Vitneskja ákærða

Í máli þessu var lögmaður kærður fyrir að hafa milligöngu um hlutabréf fyrirtækis. Sá sem seldi fékk mun umtalslægra verð fyrir bréfin en sá sem lögmaðurinn átti þátt í að selja áfram. Í málinu reyndi því á hvað sá ákærði „vissi“ eða „vissa mátti“ um raunverulegt verðmæti bréfanna.

Því veltur sönnunarbyrðin á þessu atriði. Mosi hefur ekki kynnt sér forsendur og rökstuðning sýknudómsins en svo virðist nokkuð ljóst að ákvörðunarástæða fyrir því að hlutabréfin voru keypt og endurseld hafi verið þessi umtalsverði gengismunur.

Annað hvort hefur ákæruvaldið ekki verið nógu kröftugt í sókn sinni eða varnaraðilinn verið öllu drýgri.

Ef hér væri kviðdómur eins og var fyrrum í germönsku réttarfari og er enn í engilsaxnesku réttarfari, er líklegt að venjulegir borgarar hafi talið ákærða fremur sekan en saklausan.

Hvað vissi ákærði eða hvað hann mátti vita? Það er auðvitað lykilatriði málsins.

Mosi


mbl.is Karl Georg sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243015

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband