Dapurleg þróun

Einkennilegt er að fólk eyði stórfé í svona lagað og spari jafnvel við sig annað sem er þó þarfara. Í lýðræðissamfélaginu má helst ekki banna neitt þannig að leita verður annarra ráða. Setja þarf mjög skýrar og ákveðnar reglur um þessa piercing og húðskreytingastarfsemi sem getur verið mjög afdrifarík og jafnvel leitt til alvarlegra sjúkdóma. Þá verður að hafa þessa starfsemi tryggingaskylda þannig að ef mistök kunna að koma upp þá geti viðskiptavinir fengið eðlilegar skaðabætur.

Þess ber að geta að sá sem lætur annað hvort tattovera sig eða setja svona piercing á sig hversu lítið og sakleysislegt það kann að vera, má ekki gefa blóð og vera samfélaginu mikilvægur að því leyti.

Mosi


mbl.is Húðgötun veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fullyrðing neðst hjá þér er röng, fólk með tattoo og piercingar má gefa blóð. Bara ekki í einhvern ákveðinn tíma eftir að skreytingin var gerð....

ester (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:09

2 identicon

Jú það má alveg gefa blóð ef viðkomandi er með tattoo og piercing... Veit ekki hvaðan þú hefur það? Hinsvegar þarftu að bíða í nokkrar vikur með að gefa blóð EF þú ert nýbúin/n að fá þér tattoo.... Hringdu í Blóðbankann sjálfur

Hanna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég er á kúr vegna of hás blóðþrýstings og of miklu kólestróli.  Ég er í eftirsóttasta blóðflokknum O mínus.  Ég má samt ekki gefa blóð.  Á ekki að banna fólki að fara í háþrýstings- og kólestrólmeðferð?

Ha? Mosi?

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 7.5.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hef gefið blóð og þekki þetta því vel. Í bækling Blóðbankans um blóðgjafir er skýrt tekið fram að sá sem hefur nýlega fengið tattoo eða húðgötun, geti ekki vewrið góður blóðgjafi. Þar er einnig skýrt tekið fram að mikilvægt sé að blóðgjafi sé við góða heilsu, sé ekki með neina alvarlega sjúkdóma eða hugsanlega sýkingu. A.m.k. 3 mánuðir verði að vera liðnir frá því aðgerð fór fram, jafnvel rannsókn þar sem um blóðtöku eða lífsýni er tekið.

Með þessu er verið að tryggja sem best gæði blóðsins því hver vill fá blóðgjöf úr sýktum einstakling? Slíkt getur verið lífshættulegt fyrir sjúklingin sem þarfnast blóðgjafar og honum væri ekki mikill greiði gerður að gefa e-ð sem kann að reynast vafasamt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2008 kl. 09:06

5 identicon

Það er bara verið að gera allt of mikið mál úr þessu.. þetta er frelsi hvers og eins og kemur engum öðrum við hvað manni langar að gera við líkama sinn

... (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:15

6 identicon

Ég vil benda á að sömu reglur varðandi blóðgjafir gilda um þá sem ferðast til ákveðinna landa. Strangari í sumum tilfellum.

 Einnig vil ég benda á að á húðflúr- og götunarstofum gilda strangar reglur um hreinlæti og öryggi sem er fylgt í hvívetna.

Dettifoss Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:28

7 identicon

Hommar mega heldur ekki gefa blóð, á ekki bara að reka þá úr samfélaginu eða afhomma þá?

 Fáránleg rök hjá þér. 

Björn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Dísa Djöfull

já ég er sammála. þessi rök eru gjörsamlega út í hött og sýna enn og aftur fram á fordóma gagnvart líkamsbreytingum sem, eins og ég hef svoooo oft áður tekið fram, hafa fylgt mannkyninu í fleiri þúsund ár.

ég er með tattoo og göt og hef engan áhuga á að gefa blóð. þó ég hefði aldrei fengið mér eitt einasta húðflúr eða eitt einasta gat í líkamann þá hefði ég samt sem áður engan áhuga á því að gefa blóð. það er ekki mín skylda að gefa blóð. sumir vilja ólmir gefa blóð og fá frítt kex og segja svo vinum sínum frá því en það er bara ekki minn tebolli. kannski er bara asnalegt að gefa blóð? kannski á bara að útskúfa fólk sem gefur eða þyggur blóð? þó það væri ekki nema að hneykslast á þessu liði á veraldarvefnum rétt eins og verið er að hneyksla sig á fólki sem stundar þá árþúsundagömlu list að skreyta á sér líkamann. hví ekki? það verður hvort sem er alltaf að vera einhver hópur fólks sem almúginn vill hneyksla sig á svo hví ekki liðið sem sullar og hrærir í mannablóði rétt eins og einhverjar vampýrur?

neinei nú er ég bara rétt að bregða á sprell, en ég vona að punkturinn hafi komist til skila:)

svo er verið að tala um að eyða fúlgu fjár í þetta? hvað er það minn kæri Mosi sem kostar ekki pening í nútímasamfélagi? Það er nú ekki svo langt síðan að 18 ára gömul stúlka í Kópavogi var að dilla brjóstunum á netinu fyrir peninga af því hún "missti sig aðeins í Karen Millen". Hvað með allt liðið sem verslar í 17? Hefurðu farið í 17 nýlega og skoðað verðin þar? Veistu það, að frekar læt ég gata á mér geirvörtuna fyrir 3-5 þúsund kall en að eyða 20 þúsund krónum í einn bol sem er búið að rífa fyrir mig áður en hann kemur í búðina.

Dísa Djöfull, 7.5.2008 kl. 17:16

9 Smámynd: Íris Hólm Jónsdóttir

Ég skil vel ef að fólk er á móti götun eða húðflúrum. En ég vil samt benda á það að þetta er frjálst val hvers og eins.

Ég er sjálf með 3 göt, áður 4. 3 í vörinni í dag og tvö húðflúr innaná hvorum úlnlið.
Af hverju? Af því að mér finnst það flott.

Fólk má gera það sem því sýnist.
Lita hárið á sér bleikt, fá sér gelneglur, fara í ljós.
Á meðan hreinlæti er 100% í kringum svona er ekkert að þessu að mínu mati.

Íris Hólm Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 17:27

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil sjónarmið ykkar mjög vel, þau eru góð og gild. Hins vegar er alltaf dálítil áhætta sem fylgir þessu og ástæða að fara varlega. Það getur orðið dýrt spaug ef illa tekst til og mjög afdrifaríkt fyrir einstaklinginn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242999

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband