Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
20.3.2009 | 10:24
Harðlínustefna endar alltaf með skelfingu
Lengi áttu Gyðingar eða Ísraelsmenn eins og þeir vilja fremur nefna sig nú, mikla samúð með Íslendingum. Við vorum fyrsta frjálsa ríki heims sem viðurkenndu sjálfstæði Ísraelsríkis á sínum tíma enda skildum við afarvel bága stöðu þeirra.
Nú er öldin önnur, Ísraelum hefur vaxið fiskur um hrygg og hafa náð heljartökum á nágrönnum sínum. Nú eru Palestínumenn gjörsamlega háðir velvilja eða hatri þeirra sem stýra Ísraelsríki. Því miður hafa þeim ekki borið sú gæfa að þreifa sig áfram í viðleitni að finna friðsamlega sambúð þar sem sameiginlegir hagsmunir beggja aðila er fundinn farvegur.
Því miður hafa öfgaöflin smám saman verið að færa sig upp á skaftið guði og öllum þeim sem vilja sýna öllum hófsemi og sanngirni verið gefið langt nef. Víða má finna í landslögum flestra réttarríkja heims þar sem lögð skylda á einmitt þetta atriði: að magna ekki deilur og gera þær erfiðari en þær þegar eru. Í okkar lögum er þetta t.d. um vinnudeilur.
Stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar hafa verið að greiða í um 60 ár ber að afnema nú þegar eða binda mjög ströngum skilyrðum að það mikla fé verði ekki notað til þess að kaupa hergögn sem beitt er hugsanlega gegn 3ja aðila. Þessar bætur voru hugsaðar til að bæta fyrir þær skelfingar sem nasistar frömdu gegn Gyðingum. Því miður virðist þetta vera að endurtaka sig með því að Gyðingar beita nágranna sína hinum verstu fantabrögðum.
Hægri harðlínuöflin eru yfirleitt varhugaverð ávísun um stystu leiðina í skelfinguna og glötunina. Eðli hægri últramanna er alltaf það sama þó þeir kunni að sigla undir ýmsum nöfnum. Þar virðist nasismi eða síonismi ekki skipta neinu meginmáli. Markmiðin eru þau sömu: tilefnislaus fjöldamorð og hryllingur.
Mosi
Ísraelar frömdu voðaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 10:04
Ber kæruleysi vott um hálfvitahátt?
Íslendingar hafa verið lengi mjög kærulausir í fjármálum sínum. Við erum því miður ekki nógu raunsæir. Okkur skortir tortryggni í garð þeirra sem lofa okkur gulli og grænum skógum upp í hendurnar á okkur án þess að vinna fyrir þeim.
Svo hirða braskarar allt af okkur og eru horfnir sennilega með vitund Sjálfstæðisflokksins. Og eftir situr þjóðin skuldum vafin upp fyrir haus! Kannski það sé viss tegund hálfvitaháttar að trúa öllum fagurgala, hvort sem það sé einskisvirði áróður um skjótfenginn gróða eða trausta stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er þá þessi stóri hluti þjóðarinnar hálfvitar?
Annars skulum við gjalda varhug við að taka okkur orðið hálfviti í munn. Það er svo að sum orð tungumálsins eru mjög huglæg (subjektiv) án þess að einhver rökræn og mælanleg sjónarmið eru að baki. Þannig hefur orðið hálviti lengi verið notað og oft sem skammaryrði um vitgrannan mann sem auðvelt er að blekkja. Önnur merking þessa orð sem er eiginlega mun merkari kemur úr sómannamáli og þýðir vita sem logar aðeins af og til. Lengi vel var innsiglingamerki á Borgarholtsvegi vestarlega í Kópavogi tyllt ofan á tréstaur einn mikinn. Kópavogsbúar nefndu mannvirki þetta gjarnan hálfvita.
Mosi
Íslendingar engir hálfvitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 14:09
Veröld sem var
Sú var tíðin að betur var borgað að gæta peninga og fjármuna en barna. Oft gekk erfiðlega að fá fagfólk til starfa í leiksskólum og grunnskólum en nú er þessu öðru vísi varið: bankarnir sannkallaðir stekkir, meðan skólarnir bera sig nú betur.
Það gat varla verið eðlilegt að betri væri afkoman í bönkum en skólum.
Mosi
1.300 bankamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 18:15
Skuggahliðar mannlegs lífs
Sjálfsagt er að banna vændi og verslunarkynlíf. Þá má gjarnan huga að banna boxið sem því miður hefur reynst varhugavert þrátt fyrir ýms fyrirheit þegar það var leyft aftur illu heilli.
Í kringum allt þetta eru heilmiklir verslunarhagsmunir sem oft tengjast skuggahliðum mannlegs lífs. Þar eru ekki mannréttindi ekki upp á marga fiska. Þessu fylgir fíkniefni og jafnvel fjármunaþvottur.
Mosi
Ísland ríður á vaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 15:40
Einbeittur brotavilji
Þessi þrjótur sýndi af sér einbeittan brotavilja og hefur auk þess ekki sýnt nein merki um iðrun.
Þetta úrþvætti fær sjálfsagt mjög þungan dóm sem sjálfsagt flestum þyki fremur vægur miðað við þá miskunnarleysi sem hann hefur sýnt þolendum.
Erum við Íslendingar ekki að fást við hliðstæða glæpamenn sem með gróðafíkninni skildu þjóðina eftir með hrunið fjármálakerfi og brostið stolt yfir að vera frjáls þjóð?
Einbeittur brotavilji án minnstu merkis iðrunar, sá getur vart vænst að fá vægan dóm.
Mosi
Fritzl játar sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 14:54
Flókið mál
Ekki er annað að sjá en að mál þetta er nokkuð flókið. Einkennilegt er að ekki hafi undirbúningur að því verið betri.
REI málið var mikið klúður frá upphafi til enda. Þar var lagt af stað með hugmynd um skiptingu á gróðanum áður en almennilega væri gengið frá þessari viðskiptahugmynd sem var dæmd fyrirfram að geta ekki gengið upp af sérstökum ástæðum. Þegar ákveðið hefur verið að baka stóra og girnilega köku, þá þarf auðvitað fyrst að kanna hvort allt efni í hana sé fyrir hendi og að unnt sé að baka. Í REI álinum var eiginlega byrjað á því að ákveða hvernig skipta ætti kökunni þó svo að ekki hefði neinn raunverulegur undirbúningur verið hafinn fyrir baksturinn mikla!
Eins er með þetta mál varðandi hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja sem Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur er með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur dæmd að greiða Hafnarfjarðarbæ mjög háar fjárhæðir. Allt vegna þess að undirbúning var áfátt.
Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera allt of fljótur að ákveða í mjög flóknum málum. Við Íslendingar minnumst þess hve mikið gekk á að koma þessum framkvæmdum við Kárahnjúka af stað. Þar var mjög illa staðið að skattamálum og kostar ríkissjóð mun hærri fjárhæðir í töpuðum sköttum en ætla má að stjórnlagaþing kostar. Nú fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamförum út af því.
Margt mætti tína til en nóg að sinni.
Mosi
Orkuveitan greiðir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 16:33
Einhver fyrirtæki standa vel
Eigi fylgir fréttinni hvernig staða mála sé hjá fyrirtæki þessu en þeir virðast bera sig vel karlarnir hjá Shell þegar allt er að hrynja í heiminum. Nú kemur ekki fram hverjar forsendurnar séu fyrir þessari arðgreiðslu né neinn samanburður t.d. við fyrri ár eða hliðstæð fyrirtæki.
Gott væri ef e-ð af þessum mikla arði rataði að Íslandsströndum. Ekki veitti nú af þegar íslenski ríkiskassinn verði að greiða hátt í 100 miljarða í vexti á þessu ári. Þvílíkur viðskilnaður fyrri ríkisstjórnar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Svo er verið að fárast út í 8% arð hjá stærsta útgerðarfyrirtæki landsins!
Mosi
Shell greiðir arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 16:10
Fleiri hliðar málsins
Sjálfsagt er að taka undir með þeim sem málið varðar en það eru fleiri hliðar á þessu máli:
Þegar hlutafé eru stofnuð, þá greiða þeir sem vilja taka þátt í rekstrinum fé sem þeir vænta þess að skili þeim einhverjum arði. Arðgreiðslur Granda hafa undanfarin ár verið 12% af hlutafé. Þannig fær sá sem á 100.000 króna hlutafé 12.000 krónur af hlutafjáreign sinni. Hann greiðir 10% fjármagnstekjuskatt þannig að hann fær 10.800 krónur í raunarð. En nú hefur gengið á hlutabréfum verið í 10 þannig að markaðsverð hlutarins er 1.000.000.
Nú hefir stjórn Granda ákveðið að arðgreiðslur séu einungis 8% og lækki sem sagt um 33% frá undanförnum árum.
Það þykir fremur léleg arðsemi af milljóninni þegar einungis rúmlega 1% vextir er um að ræða. Útgerð hefur ætíð verið með áhættusamari atvinnurekstri í landinu þó svo að áður hafi tíðkast ofsagróði af útgerðinni t.d. fyrir daga svonenfdra Vökulaga. Þá höfðu sjómenn nánast engin mannréttindi umborð og voru umsvifalaust reknir ef þeir ekki stóðu sína plikt.
Ef stjórnvöld átta sig ekki á þessum einföldu staðreyndum, þá má reikna með að hefðbundinn atvinnurekstur verði sunginn íbann og enginn vilji eiga lengur hlut í fyrirtækjarekstri sem þó telst vera undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.
Sem hugsanleg lending í þessu vandræða máli þá mætti hugsa sér að með því að frysta launahækkanir, þá mætti bjóða launafólki að eignast hlut í fyrirtækinu. Með því væri stuðlað að traustari rekstri og að sem mest rekstrarfé verði áfram í fyrirtækinu.
Um þessi mál þyrfti að hefja umræður í samfélaginu.
Í Japan ríkir allt annað siðferðisviðhorf þeirra sem starfa hjá fyrirtæki til þess: Eg er Sony maður! Eg er Toyota maður. Þar þykir fólki upphefð í að vinna og starfa í eigin fyrirtæki,eiga örlítinn hlut í því og eru jafnframt traustir og góðir starfsmenn þess.
Því miður höfum við lítt kynnst þessari hlið þessara viðkvæmu mála.
Mosi
Siðlausir eigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:50
Nú er eitthvað að gerast - loksins!
Skynsamlegt er af Gylfa viðskiptaráðherra að vilja draga úr bankaleynd. Tilgangur bankaleyndar var upphaflega sá að viðskiptavinir banka gætu treyst banka sínum og haft viðskipti sín trygg og örugg fyrir opinberum afskiptum.
Þegar um bankahrun og rökstuddan grun um að stjórnendur bankanna hafi ekki farið eftir settum reglum sem landslögum, þá er engin ástæða að hafa þessa bankaleynd áfram. Bankaleyndin á ekki að vera skálkaskjól fyrir einhvern og víða um heim er verið að takmarka hana verulega, m.a. vegna þess hve gríðarlegir fjármunir fara um bankareikninga þar sem uppruni fjársins og not kunna að varða við lög.
Því miður fara stjarnfræðilegar fjárhæðir um bankareikninga þar sem verið er að reyna peningaþvott og að leyna raunverulegum uppruna hins mikla fjárs.
Fagna ber því að væntanlegir séu sérfræðingar í rannsókn á þessum erfiðu málum. Við Íslendingar erum ófærir að geta séð um þetta sjálfir. Til þess skortir okkur bæði reynslu sem nægs víðsýni og þekkingu sem nauðsynleg er til að ná árangri.
Mosi
Fráleit bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er þessi breski huldumaður?
Aftur og aftur sprettur nafn þessa breska athafnamanns og braskara í íslenskum fjölmiðlum. Hann virðist vera nátengdur íslenskum fjárglæframönnum, situr í stjórn tryggingafélagsins Exista sem nú hefur verið eins og bankarnir, etið innan frá og eru hlutabréf þess sem bankanna einskis virði.
Skyldi þessi maður ásamt íslensku viðskiptamönnum sínum hafa komið við sögu auðgunarbrota hjá Scotland Yard? Miðað við umsvif þessa manns getur vart hafa farið fram hjá neinum árvökulum augum breskra lögreglumanna að ekki sé allt með felldu.
Mjög vel skipulagt brask varð íslensku bönkunum að falli. Þeim hafði smám saman verið breytt í ræningjabæli. Stjórnendum bankanna var ljóst eða mætti vera ljóst, að þeir væru að höndla með hagsmuni bankanna á ystu rönd þess sem löglegt er. Þeir hafa fyrir löngu yfirgefið það sem siðareglur viðurkenna. Með svikum og blekkingum hafa þeir vafið vef svikamyllu sem tengist ýmsum skuggalegum fyrirtækjarekstri víða um heim sem rekja má til skattaskjóla.
Spilin á borðið!
Á þessi breski braskari sögu hjá Scotland Yard?
Mosi
Lán til Tchenguiz mögulega brot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar