Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
9.5.2008 | 08:14
Rússland á krossgötum
Sýndarmennskan ætlar aldeilis sér stóra hluti, einnig í Rússlandi. Í þessu gríðarlega stóra landi með ótal tækifæri hefur alltaf verið valdhafar sem telja besta leiðin sé að sýnast. Kostir lýðræðisins eru einkum þeir að gera íbúana sem mest meðábyrga fyrir eigin ákvörðunum og valdið verði meira sem öryggisventill eftirlits og til leiðbeiningar. Valdboð að ofan hefur alltaf mætt tortryggni hjá öllum þjóðum og jafnvel andstöðu þeirra sem ekki sætta sig við það. Þá vill oft verða stutt í harðstjórnina og kúgunina sem er engum valdsmanni til virðingar.
Hvað raunverulega er að gerast í Rússlandi er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir. Sumir stjórnmálafræðingar vilja halda því fram að svo stóru ríki sem Rússlandi verði ekki stýrt nema með mjög öflugu ríkisvaldi sem styður sig við mikinn og öflugan her. Þetta kann að vera rétt mat. Besta stjórnunin er auðvitað sú þegar fólk verður ekki vart við að því sé stjórnað en fái að lifa frjálst og taka sjálft ákvarðanir.
Rússneska þjóðfélagið hefur tekið mjög miklum breytingum á undanförnum aldarfjórðungi og sennilega eru enn eftir einhverjar kollsteypur sem Rússar eiga eftir að upplifa. Málið er að lýðræðisleg hugsun er mun skemmra á veg komin í Rússlandi en víðast annars staðar í Evrópu þar sem lýðræðið hefir smám saman verið að mótast síðastliðnar tvær aldir.
En við verðum að lifa í voninni að allt geti þróast í friðsamlega og rétta átt. Óskandi er að brátt verði þeir tímar að allir þeir sem aðhyllast alræði og hernaðarhyggju verði urðaðir á öskuhaugum sögunnar um aldur og ævi. Hernaðarhyggja er sýndarmennska af versta tagi.
Mosi
Hersýning á Rauða torginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 11:54
Var Pokasjóði stolið frá Landvernd?
Upphaf Pokasjóðs er að Þorleifur Einarsson jarðfræðingur fékk þá snjöllu hugmynd fyrir um 20-25 árum að leggja dálítið gjald á alla plastpoka sem voru látnir viðskiptavinum í té endurgjaldslaust í verslunum. Samningar voru gerðir milli Kaupmannasamtakanna og Landverndar að Pokasjóður yrði til þess að efla umhverfisvitund og náttúruvernd á Íslandi.
Brátt kom að því að ýmsir sáu ofsjónum yfir þessum góða og öfluga tekjustofni sem Landvernd hafði verið fengið í hendur. Og þar sem þessir aðilar voru kannski ekki alltaf sammála faglegu starfi Landverndar fannst þeim sjálfsagt að svipta Landvernd þessum tekjum.
Landvernd hefur ætíð lagt áherslu á faglegt og metnaðarfullt starf að verndun náttúru og umhverfis á Íslandi.
Með hinum nýja Pokasjóði var farið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og farið var að veita til allra mögulegra sem ómögulegra verkefna. Umhverfismál og náttúruvernd varð smám saman að örlitlum hluta þeirra verkefna sem upphafleg markmið þó hljóðuðu um.
Nú á óbeint að fara að styrkja herforingjastjórn í Asíu!
Fyllsta ástæða er til að fram fari ítarleg rannsókn á þessum einkennilegu málum. Landvernd á allt gott skilið og oft hafa ýmsir stjórnmálamenn farið ansi frjálslega með sannleikann gagnvart þessum þverpólitísku samtökum sem eru þó elstu, frjálsu starfandi náttúruverndarsamtökin á Íslandi.
Fyrir nokkrum árum beitti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem þá var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sér fyrir því að það segði upp aðild sinni að Landvernd vegna einhvers ómerkilegs skoðanaágreinings. Þá sagði Landsvirkjun sig úr Landvernd af því að umhverfisstefna Landverndar fór ekki saman við virkjanastefnu Landsvirkjunar. Reynt hefur með öllum tiltækum ráðum að þagga niður í þessum samtökum, m.a. með því að grafa undan fjárhag þeirra og trausti meðal almennings.
Það er vandlifað í lýðræðisríkinu Íslandi þar sem fullt skoðunarfrelsi og tjáningarfrelsi er þó viðurkennt og staðfest í stjórnarskrá. En það er kannski að sumu leyti meir á orði en borði.
Takmarkið er að Landvernd endurheimti Pokasjóðinn til að efla starf sitt!
Þýfi ber að skila til baka þó seint sé!
Mosi
Pokasjóður styrkir fórnarlömb í Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 10:52
Má treysta því?
Að bera fyrir sig kalt loftslag er hlægilegt. Þessi tónlistarmaður hefur aldrei þótt neitt sérstakur. Vonandi má treysta orðum hans og þar með geta íslenskir tónlistarunnendur hlakkað til að fá einhverja betri og vonandi ekki dýrari til landsins að hafa ofan fyrir okkur í tónlistarmálum.
Mosi
Meat Loaf aldrei aftur til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 10:48
Drögum úr notkun bifreiða
Hækkun á eldsneyti á farartækin okkar hefur verið gríðarmikil á undanförnum mánuðum. Er ekki fyllsta ástæða til að draga sem mest úr notkun bílanna, ganga og hjóla á styttri vegalengdum en nota strætisvagna og samnýta bílana betur?
Þá þurfa allir að tileinka sér svonefndan vistakstur. Með því er átt við að forðast að fara mishratt um götur, auka ýmsit hraða eða hægja á sér en láta sig berast einfaldlega með straumnum. Allt brun og svig ætti enginn að stunda enda harðbannað í umferðalögunum.
Verum öll öðrum góð fyrirmynd í umferðinni og NAGLANA BURT! Þeir stuðla að óþarfa eyðslu!
Mosi
Bensínið hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 08:01
Óskiljanlegt
Hvernig getur eitt fátækasta ríki heims verið með gríðarleg framlög til hermála? Og búið að koma sér upp varhugaverðum kjarnorkuvopnum sem ekki gerir annað en að espa nágrannanna upp í eflingu vígbúnaðar?
Hvaðan koma þessi vopn og hver skyldi græða á þessu öllu saman? Sölumenn dauðans eru á svipuðu siðferðisstigi og eiturlyfjasalar. Meginmarkmiðið er að græða himinháar fjárhæðir og fá greitt fyrir söluvarninginn hversu varhugaverður sem hann kann að vera.
Hvernig má breyta þessu og getum við gert eitthvað?
Jú: Eitt það mikilvægasta er að taka ekki þátt í hernaðarbröltinu og segja NEI þegar okkur er boðið að vera með.
Við höfum miklu meiri þörf fyrir þann mikla auð sem tengist hernaði og bröltinu kringum hann í annað þarflegra bæði í öllum heiminum sem og hjá okkur sjálfum.
Mosi
Indland sýnir herstyrk sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 07:55
Dapurleg þróun
Einkennilegt er að fólk eyði stórfé í svona lagað og spari jafnvel við sig annað sem er þó þarfara. Í lýðræðissamfélaginu má helst ekki banna neitt þannig að leita verður annarra ráða. Setja þarf mjög skýrar og ákveðnar reglur um þessa piercing og húðskreytingastarfsemi sem getur verið mjög afdrifarík og jafnvel leitt til alvarlegra sjúkdóma. Þá verður að hafa þessa starfsemi tryggingaskylda þannig að ef mistök kunna að koma upp þá geti viðskiptavinir fengið eðlilegar skaðabætur.
Þess ber að geta að sá sem lætur annað hvort tattovera sig eða setja svona piercing á sig hversu lítið og sakleysislegt það kann að vera, má ekki gefa blóð og vera samfélaginu mikilvægur að því leyti.
Mosi
Húðgötun veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2008 | 18:59
Eyðilegging gróðurs í höndum óvita
Fyrir framan mig er ljósrit úr Morgunblaðinu sem einn mætur maður sendi mér. Heilsíða úr Morgunblaðinu 14. apríl : Einstigi eða mótorhjólaslóði? eftir Rúnar Pálmason blaðamann. Þarna eru viðhorf og sjónarmið þeirra sem vilja opna ný athafnasvæði fyrir torfæruhjól. Haft er viðtal við tvo sporgöngumenn þessara samtaka þá Gunnar Bjarnason og Jakob Þór Guðbjartsson. Þeir segja skilmerkilega frá þeirri skemmtun þeirra að vaða um náttúruna og finna tilfinninguna að allt rýkur bókstaflega upp: Benda þeir á að torfæruhjólamenn vilji aka eftir erfiðum vegum og torleiðum, í ósnortinni náttúru [einkennt: Mosi], gjarnan eftir einstigi sem oft er bara eitt hjólfar, en séu hvorki að leita eftir drullu, eins og sumir vilja halda. Í aukagrein er fyrirsögnin: Mosfellsheiði og Sandvík tilvalin svæði.
Greinilegt er að kröfurnar eru settar nokkuð hátt. Undarlegt er að virtur fjölmiðill á borð við Morgunblaðið birti svona sjónarmið án nokkurra athugasemda.
Landnýting af þessu tagi rúmast engan veginn í landi þar sem gríðarmikil eyðing gróðurs hefur orðið og óhemjufjármagni hefur verið varið til í þeirri viðleitni að stöðva gróðureyðingu. Hugmyndir þessara manna er að eyðileggja fornar götur,troðninga og vegi sem sumir kunna að njóta verndar laga um fornminjavernd. Engu sem er eldra en 100 ára má spilla. Skyldu menn á þeysireið í utanvegaakstri gera sér nokkra grein fyrir slíku?
Innflutningur af þessum leiktækjum fyrir þessa umhverfisspilla hefur verið óheft á undanförnum árum. Yfirleitt hafa þeir sem aðhyllast þessa lífstefnu að þeysast eftirlitslaust um óbyggðir með aksturslagi sem ekki er heimilt að landslögum enda akstur utan viðurkenndra vega ekki heimill.
Þessi tómstund sem eyrir engu á hvorki neinn lagalegan né siðfræðilegan rétt til að darka niður landið. Aðrir sem leið eiga um óbyggðir landsins. Í raun eru þeir í hliðstæðu hlutverki og brennuvargarnir sem eyra engu með fikti sínu þó svo þeir eyðileggja áratuga sjálfboðaliðastarf við að bæta gróðurfar og umhverfi sitt.
Og þegar næst til þeirra, þá bera þeir fyrir sig að þeir ætluðu aldrei að gera þetta. Brennuvargar ættu aldrei að hafa tækifæri að hafa eldspýtur eða önnur eldfæri undir höndum. Þeir sem ekki kunna að bera virðingu hvorki fyrir viðkvæmu gróðurfari landsins né þeim sem vilja sjá einhverja breytingu til betri vegar í þessum efnum.
Kannski að mjögrík ástæða sé til að leggja á hátt umhverfisgjald á innflutning og notkun þessara umdeildu ökutækja. Setja þarf skýrar reglur um hvar og hvernig megi nota þau en það er alfariðá valdi sveitarfélaga og landeigenda.
Mosi
Bloggar | Breytt 7.5.2008 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 18:02
Fyrir langt löngu
Fyrir langt löngu var Mosi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Það var í árdaga þess skóla. Þá var ekki auðvelt að fá sumarvinnu fyrir unga menntskælinga enda gekk þá erfiðir tímar eftir að síldin hafði verið ofveidd og síldarauðurinn hvarf. Þessi sumur var Mosi að vinna í Garðyrkjunni hjá Reykjavíkurborg eins og það hét og var það fremur illa launuð vinna og þætti ekki boðleg menntskælingum nú til dag.
Eitt sumarið starfaði Mosi undir verkstjórn Sveinbjarnar garðyrkjumanns fremur lágvaxins manns en hann var mikill mannkostamaður. Við höfðum aðstöðu í bakhúsi við Fríkirkjuveg 11 sem voru upphaflega hesthús og geymslur Thorsarana. Þarna var innrétt mjög notaleg og vinaleg. Við unnum létt verkamannastörf í miðbænum, Hljómskálagarðinum og auðvitað Hallargarðinum. Fyrst var undirbúið fyrir að planta sumarblómum og síðan var verið að lagfæra sitt hvað sem betur þurfti að fara. Stígarnir um Hljómskálagarðinn voru teknir í gegn þetta sumar.
Það var á þessum árum sem Þórbergur var enn á fullu í sínum göngupraxís. Hann birtist alltaf á sama tíma og hefði verið unnt að stilla klukkuna eftir honum.
Þetta var eitt skemmtilegasta sumarið í garðyrkjuvinnunni. Þarna voru ýmist annað ungt fólk sem sumt urðu þekktir borgarar. Þarna voru skemmtilegir bræður synir eins af þessum lítillátu prófessorum í Háskólanum sem lítið vilja láta á sér bera í lífinu. Ætli það sé ekki nóg af þeim sem vilja bera mikið á sér. Það var því margt lærdómsríkt þetta sólríka sumar meðal góðra vinnufélaga.
Mosi
Vekja athygli á fornminjum í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 13:52
Fyrir 100 árum og nú
Fyrir hundrað árum voru íbúar Reykjavíkur um 11.000 að tölu. Þá var ákveðið að tala bæjarfulltrúa yrði 15 en það er sami fjöldi og nú þegar íbúafjöldinn hefur meira en tífaldast.
Fyrir 100 árum voru um 735 manns um hvern fulltrúa sem þætti sjálfsagt vel í lagt í dag. En fyrir 100 árum var þetta íhlaupastarf með ýmsu fleiru. Í dag er þetta fullt starf og er oft erfitt að manna allar nefndir og ráð borgarinnar vegna þess hve fulltrúar eru fáir.
Á öllu höfuðborgarsvæðinu eru um 195.000 íbúar og fjöldi fulltrúa er 65 í þeim sveitarfélögum sem tilheyra þessu svæði. Með öðrum orðum eru um 3.000 manns að baki hvers fulltrúa, - að meðaltali!
Ef sama hlutfall ætti að gilda yfir Reykjavík ættu borgarfulltrúar að vera um 40 að tölu. Ef sú tala væri nú mætti ábyggilega telja fullvíst að betur væri unnt að praktíoséra lýðræði í borginni en nú er.
Sagt hefur verið að oft horfi til vandræða vegna funda mikilvægra nefnda hvað þá ómikilvægari nefnda sökum þess hve borgarfulltrúar eru fáir. Þeir eru allir meira og minna á fullum launum og á þönum um allt stjórnkerfið og í raun eru þeir orðnir að n.k. smákóngum hver í sínum málaflokk. Þetta er sá beiski arfur sem Davíð Oddsson skildi eftir sig í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrsti vinstri meirihlutinn í Reykjavík 1978-1982 fjólgaði fulltrúum í 21 og var svo kjörtímabilið 1982-1986. Davíð hentaði ekki að fjölga fulltrúum þannig að hann fækkaði þeim aftur og við svo situr,- því miður með öllum þeim vandræðum sem því fylgir.
Væri ekki rétt að fjölga fulltrúum Reykjavíkur upp í um 40 þó gera mætti það í tveim áföngum? Fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010 mættu fulltrúar vera öðru hvoru megin við 30 og fjölgað um 10 við næstu kosningar þar á eftir.
Með því væri unnt bæði að styrkja lýðræðið í Reykjavík sem og að stuðla að meiri stöðugleika við stjórnun.
Mosi
Aldarafmæli embættis borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 14:03
Á formaður Landverndar erindi í stjórn Landsvirkjunar?
Vel gæti eg trúað því að Björgólfur hefði með setu sinni í stjórn Landsvirkjunar haft áþekkt gildi og seta Álfheiðar Ingadóttur sem staðið hefur sig með mikilli prýði í Landsvirkjun. Aðgangur að upplýsingum og sú aðstaða að koma á breyttum áherslum í mikilsverðum málum hefði verið Landvernd og ekki síst Landsvirkjun mikilsvert. Nú er Björólfur hagfræðimenntaður maður og því vel að sér um t.d. hvernig lesa skuli upplýsingar úr ársskýrslum og túlka þær fyrir venjulegu fólki. Framsetningu á ársskýrslum Landsvirkjunar hefði vissulega mátt færa til betri vegar, sundurliða meira en nú er gert. Þannig eru tekjustofnar Landsvirkjunar ekki sérlega vel sundurgreindir. Þannig er t.d. raforkusalan í einni tölu án þess að greint sé á milli almenningsveitna eða stóriðju. Fyrir 2007 numu tekjurnar rúmlega 18,5 milljörðum. Þegar í ljós kemur að raforkusala til stóriðjunnar er um 75% hefði verið fróðlegt að sjá fyrir venjulegan mann hvernig tekjuskiptingin raunverulega er. Reyndar er unnt að reikna þetta út en þá þarf að fara í nokkuð flókna útreikninga til að finna út einhverja tölu sem þó verður aldrei mjög nákvæm.
Þannig eru framlagðir reikningar Landvirkjuar ekki í þann stakk búnir að geta verið góð og traust undirstaða gagnrýni eða skýringar. Gagnrýni á ekki að þurfa að vera neikvæð, hún getur þvert á móti einnig verið mjög þörf og öllum holl hver sem í hlut kann að eiga hlut að máli. Þá má ekki gleyma því að seta í stjórn gefur þeim rétt á að bóka það sem viðkomandi þykir ástæða til eins og þegar einhver ágreiningur kemur upp varðandi einstaka ákvarðanir.
Ef faglega er vel og rétt að málum staðið þarf ekki að koma fram hagsmunaárekstur þó seta formanns Landverndar í Landsvirkjun kunni að líta tortryggilega út. Bjórgólfur hefur sýnt í störfum sínum sem formaður Landverndar að hann er mjög varkár og vill vinna vel að þeim málum sem hann kemur nálægt.
Gagnrýni á Björgólf finnst mér bera nokkurn keim af fljóthugsuðum tilfinningarökum. Sjálfsagt vantar okkur Íslendinga góðar og traustar siðareglur sem taka til stjórnmálamanna og stjórnendur opinberra stofnana og fyrirtækja. Þær gætu komið vel að notum undir þessum kringumstæðum. Þá væru tiltekin hvaða skilyrði hver þurfi að uppfylla til að vera talinn gildur við ákvarðanir og hvenær hann geti orðið vanhæfur að fara með mál. Ætli skortur á svona eðlilegum reglum veki ekki upp óþarfa tortryggni?
Sennilega hefði Bjórgólfur sem varkár hagfræðingur haft mörg góð og holl ráð í farteski sínu fyrir stjórnendur Landsvirkjunar. Á þeim bæ er vissulega þörf að hemja virkjanagleðina og stíga varlegar inn í heim viðkvæmrar náttúru landsins.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar