eru fremur fastheldnir, kjósa aftur og aftur sama gamla flokkinn sinn. Einu sinni var talað um hvernig veðrið væri á kjördag: gott veður átti að skila Sjálfstæðisflokknum gott fylgi en þá var einnig góðkjörsókn. Þá var talað um að gömlu kommarnir skiluðu sér alltaf á kjörstað hvernig sem veður væri meðan þeir sem voru óákveðnir og væru gjarna heima, fóru hvergi. Það væri auðvitað fróðlegt að sjá hvort þessar kenningar eigi við einhvað skynsamlegt.

Annars var eg að renna yfir Morgunblaðið núna síðustu vikuna. Mikið er af aðsendu efni þar sem þeir sem bjóða sig fram, skrifa gjarnan um eigið ágæti og áhugamál. Athyglisvert hve frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru áberandi töluvert fleiri en frambjóðendur annarra flokka. Þá auglýsa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nær eingöngu, flestir í hóflegri stærð en Guðlaugur Þór eyðir greinilega mun meiru í auglýsingar en aðrir.

Þessi stúdía á borð við þessa þyrfti að kanna betur af þar til hæfari fræðingum en mér sem leikmanni og áhugamanni í pólitík. Annars hefur mér alltaf fundist sérkennilegt hve peningar og misgott aðgengi að þeim, virðist skilja frambjóðendur. Greinilegt er að frambjóðendur á vegum Sjálfstæðisflokks og reyndar Framsóknarflokks ekki síður, hafi mun greiðari aðgang að miklum fjármunum og aðstöðu en aðrir frambjóðendur annarra flokka.

Fyrir nokkrum árum voru samþykkt lög um fjármál stjórnmálaflokka. Ekki gekk hljóðalaust að fá þáverandi ríkisstjórn að setja lög um það sem hvarvetna í hinum frjálsa heimi þykir sjálfsagt. Lendingin var að samþykkja lög sem fóru nokkurn veginn hálfa leið. Þessi lög virðast ekki hafa borið meiri árangur en svo, að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi birt ársreikning fyrir árið 2007 þrátt fyrir skýr ákvæði þessara laga.

Á næstu dögum mun eg birta niðurstöður mínar á bloggsíðu þessari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef sjálfur fallið í þá gryfju að vera helst til fastheldinn en hef nú ákveðið að gefa öllum tækifæri og það sama ættu fjölmiðlar að gera.

p.s. Góð greinin hjá þér um Skógræktina í Morgunblaðinu í dag!

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir fyrir komplímentin Hilmar! Var reyndar búinn að gleyma þessari grein enda hún rituð og send Morgunblaðinu fyrir um 2 mánuðum síðan.

Óskandi er að einhverjar umræður geti orðið um greinina og þann boðskap sem hún birtir.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband